Jólaskip

  Sinn er siđur í landi hverju.  Ţađ kemur glöggt í ljós varđandi siđi tengdum sólrisuhátíđinni jólum,  hátíđ ljóss og friđar.  Jólasveinar leika stórt hlutverk ásamt ljósaskreytingum.  Íslendingar búa svo vel ađ eiga ţrettán nafnkennda jólasveina,  svo og ófrýnilega foreldra ţeirra,  Grýlu og Leppalúđa.  Jólakötturinn er á hröđu undanhaldi.  Kannski blessunarlega.  Skepna sem étur börn er óvelkomin.

  Erlendis er jólasveinninn iđulega skilgreindur međ ákveđnum greini.  Hann er einn.  Hann er jólasveinninn.  Oft nýtur hann liđsinni hjálpsamra jólaálfa,  svokallađra nissa.  Ţeir setja til ađ mynda glađning í skóinn.

  Ţađ skrýtna er ađ ţrátt fyrir ađ jólasveinninn í útlandinu sé ađeins einn ţá má engu ađ síđur rekast á fjölda slíkra sveina samankomna á einum stađ.  Ţađ er ruglingslegt.  Eđa hvađ?  Skemmtilegt, jú.  

  Ţannig er ţađ í Fćreyjum.  Einn jólasveinn og margir nissar.  Líka samt margir jólasveinar.  Um og upp undir miđjan desember sigla ljósum prýddir bátar í höfn í ţorpum.  Um borđ eru margir kátir jólasveinar.  Ţeir gleđja börnin međ söng og og leik og nammi.  Ţetta mćttu íslenskir jólasveinar taka upp.

jólaskip    

   


mbl.is Geislaskreytingar fćrast í aukana
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríđur Guđmundsdóttir

Jens minn. Viđ lifum í jólasveinastýrđu, marklausu, og sviknu kerfi, sem rekiđ er á spilavítis-spámanna ólöglegum viđskiptahagnađi marklausra Kauphalla, á svörtum heimsbanka-fjármálakerfis-hagnađi.

Enginn er saklaus í ţessu syndaflóđi.

Og full ţörf á fallegri og andlega vel ţenkjandi og andanna stýrđu syndaflóđsörk, til ađ kćrleiks-upplýsa og bjarga okkur vegvilluráfandi vitleysingum jarđarinnar frá Mammons-syndaflóđi jarđarinnar.

Uppskriftin ađ friđi er fórnfús og kćrleiksheilbrigđur náungakćrleikur.

Mammon er ekki kćrleikans megin viđ réttlćtisins-jöfnunar-talsmanna-línuna svartmarkađskúgandi. Eđa hvađ?

M.b.kv.

Anna Sigríđur Guđmundsdóttir, 8.12.2016 kl. 17:35

2 Smámynd: Anna Sigríđur Guđmundsdóttir

Gleymdi ađ benda á ađ ekki finnum viđ mannlegri né siđmenntađri kćrleiks-samfélag heldur en í Fćreyjum. Ţađ er fólkiđ sem skapar samfélagiđ :)

M.b.kv.

Anna Sigríđur Guđmundsdóttir, 8.12.2016 kl. 17:56

3 identicon

Mannkćrleikur Fćreyinga, hversu mikill sem hann kann ađ virđast, nćr ţó ekki lengra en svo ađ hafi menn einhverja ţá lífsskođun sem ekki samrýmist ţví sem ţeir telja normalt er hann gleymdur. Jenis av rana á sér nefnilega ćriđ mörg skođanasystkin. Og umburđarlyndiđ rennur ekki beinlínis af ţeim í stríđum straumum.

Tobbi (IP-tala skráđ) 9.12.2016 kl. 21:03

4 Smámynd: Jens Guđ

Anna Sigríđur,  Fćreyingar eru almennt góđir.  Hvergi sér mađur glađvćrari og hamingjusamari börn.  Stundum má sjá allt niđur í börn á leikskólaaldri leika sér úti eftir miđnćtti á sumrin.  

Jens Guđ, 10.12.2016 kl. 17:37

5 Smámynd: Jens Guđ

  Tobbi,  á allra síđustu árum hefur orđiđ hröđ ţróun í átt ađ umburđarlyndi í Fćreyjum.  Frá ţví ađ gítarhetjan Rasmus var lamin/n í köku 2006 vegna samkynhneigđar (og svipti sig lífi í kjölfariđ) hefur orđiđ ótrúleg kúvending.  Unga kynslóđin er í dag á svipuđu róli í viđhorfum og Íslendingar.  Fyrir atburđinn mćttu innan viđ tveir tugir í Gleđigöngu í Ţórshöfn.  Eiginlega allir útlendingar (eđa Fćreyingar búsettir erlendis).  Í dag mćta ţúsundir í gönguna.

  Jenis av Rana međ sínar fordómafullu skođanir nýtur vissulega fylgis.  En bara međal eldra fólks.  Miđflokkurinn hans er međ - ađ mig minnir - tvo ţingmenn af 33.  Gríđarmikla athygli vakti í Fćreyjum fyrir nokkrum árum ţegar álfadrottningin Eivör sendi frá sér opinbera yfirlýsingu um ađ hún - sem Fćreyingur - skammađist sín fyrir Jenis av Rana og hans fordómafullu skođanir.    

  Í ţá tvo áratugi sem ég hef veriđ međ annan fótinn í Fćreyjum hef ég ćtíđ flaggađ ţví ađ ég sé í Ásatrúarfélaginu.  Í öllum viđtölum í ţarlendu útvarpi, sjónvarpi og blöđum gćti ég ţess ađ nefna félagsađild mína ţar.  Í og međ vegna ţess ađ ég veit ađ eldri Fćreyingar spyrja mann fljótlega í samtali um afstöđu til trúmála.  Í atvinnuumsóknum er iđulega fyrst spurt um trúfélag atvinnuleitanda.

  Ég hef aldrei orđiđ var viđ neikvćđ viđbrögđ vegna ţessa.  Ţvert á móti.  Ofurkristiđ fólk hefur sótt í ađ hýsa mig - forvitiđ um Ásatrúarfélagiđ.        

Jens Guđ, 10.12.2016 kl. 18:14

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.