Uppátæki aðgerðarsinna stokkar upp í kerfinu

  Um miðjan þennan mánuð skýrði ég undanbragðalaust frá athyglisverðu uppátæki ungrar færeyskrar grænmetisætu (vegaterían),  Sigriðar Guðjónsson.  Henni varð um og ó er á vegi hennar urðu lifandi humrar í fiskborði stórmarkaðarins Miklagarðs í færeysku Kringlunni,  SMS í Þórshöfn.  Hún gerði sér lítið fyrir:  Keypti alla humrana,  burðaðist með þá niður að höfn og sleppti þeim út í sjó.   

  Um þetta má lesa H É R 

  Sagan endar ekki þarna.  Nú hefur Heilbrigðisstofnun Færeyja gripið í taumana.  Héðan í frá er verslunum eins og Miklagarði stranglega bannað að selja lifandi humar.  Ástæðan er sú að humarinn er að stórum hluta innfluttur.  Heilbrigðisstofnunin óttast að Sigrið muni endurtaka leikinn ef hún á aftur leið um Miklagarð.  Sölubanninu er ætlað að hindra að kynblöndun færeyska humarstofnsins og allrahanda útlenskra humra með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.  

  Veitingastöðum er áfram heimilt að kaupa lifandi humar en mega einungis selja hann steindauðan.

sigriðhummari   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þetta vita þeir í Hafberg Fiskbúð Gnoðarvogi og selja þess vegna   eingöngu frosinn humar!!

Sigurður I B Guðmundsson, 27.1.2017 kl. 12:08

2 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  þetta eru fagmenn.

Jens Guð, 29.1.2017 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband