Hræðileg mistök

  Vegir guðanna eru órannsakanlegir.  Ætlun er ekki alltaf ljós í fljótu bragði.  Stundum eru farnar krókaleiðir til að koma skilaboðum á framfæri.  Það henti í kaþólskri kirkju í Kolombo á Sri Lanka í aðdraganda jóla í fyrra.  Til fjáröflunar - og til að mæta bænaþörf safnaðarins - var ákveðið að láta prenta innblásna Maríubæn,  móður Jesú til heiðurs.  Fundinn var fínasti pappír og frágangurinn hafður sem glæsilegastur.

  Salan hlaut fljúgandi start.  Mörg hundruð eintök seldust á einum degi.  Daginn eftir uppgötvaðist að textinn var ekki Maríubæn heldur kjaftfor dægurlagatexti eftir bandarískan rappara,  2bac Shakur.  Sá var myrtur fyrir tveimur áratugum.  Eins og gengur.  Textinn fjallar um ofbeldi, klám og eiturlyf.      

  Talsmaður kaþólikka á Sri Lanka segir að um mannleg mistök sé að ræða.  Klúður í prentsmiðjunni.  

  Ekki tókst að prenta réttan texta áður en jólin gengu í garð.  Kaupendum var hinsvegar boðin endurgreiðsla.  Fáir þáðu hana.  Flestir höfðu tekið ástfóstri við rapptextann.  Kröftugri bæn höfðu þeir ekki kynnst og þuldu hana daglega yfir alla jólahátíðina.  Stundum tvisvar á dag.  

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Kannski var María fyrsti pönkarinn!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 10.1.2017 kl. 12:28

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jens. Já, vegir Guðanna eru svo sannarlega órannsakanlegir. Maríu-pönkaður áróður páfaherþjálfunar-mútaðra?

Páfaklerkanna herveldið virðist bara orðið Kaþólskara heldur en sjálfur Páfinn? Þeir beita jafnvel fyrir sig fátækum varnarlausum pönkara frá Sri Lanka, og pönkaranum Maríu Guðsmóður.

Ætli sé ekki best að biðja anda pönkarans Maríu Guðsmóður og alla aðra góða og mikla anda og vættir um að hjálpa öllum vegavilltum, sviknum, mútuðum og blekktum sálum? Einlægar bænir um hjálp fyrir villuráfandi hafa sannanlega aldrei skaðað neinn.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.1.2017 kl. 12:58

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jæja Jens minn. Smá frekjupistill en ekki viðeigandi "komment" á síðunni þinni frá mér, og takk fyrir að birta mitt eigið ábyrga bull:)

Nú er víst búið að opinbera einhverja undarlega söguflækjurugls-framleidda Pönkara-ríkisstjórn á Íslandi?

Pönkarinn María guðsmóðir tekur við stjórninni í gengnum tólistarmanninn Óttar Proppe? Kannski ekki sem verst:)

Nú reynir á réttláta gagnrýni-aðhaldshjálpar-stjórnun almennings á Íslandi. Kosningafrelsi lýðræðisríkja fylgir sú ábyrgð kosningabærra einstaklinga, að fylgja eftir réttlætanlegri samfélagsfjöldans gagnrýnandi fjölmiðla-umræðu.

Enginn getur gert neitt gagn fyrir almenning, ef sá almenningur stendur ekki og fellur með gagnrýni-réttlætanlegum verkum og málefnum þeirra sem hafa umboðið.

Kosningafrelsi er víst ekki án ábyrgðar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.1.2017 kl. 16:56

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  pottþétt.  Gælunafnið Mæja "pönk" hljómar kunnuglegt.

Jens Guð, 11.1.2017 kl. 10:03

5 Smámynd: Jens Guð

Anna Sigríður,  takk fyrir áhugaverðar hugleiðingar.

Jens Guð, 11.1.2017 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.