Besta íslenska lagið er norskt

  Öll elskum við Ríkisútvarpið, RÚV:  Sjónvarpið, Rás 1, Rás 2 og Rondo.  Þó að aldrei finnist neinn hlustandi á Rondo í hlustendamælingu þá er sú stöð í uppáhaldi hjá mörgum.  Oftar flottur djass en leiðinlegt óperugaul.  

  Í gærkvöldi var sjónvarpsdagskrá RÚV einstaklega glæsileg: Barnatími klukkustundum saman.  Þetta kom sér vel á flestum heimilum:  Börnin sofnuð og fullorðna fólkið gat ótruflað fylgst með Rannveig og krumma, tuskubrúðum og Línu langsokk.  Dagskráin var svo spennandi að hún hélt vöku fyrir vistmönnum á heimili aldraðra á Hlíð á Akureyri.

  Barnadagskrá laugardagskvöldsins féll í skugga á vali RÚV á besta ÍSLENSKA barnalaginu.  Almenningur fékk að taka þátt og kaus rafrænt.  Í dag lá niðurstaða fyrir.  Besta íslenska barnalagið er norskt.  Það er eftir Thorbjörn Egner og heitir So, ro, lillemann


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jens. Ha ha ha :) Og voru öll skógardýrin ekki ó-pólitískir skógarsamfélagsins vinir?

(fyrir utan Dóna-Trompanna MIKKA refi Vatíkansins gullhúðaða og ó-skógargræna). :)

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.10.2016 kl. 23:19

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Rondo er æðisleg,en oft hitti ég á óperu eða "æðri tónlist"

Helga Kristjánsdóttir, 10.10.2016 kl. 01:08

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég hafði nú gaman að sjá Loðmund Húma jafnan kallaður Lobbi!!

Sigurður I B Guðmundsson, 10.10.2016 kl. 21:47

4 Smámynd: Jens Guð

Anna Sigríður, jú, ég held það.

Jens Guð, 12.10.2016 kl. 16:29

5 Smámynd: Jens Guð

Helga,  ég hlusta oft og mikið á Rondo.  Yfirleitt þegar ég sest undir stýri þá byrja ég á því að kanna hvað sé í Rondo.

Jens Guð, 12.10.2016 kl. 16:30

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B, það væri gaman.

Jens Guð, 12.10.2016 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband