15.12.2016 | 12:46
Einn söngvari hefur fallist á að syngja fyrir tilvonandi forseta
Eftir áramót verður ljúflingurinn Dóni Trump settur formlega í embætti forseta Bandaríkja Norður-Ameríku. Löng hefð er fyrir því að við slíkt tilefni sé miklum hátíðarhöldum slegið upp. Að þessu sinni ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur ennfremur í Rússlandi.
Hefðin boðar að hátíðardagskráin samanstandi af leik og söng heitustu og stærstu nafna amerískra tónlistarmanna. Mikill heiður þykir fyrir viðkomandi að vera valinn til þátttöku. Jafnframt reynist hún hafa öflugt auglýsingagildi til langs tíma.
Trump hefur þegar haft samband við marga í hópi skærustu stjarna. Fram til þessa hefur hann farið bónleiður til búðar. - Þrátt fyrir boð um gull og græna skóga. Jafnvel setu í eftirsóttum embættum. Stemmningin er sú sama og þegar hver poppstjarnan á fætur annarri bannaði góðmenninu að spila lög þeirra á kosningafundum.
Örfáir tónlistarmenn könnuðust við að styðja forsetaframboð Trumps. Þeir hugsa sér nú gott til glóðarinnar. Vandamálið er að nöfn þeirra eru ekki af þeirri gráðu sem þörf er á. Kosningateymi Trumps gerir sér grein fyrir því að hljómleikarnir megi ekki samanstanda af þeim. Það væri hræðilega hallærisleg og niðurlægjandi staða.
Ein ljóstýra hefur kviknað. Lærð óperusöngkona, Jackie Evancho, upplýsti í gær að hún hafi þegið boð um að syngja á hljómleikunum. Hún varð þekkt fyrir sex árum vegna þátttöku og góðs gengis í vinsælum raunveruleikaþætti í sjónvarpi, Americas Got Talent. Síðan hefur hún sungið jólalag og eitthvað fleira inn á plötu. Nafn hennar er á mörkum þess að vera nógu öflugt til að standa undir sólóhlutverki á hljómleikunum.
Jackie greindi frá því að hennar hlutverk verði að syngja lag með öðrum lærðum óperusöngvara. Sá heitir Bocelli. Frá honum hefur hinsvegar hvorki heyrst hósti né tíst um það hvort að hann sé tilkippilegur.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Menning og listir, Spil og leikir, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:17 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Þetta minnir mig á....Nú eru jólin búin og jólasveinarnir farni... sigurdurig 8.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Var hann greindur með þunglyndi???????? johanneliasson 8.1.2025
- Furðulegur hundur: Sigurður I B (#7), ég hlakka til. jensgud 7.1.2025
- Furðulegur hundur: Meira á morgun!!!!! sigurdurig 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 33
- Sl. sólarhring: 272
- Sl. viku: 1408
- Frá upphafi: 4118935
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 1081
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 27
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Kannski það endi með því að Ted Nugent og Pútín þurfi að sjá um fjörið fyrir félaga Trump.
"ERU EKKI ALLIR Í STUÐI!?"
"Neeeeiii, eiginlega ekki."
Wilhelm Emilsson, 15.12.2016 kl. 14:25
Wilhelm, Ted er einn af þeim sem sækir stíft í að troða upp í hátíðarhöldunum. Hann þykir ekki góður pappír. Þegar hann fékk herkvaðningu á sjöunda áratugnum hææti hann að þrífa sig. Gerði í buxurnar og mætti í innritun klepraður allt að 2ja vikna úrgangi. Eins og stefnt var þá úrskurðaði herinn hann ótækan. Það þykir ekki til fyrirmyndar hjá reppum.
Ég veit ekki hvort að ég er að rugla honum saman við einhvern annan er mig rámar í að hann hafi ættleitt barnunga stúlku frá Hawai sem hann gerði að barnsmóðir.
Jens Guð, 15.12.2016 kl. 19:14
Sæll Jens minn. Nú ætla ég að biðja þig einlæglega og innilega um að fyrirgefa mér, og leyfa því að birtast sem ég skrifa hér, sem er langt utan við ramma þessa pistlaumfjöllunar.
Árið 1997 fæddist yngsti drengurinn minn. Ég bjó ekki með föðurnum, þegar hann fæddist. En faðir og sonur kynntust og tengdust vel. Og það skorti ekki kærleika milli föður og sonar.
18. október á þessu hausti fékk sonur minn þá sorgarfrétt frá systur sinni í Finnlandi, að pabbi þeirra, sem er/var Finnskur, væri dáinn.
Hvorki systir sonar míns, né nokkur annar náinna ættingja hefur víst fengið að vita dánarorsökina né fengið að sjá líkið. Það er aukaálag á sorgina hjá okkur öllum.
Í dag fór 19 ára sonur minn til Finnlands. Og meiningin er að halda minningarstund um föður sonar míns um jólin, heima hjá ömmu hans í Finnlandi. En enginn hefur ennþá fengið að vita hvers vegna hann dó, né fengið að sjá líkið af honum.
Tárin duga víst skammt, til að leysa úr svona flóknum sorgarferlum.
Einhver góður og tólistarnærandi, eins og til dæmis kæra Eyvör Færeyska, gæti sungið huggandi kærleikans stuðningssöng til ættingja og vina. Sem betur fer er Eyvör og fleira hjartanærandi tónlistarfólk aðgengilegt á youtúbinu.
Ættingjar hafa ekki enn fengið að vita fyrir víst um staðsetningu líkamsleifa föður sonar míns í Finnlandi. Og ekkert vita ættingjarnir um dánarorsök, samkvæmt síðustu fréttum frá syni mínum, sem nú er kominn til systur sinnar í Finnlandi.
Óvissan er verst af öllu vondu í þessu sorgarferli.
Takk kærlega fyrir mig á síðunni þinni Jens minn. Það er víst ekki út af engu sem þú ert kallaður Jens Guð, því þú ert hálfgerður blogg-Guð.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.12.2016 kl. 23:50
Anna Sigríður, þessi síða stendur þér alltaf opin.
Jens Guð, 16.12.2016 kl. 04:34
Takk fyrir svarið, Jens. Ted Nugent er ekki geðþekkur maður.
Wilhelm Emilsson, 16.12.2016 kl. 07:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.