Humarfrelsarinn

 

  Ég veit ekki margt um grænmetisætur (vegan/vegaterian).  Þó veit ég að sumar þeirra borða dýraafurðir eins og egg og mjólkurvörur.  Aðrar borða fisk.  Vita fátt betra en harðfisk með smjöri.  Svo eru það þær sem sniðganga vandlega allt sem tengist dýrum.  Í þeirra tilveru er ekkert leður,  ekkert silki,  engin ull.

  Ástæðan fyrir þessu getur verið margvísleg.  Ein er takmarkalaus samúð með öllum lifandi verum.  Öll dýr eigi rétt á að vera frjáls og ótrufluð af manna völdum.  Það er falleg og göfug hugsjón.

  Ung færeysk kona,  Sigrið Guðjónsson,  er í þessum hópi.  Eins og nafnið gefur til kynna þá á hún ættir að rekja til Íslands.  Að vísu dálítið langt aftur í ættir.  Mig minnir að langamma hennar hafi verið íslensk.

  Á dögunum átti Sigrið erindi í færeysku Kringluna,  SMS,  í Þórshöfn.  Í versluninni Miklagarði sá hún lifandi humra í fiskborðinu.  Hún fékk sting í hjartað,  vitandi að humar er matreiddur þannig að honum er stungið lifandi ofan í pott.  Hún gat ekki hugsað sér þessi kvalarfullu örlög humranna.  Þeir mændu á hana í örvæntingu.  

  Það var ekki um annað að ræða en draga upp seðlaveskið.  Hún keypti alla humrana,  á þriðja tug.  Þar með fauk sparipeningurinn.  Það skipti minna máli en örlög humranna.  Hún fékk aðstoð við að drösla þeim niður að höfn.  Það er töluverður spotti þangað frá SMS.  Þar sleppti hún þeim í sjóinn.  Horfði hamingjusöm á eftir þeim fagna frelsinu.  

humarfrelsarinn  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég tel mig í hópi grasæta, t.d. first étur beljan eða rollan grasið og svo ét ég beljuna og rolluna.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 15.1.2017 kl. 18:46

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Og nú eru þeir til sölu í Fiskbúðinni Hafberg Gnoðarvog 44 í Reykjavík!!

Sigurður I B Guðmundsson, 15.1.2017 kl. 20:11

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jens. Hvað ætli pels/leður/ullar-klæddir ferðamenn/búsetar á Íslandi borði í Janúar árið 2017?

Norðurljós?

Maður lifir víst ekki á Guðsorku-ljósinu einu saman, hér á jörðinni? Sagt er að allt sé gott í hófi?

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.1.2017 kl. 20:40

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gleymdi að taka fram þá skoðun mína, að ekki ætti siðmenntað heilbrigt hugsandi fólk að setja lifandi skepnu í sjóðandi heitt vatn.

Veit ekki hvort skepnan deyr samstundis, og þess vegna kannski: fáfræði mín orsakar fordóma mína.

Þöggun á opinberum upplýsingum/umræðum mis-fáfróðra, eykur fáfræði, spillingu og fordóma.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.1.2017 kl. 20:59

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ætla rétt að vona að pelsinn sem Sigrid klæðist á myndinni, við frelsun humranna, sé unninn úr einhverju "unvegiterian" ;-)

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 15.1.2017 kl. 23:05

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Auðvitað vorkennir fólk dýrunum sem illa er farið, en svona er lífið.  Þó man ég eftir að hafa bjargað aborra úr eldhúsvaski mömmu vinkonu minnar sænskrar.  En þar kaupir maður fiskinn lifandi og geymir hann í eldhúsvaskinum þangað til hann er matreiddur.  Þarna lá þessi elska í eldhúsvaskinum og var eitthvað svo aumur, þannig að ég fékk að taka hann og fara með niður að sjó og sleppa þar.  Að vísu var gert grín að mér, en samt fékk ég að sturta matnum beint í sjóinn.  kiss Þá var ég bara 17 ára og þetta var í Svíþjóð og margt vatn runnið til sjávar síðan. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.1.2017 kl. 00:51

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áshildur mín. Ég þroskast víst seint upp úr því að vera staðnaður 17 ára unglingur, og í að verða virðuleg fullorðin ég, með allar mínar misþroska þrjóskunnar meiningar um hitt og þetta. Það skilja allir sem fylgst hafa með mér í dálítinn tíma, og sérstaklega þeir sem hafa þekkt mig frá upphafi, (ca í tæp 60 ár).

Það er ekkert að því að selja lifandi fisk, ef honum er slátrað á þann hátt að dýrið kveljist ekki. Veit ekki hvort humardýr drepst samstundis ef það er sett í sjóðandi vatn? Það er spurningin í mínum huga, en ekki hvort dýrið er selt lifandi eða dautt.

Dýraeftirlits/verndunar-samtök ættu helst að einbeita sér að því sem skiptir máli í kvalarlausri og lyfjalausri meðferð nytjadýra, og svo að kvalarlausum aftökuaðferðum á dýrum.

Umræða um þessi dýraverndunar-deilumál er svo sannarlega á algjörum útúrsnúninga-slóðum áróðursaflandi óupplýstra yrkjandi kerfisnytjunga. Ekki geta allir lifað einungis á viðurkenndu hollustunnar grasi, og það er raunverulega satt, sama hvað grasreykingarar og graseinhæfis-fæðungar segja og meina. (Meir um það seinna í öðru "kommenti":)

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.1.2017 kl. 02:39

8 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  rollan og beljan eru skemmtilegir og bragðgóðir milliliðir fyrir grænmetisætur.  Grasið frá haga í maga. 

Jens Guð, 16.1.2017 kl. 20:13

9 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  ég vissi að örlög humranna væru of góð til að vara til frambúðar.  

Jens Guð, 16.1.2017 kl. 20:14

10 Smámynd: Jens Guð

Anna Sigríður (#3),  ferðamaðurinn smakkar kæstan hákarl, svið og hangikjöt.  En hann kann ekki nógu vel að meta góðgætið til að lifa á því.   

Jens Guð, 16.1.2017 kl. 20:16

11 Smámynd: Jens Guð

Halldór, ég geng út frá því sem vísu.

Jens Guð, 17.1.2017 kl. 17:25

12 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil,  takk fyrir skemmtilega sögu.  

Jens Guð, 17.1.2017 kl. 17:28

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Humar getur lifað töluvert eftir að hann kemur upp úr sjó, svo er hann hafður í búri þangað til einhver velur hann í matinn. Glætan að ég geti gert það.  Sammála Önnu Sigríði þetta vegan tal er komið langt út fyrir allt velsæmi.  Maðurinn er jú alæta. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.1.2017 kl. 22:00

14 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil,  ég er sammála því að mannfólkið sé alæta.  Af misjöfnu þrífast börnin best.  Sitt lítið af hinu og þessu í matinn.  Í gegnum aldir hefur líkaminn kallað á tiltekin efni. Bara svo eitt dæmi sé nefnt:  Í sólarleysi á norðurslóðum hafa Íslendingar sótt stíft í lýsi.  Það er vörn gegn beinkröm, beinþynningu og þess háttar.  D-vítamínið í lýsinu virkjar upptöku beina á kalki.

  Humarinn lifir í einhvern tíma í heitu vatni.  Hann spriklar og reynir að komast upp úr pottinum.  Vandamðálið hans er að klær hans eru límdar saman.  

Jens Guð, 18.1.2017 kl. 17:50

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já allt er best í hófi.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2017 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.