Leyndarmál Bowies

 

  Breski fjöllistamaðurinn Davíð Bowie var um margt sérkennilegur náungi.  Það er að segja fór ekki alltaf fyrirsjáanlega slóða.  Opinskár um sumt en dularfullur um annað.  Hann féll frá fyrr á þessu ári.  Varð krabbameini að bráð.  Þrátt fyrir vitneskju um um dauðadóm sinn sagði hann engum frá.  Þess í stað hljóðritaði hann í kyrrþey plötu,  Blackstar,  með djasstónlistarmönnum.  Platan kom út í kjölfar dauða hans. Flott plata.  Um margt ólík fyrri plötum hans.

  Aðdáendur kappans fóru þegar að lesa út úr textum plötunnar ýmis skilaboð.  Hann var ekki vanur að kveða þannig.  Það skiptir ekki máli.  Vitandi um dauðdaga sinn hugsar manneskjan öðruvísi en áður.  

  Nú hefur komið í ljós að umbúðir plötunnar eru margræðari en halda má í fljótu bragði.  Ef umslagið er skoðað frá hlið í tiltekinni birtu sést móta fyrir mynd af vetrarbrautinni.  Ef ljós fellur á sérstakan hátt á sjálfa vínylplötuna þá varpar hún stjörnu á nálægan vegg.

  Með því að telja og leggja saman stjörnur í plötubæklingi, blaðsíðutal og eitthvað svoleiðis má fá út fæðingarár Bowies, ´47 (blaðsíðutal blaðsíða með mynd af stjörnu), og aldur á dánardægri, 69.  

  Sumir teygja sig nokkuð langt í að lesa út úr plötuumbúðunum.  Einhverjir telja sig sjá augu Bowies þegar stjörnurnar eru speglaðar til hálfs.  

spegilmynd 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband