Þannig kemst þú hjá því að kvefast

  Um þessar mundir herja allskonar kvefpestir og flensur á landsmenn.  Það er eðlilegt á þessum árstíma.  Langt er síðan sól hefur verið hátt á lofti.  Sólarljósið er hollt,  styrkir varnarkerfi líkamans og bætir andlega líðan.  

  Ásamt sólarleysi herja kuldakaflar á okkur.  Rok, snjór og kuldi eru vinir kvefveirunnar.

  Til eru einfaldar aðferðir sem draga mjög úr líkum á að kvefast.  Ein er sú að skottast í byggingavöruverslun og kaupa svokallaðar rykgrímur.  Þær eru ódýrar og þægilegar.  Bara smella þeim yfir vitin.  Kvefveiran kemst þá ekki að þeim.

  Önnur aðferð er að vera með gúmmíhanska á höndum utan heimilis.  Kvefveiran bíður á bak við hurð, sem og á hurðarhúnum og stigahandriðum.  Hún hefur hæfileika til að koma sér fyrir á húðinni og sæta lagi við að berast þaðan í munn eða nef.  

  Með þessum aðgerðum má draga úr líkum á að kvefast upp að 95%.

  Hitt er annað mál að flestir hafa gott af því að kvefast af og til.  Kvefið ertir varnarkerfi líkamans.  Það fær góða leikfimi og stendur sterkar á eftir.  Kvefið losar líkamann einnig við streitu. Í kjölfar góðrar kvefpestar er lundin létt í langan tíma á eftir.

rykgríma 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband