Vandræðaleg staða

  Gallinn við marga fanga er að þeir hafa ekki sómakennd.  Fyrir bragðið eru þeir kallaðir harðsvíraðir.  Það er enginn sómi að því.  Víða erlendis klæðast fangar sérstökum fangaklæðnaði.  Því fylgja margir kostir.  Það dregur úr stéttaskiptingu innan fangahópsins.  Banksterinn er í samskonar búningi og samlokuþjófur.  Fangabúningurinn dregur úr möguleikum fangans að flýja úr fangelsinu.  Jafnframt dregur það úr möguleikum strokufanga að leynast á meðal almennings.  Almenningur ber þegar í stað kennsl á að strokufangi sé á ferð og framkvæmir snöfurlega borgaralega handtöku.

  Hérlendis fá fangar að sperra sig í sínum fínustu fötum.  Það er óheppilegt.  Sést best í Fangavaktinni þar sem Georg Bjarnfreðarson er snöggur að koma sér upp samskonar klæðnaði og fangaverðir.

  Í Bretlandi eru fangar í samræmdum fangaklæðum.  Vandamálið er að þau eru í stöðluðum stærðum. Þær hafa ekkert breyst í áratuganna rás.  Öfugt við holdafar Breta.  Breskir glæpamenn hafa stækkað á þverveginn jafnt og þétt það sem af er þessari öld.  Sér þar hvergi fyrir enda á.  

  Óánægður fangi í góðri yfirvigt lýsir því sem refsiauka að þurfa að vera í of litlum fangafötum.  Einkum er lítill sómi að þegar fötin koma úr þvotti.  Þá eru þau þrengri en eftir nokkurra vikna notkun.  Buxur komast rétt upp á miðjar rasskinnar.  Þær eru svo þröngar að göngulag verður eins og hjá stirðbusalegasta spýtukalli.  

  Ennþá verra er að skyrtan nær ekki yfir útstandandi ístruna.  Hún nær með herkjum að hylja efri hluta búksins niður að maga.  Hann stendur nakinn eins og risabolti út í loftið.

  Að sögn fangans er þetta svo niðurlægjandi að menn í hans stöðu bjóða sér ekki upp á að taka á móti gestum í heimsóknartíma á meðan fötin eru þrengst. Nóg er að þurfa að þola háðsglósur annarra fanga.  Jafnvel siðblindustu glæpamenn hafa sómakennd þegar snýr að fatnaði.  Þeir vilja meina að þarna séu mannréttindi þeirra fótum troðin.  Það er ekki til sóma.    

  


mbl.is „Hvar var sómakennd ykkar?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þarna gæti "HENSON" komið sterkur inn og hvert land hefði sína litarendur. Ekki spurning!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 7.1.2017 kl. 22:13

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jens minn. Það verður líklega algjört röndótt tískufata jafnrétti í fangelsinu á Hólmsheiði, þegar ég verð sett í skuldafangelsi. Pétur Gunnlaugsson á Útvarpi Sögu verður svo líklega settur í álíka röndótt hatursorðræðufangelsi, og Jón Valur Jensson fær víst svipaða röndótta fangelsis hegningargreiningar-innlögn og Pétur Gunnlaugsson.

Það var tími til kominn að opna fangelsi á Hólmsheiðinni, til að taka á svona mikilvægum þjóðþrifamála-vandamálum Íslandsins:)

Það væri nú samt nær vitrænu gagni að leggja okkur öll inná betrunarheilsustofnunina í Hveragerði, því þá hefðu betrunarinnlagningarnar kannski einstaklings og samfélags-bætandi tilgang?

Það verður víst greinilega hver og einn að bera sinn bankaræningjastýrða syndakross. Verst ef maður versnar kannski við krossferðina í fangelsið?

Það myndi líklega mörgum heilbrigt hugsandi lögmönnum og restinni af skoðanafrjálsum og tjáningarfrjálsum ríkisskattgreiðandi einstaklingum Íslands, finnast það algjör sóun á ríkisfjármagni skattpíndra lítilla fyrirtækja og láglaunaþræla, að loka fólk inni á versnunar-fangelsi, fyrir að vera vondur?

Ég hef víst ekkert vit á hver tilgangur fangelsa og lögbrjótandi banka/skattpíninga-valdníðslu er í raun. Vitið mitt er ekki meir en almættið hefur skaffað mér. En það er víst engin afsökun fyrir aumingjagangi og skilningsleysi mínu á versnunar-fangelsum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.1.2017 kl. 23:05

3 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  góð ábending og markaðstækifæri fyrir Henson!

Jens Guð, 7.1.2017 kl. 23:21

4 Smámynd: Jens Guð

Anns Sigríður,  ég elska "kommentin" þín.  Þú vekur til umhugsunar um margt og varpar fersku ljósi/sýn á hlutina.  

Jens Guð, 7.1.2017 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband