30.11.2016 | 10:17
Eggjahræra
Uppskriftin er fyrir fjóra. Hún miðast við að eggjahræran sé ein í boði. Það er að segja ekki hluti af hefðbundnum enskum eða skoskum morgunverði ásamt pylsum, beikonstrimlum, bökuðum baunum, grilluðum tómatsneiðum, steiktum sveppum, ristuðu brauði og einhverju svoleiðis.
Heppilegast er að vera með fjórar pönnur.
12 brúnegg
160 gr beikonkurl
160 ml rjómi
Rammíslenskt smjör
salt og pipar
4 flöskur af kældu hvítvíni
Beikonkurlið er léttsteikt á einni pönnu. Á meðan eru eggin skrúbbuð hátt og lágt (til að ná af þeim músaeitrinu). Að því loknu er skurnin brotin og innihaldið látið gusast ofan í djúpa glerskál. Rjómanum er hellt út í. Beikonkurlinu er sturtað með.
Áður en þessu er hrært vandlega saman skal vænni smjörklípu skellt með látum á hverja pönnu. Nægilega stórri til að hún komi til með að fljóta yfir allan pönnubotninn. Pönnurnar eru látnar volgna. Þegar smjörið hefur bráðnað er hrærunni hellt yfir pönnurnar. Örlítið er skerpt á hitanum. Samt ekki mikið. Salti og pipar er stráð yfir. Bara smá. Fylgist spennt með hrærunni steikjast. Áður en hún nær að steikjast í gegn er slökkt undir pönnunum. Síðan er tekið til við að þamba hvítvínið á meðan hræran fullsteikist. Að því loknu er hún tilbúin. Þá verður kátt í kotinu.
Hanga á Facebook-síðum almennings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Lífstíll, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:31 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 41
- Sl. viku: 1028
- Frá upphafi: 4111553
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Ég held ég myndi klára mig af þessu öllu saman, sérstaklega þessu með hvítvínið...
Jóhann Elíasson, 30.11.2016 kl. 14:44
Jóhann, svona eggjahræru snæðir enginn þurrbrjósta. Hún á betra skilið.
Jens Guð, 30.11.2016 kl. 15:40
Má hafa heimalagað rauðvín í staðinn fyrir hvítvínið og egginn úr mínum "dekurhænum"??
Sigurður I B Guðmundsson, 30.11.2016 kl. 16:40
Sigurður I B, þumalputtareglan er sú að rauðvín sé þambað með dökkum mat (dökku kjöti, súkkulaðitertum...) en hvítvín með ljósum mat (hvítu kjöti, fiski...). Ef litrófið er óljóst kemur bjór vel undan vetri. Svo eru það undantekningar. Til að mynda er rauðvín heppilegra með ostum. Svo og heimalagaða rauðvínið þitt með eggjum úr dekurhænum. Eggjarauðan er, jú, töluvert dekkri í eggjum úr dekurhænum. Ég þekki þetta; fæddur og uppalinn innan um hamingjusamar haughænur í útjaðri Hóla í Hjaltadal.
Jens Guð, 30.11.2016 kl. 17:34
Sæll Jens. Gott að fá þessa uppskrift að Íslenskum kerfispólitískum flokkaklíku-hræringi. Spurning hvort við mannskepnurnar séum nægilega vistvænar hugarfars/siðferðis-vitsmunaverur, þegar kemur að reglugerðum falda heimsveldis-banka-valdsins?
Verst hvað það verður vandræðalegt fyrir samtryggingar-svikastjórnsýsluna verslunareinokandi, ef kemur í ljós næstu daga að ekki verði eggjaskortur hjá samtryggingareinokunar-verslunarklíkunum? Skipulögð embættistoppa-árás?
Sum hvít egg eru pínulítil og hálffull af vatni þegar þau hafa verið harðsoðin?
Þess vegna kaupi ég helst brúneggin. En í dag voru þau brúnegg ekki í boði hjá Bónus og Krónunni?
Var frekar þreytt og nennti ekki að fara í fleiri búðir í dag, til að finna egg sem standa undir mínum neytendakröfum, þ.e.a.s. gátu-útskýringunni: FULLT HÚS MATAR.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.11.2016 kl. 18:30
Anna Sigríður, takk fyrir skemmtilegar vangaveltur. Þegar ég var 14 ára þá borðaði ég í fyrsta skipti egg úr verksmiðjubúi. Það var í bandarísku herstöðinni á Miðnesheiði. Þau voru algjörlega bragðlaus í samanburði við eggin úr haughænunum á æskuheimili mínu í útjaðri Hóla í Hjaltadal.
Jens Guð, 1.12.2016 kl. 13:38
Jens minn. Verksmiðjubú eru ekki hátt skrifuð hjá mér. Ég er svona smábúskapar-stuðningskerling. En ég skil og veit vel að slíkur smábúskapur annar ekki eftirspurn nútímans. Og það þurfum við víst öll að reyna að skilja.
Og ekki get ég hugsað mér hagnað af að fara illa með skepnur. Hvorki mannskepnur né aðrar skepnur.
Sköllóttar gamlar hænur eru víst ekki flottari né nytsamari heldur en sköllóttir gamlir og spilltir ráðuneytisstjórnar-karlar.
Er ekki eðlilegt að missa fiðrið þegar aldurinn færist yfir skepnurnar fjölbreytilegu hér á Móður Jarðar tilverunni? Ekki litist mér nú vel á að slátra öllum gömlu og sköllóttu körlunum, vegna skepnuverndunar-reglugerða?
En ég er nú óttalega vitlaus hænuhaus, og hef ekkert vit á hvað er raunverulega rétt né hvað er raunverulega rangt.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.12.2016 kl. 23:12
Anna Sigríður, hænur halda þéttu fiðri alveg fram á síðasta dag. Það er að segja í heilbrigðu umhverfi við heilbrigðar aðstæður.
Jens Guð, 3.12.2016 kl. 09:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.