Aðgát skal höfð

  Á níunda áratugnum voru gjaldeyrishöft við líði á Íslandi.  Eins og stundum áður.  Forstjóri stórs ríkisfyrirtækis náði með "lagni" að komast yfir erlendan gjaldeyri,  töluverða upphæð.  Á núvirði sennilega um 20 - 30 milljónir.  Veruleg hjálp við söfnunina var að karl seldi vörur úr fyrirtækinu undir borði.  Peningurinn fór óskiptur í hans vasa.  

  Eftir krókaleiðum komst hann í samband við íslenskan mann sem gat selt honum hús á Spáni.  Allt svart og sykurlaust.  Ekkert mál.  Húseignin hvergi skráð hérlendis.  

  Áður en gengið var frá kaupunum flaug sölumaðurinn með hann til Spánar í einkaflugvél.  Hann flaug niður að húsinu eins nálægt og við var komist og hringi umhverfis það.  Einnig sýndi hann kaupandanum ljósmyndir af húsinu innan dyra.  

  Þegar heim var komið var gengið frá kaupunum.  Kaupandinn fékk lykla og pappíra á spænsku (sem hann kunni ekki),  afsal, staðfestingu á að húsið væri hans eign.

  Skömmu síðar hélt kaupandinn í sumarfrí til Spánar.  Þá kom í ljós að uppgefið heimilisfang var ekki til.  Hann hafði verið plataður.

  Þungur á brún hélt hann heim á ný.  Hann hafði þegar í stað samband við seljandann.  Þá brá svo við að sá var hortugur.  Hvatti hann til þess að fara með málið til lögreglunnar.  Leggja spilin á borðið.  Upplýsa hvernig hann komst yfir gjaldeyri og hvernig átti að fela hann í fasteign í útlöndum.  

  Það var ekki góður kostur í stöðunni.  Það eina sem hann gat gert var að fara - nafnlaus - með söguna til DV.  Vara aðra við að lenda í því sama.

  Fyrir nokkrum árum hitti ég seljandann.  Hann sagðist hafa verið dáldið að fá sér í glas á þessu tímabili.  Þetta var fyrir daga bjórsins.  Sterkt vín fór illa í hann.  Gerði hann kærulausan og espaði upp í honum hrekkjalóm.

  


mbl.is Lögreglan varar við íbúðasvindli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hefur þetta eitthvað skánað þrátt fyrir bjórinn!!

Sigurður I B Guðmundsson, 4.12.2016 kl. 20:20

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jens minn. Kannski er: "ÓPIÐ", myndlistaða merkið um viðbrögð kúgaðra einstaklinga heimsins. Viðbrögð kúgaðra einstaklinga við siðspillingarinnar óábyrgu regluruglandi óréttlátu dómstólum heimsins?

Fjármálakerfisheimurinn er kominn að margföldum heimshnattanna viðskiptanna ó-ratandi fjölmiðlablekkinga-krossgötunum siðblindu-heimsvega-bankaránskerfisins. Netframkvæmd villuvegaráfandi heimsbankarán.

Sigurður I B Guðmundsson. Bjórinn getur maður búið til í heimahúsum, og ekki seinna vænna að sumir viti og skilji uppruna neytendavörunnar. Ólafur Arnarsson með alla sína neytendaverjandi vegvísandi og óábyrgu visku, með sín bakgarðs-hænsni, er bara týndur og banka-tröllum gefinn?

Hann Ólafur Arnarsson ætti að hafa hagfræðivitsmuni til að vita um mikilvægi þess að Íslands lindartæra vatninu hreina og okur-verslunar-einokunar-ríkis-selda getum við ekki verið án? Bæði með og án gerjunar.

Vatn er heilagara og lífsnauðsynlegra fyrir manneskjur og hænur, heldur en innflutt iðnaðaregg sem framleidd eru með misjafnlega mikið menguðu vatni. Og sjöfalt hreinsaða erlenda úrgangsvatnið kostar þrælanna bankarændra launasvikið strit. Hvort sem vatnið er gerjað eða ógerjað.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.12.2016 kl. 17:04

3 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  já,  að því er ég best veit þá hefur svona svindl með hús á Spáni ekki komið upp eftir að bjórinn var leyfður.

Jens Guð, 7.12.2016 kl. 16:57

4 Smámynd: Jens Guð

Anna Sigríður,  takk fyrir bráðskemmtilegar hugleiðingar.  

Jens Guð, 7.12.2016 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.