Glæsileg ljóðabók

  Á dögunum áskotnaðist mér ljóðabókin Safnljóð.  Undirtitill er 2006-2016.  Höfundur er Skagfirðingurinn Gísli Þór Ólafsson.  Ég þekki betur til hans sem tónlistamannsins Gillons.  Ég á tvær flottar af fjórum sólóplötum hans.  Gísli Þór er sömuleiðis liðsmaður blússveitarinnar ágætu Contalgen Funeral frá Sauðárkróki.

 Eins og nafn bókarinnar upplýsir undanbragðalaust þá hefur hún að geyma úrval ljóða eftir Gísla Þór.  Þau eru úr fimm ljóðabókum hans og af plötunum.

  Ljóðin eru óbundin og óhefðbundin.  Engir stuðlar eða höfuðstafir né rím.  En góður möguleiki er á að greina hljómfall í sumum þeirra.

  Það er ferskur tónn í ljóðunum.  Frumleg hugsun og kímni.  Það er gaman að lesa ljóðin aftur og aftur.  Sum vaxa við endurlestur. Önnur eru alltaf jafn mögnuð.  Til að mynda eitt sem heitir "Haukur Ingvarsson":

 Hver er þarna að fikta í kaffivélinni?

er það ekki KK

sem er að fikta í kaffivélinni?  

  Annað og töluvert öðruvísi er "Ást á suðurpólnum":

  Hve oft

ætli mörgæsir

hafi séð þig

sveitta ofan á mér

er við nutum ásta

á suðurpólnum

í engu nema vettlingum

  Bókin inniheldur - auk ljóðanna - fróðleik um feril Gísla Þórs.  Ég hvet ljóðelska til að kynna sér hana.  Hún er virkilega ágæt, flott og skemmtileg.  Fátt nærir andann betur en lestur góðra ljóða.    

safnljóð   

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband