Svoooo einfalt og ódýrt að komast hjá áfengisböli

  Gríðarmikil hræðsla er við breytingar á smásölu áfengra drykkja - sem og að aflétt verði bláu banni við auglýsingum um þessa sömu vöru.  Hræddastir allra eru þeir sem neyta ekki áfengra drykkja.  Þeir eru á móti því að aðrir drekki þessa drykki.  Mjög svo.  Rök þeirra gegn frjálsræði í sölu áfengis eru þau helst að þá muni verð á bjór og léttvíni snarhækka.  Jafnframt muni úrval minnka.  Svo svakalega að drykkjuboltar geti einungis valið um bragðvonda Bónus-bjóra og Krónu-bjóra.  

  Til eru þeir sem óttast að vegna þessa - hærra verðs og minna úrvals - muni vesalingar missa stjórn á sér í matvöruverslunum.  Þeir flækist ringlaðir inn í búð til að kaupa sígarettur, neftóbak og sykur.  Skyndilega komi þeir auga á bjór og geggjast.  Gleyma stund og stað og eyða öllum sínum aurum í fulla innkaupakerru af bjór.  Hann þambi þeir af áfergju uns heimilið er í rúst.  Þá snúi þeir sér að heróíni og metamfetamíni.  Þaðan liggi leið rakleiðis í rándýra afvötnun á Vogi.  Eða á geðdeild.

  Raunveruleikinn er sá að allt afvötnunardæmið er aðeins pólitík og bisness.  Með einfaldri og ódýrri aðferð má eyða allri löngun í vímuefni á örfáum mínútum - hafi einhver - einhverra hluta vegna - áhuga á því.  Þetta er gert með dáleiðslu.  Minnsta mál í heimi.  Ég hef heyrt viðtöl við fólk sem kann dáleiðslu. 


mbl.is „Í guðanna bænum gerið það ekki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég man ekki betur en að núverandi forseti Alþingis, Steingrímur J Sigfússon hafi barist manna harðast gegn leyfi á bjórsolu hér.

Stefán (IP-tala skráð) 4.2.2017 kl. 12:11

2 Smámynd: Már Elíson

Hann var bara fullur þá....

Már Elíson, 4.2.2017 kl. 13:41

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jens. Vonandi muna forræðis-pólitíkusar eftir því að banna sykur, ger, bygg, ber, og íslenskt vatn, svo það sé alveg öruggt að enginn taki nú uppá þeim glæp að brugga áfengi heima hjá sér. Var það ekki berjavín sem Emil í Kattholti ruglaðist á og hélt að væri óáfeng saft?

Það er flókið og gagnlaust að hafa foræðisvit fyrir fullorðnu og sjálfráða fólki.

Það heyrist ekki mikið um áhyggjur af svartamarkaðs-e-töflunum? Undarlegt kæruleysi það, hjá forræðishyggjufólkinu?

Annars væri líklega best að banna bara áfengi, fyrst það er ekki "leyft" á Íslandi? Eða þannig. Mér er sama meðan ekki verður bannað að selja fólki lífsnauðsynlegan mat.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.2.2017 kl. 16:42

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  og berst enn á hæl og hnakka gegn öllu kæruleysi í sölu áfengis.  

Jens Guð, 4.2.2017 kl. 18:12

5 Smámynd: Jens Guð

Már,  og er ennþá fullur.

Jens Guð, 4.2.2017 kl. 18:13

6 Smámynd: Jens Guð

Anna Sigríður,  þetta er allt hið flóknasta mál.  Mikill áhugi er hjá mörgum þingmönnum að endurvekja sykurskatt.  Þó að hann hafi engu breytt um neysluvenjur Íslendinga.  Hvorki er hann var settur á né þegar hann var afnuminn.  

  Lang stærsti markaður með vímuefni á Íslandi snýr að sölu á læknadópi.  Annarsvegar er helsta tekjulind sumra lækna að ávísa læknadópi.  Hinsvegar er það endursala svokkallaðra greindra með ofvirkni og thyglisbrest á rítalíni.  

Jens Guð, 4.2.2017 kl. 18:22

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Manstu eftir því þegar við vorum ungir Jens. Það var nú ekki svoooo einfalt þá.

Jósef Smári Ásmundsson, 4.2.2017 kl. 18:23

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jens. Það bitnar á þeim sem eru með vandaða greiningu, þegar sumir komast upp meða að selja lyf sem eru nauðsynleg á svörtum markaði.

Sá sem virkilega þarf þessi athygli/ofvirknilyf, selur þau lyf ekki á svörtum markaði, og misnotar þau ekki. Það selur enginn lyf, sem eru nauðsynleg til að virka.

Því miður eru allir látnir líða fyrir svik sumra, án nothæfs og löglega nauðsynlegs og heiðarlegs lyfjaeftirlits.

Það er engin verkferlafær leið að láta rannsaka hvort lyf sem seld eru á Íslandi séu það sem þau eru sögð vera. Það er svo alvarlegt mál, að það er engin leið að verja slíka lyfjaeftirlitsvanrækslu, ef grunur er um fölsuð lyf í sölu.

Þetta er nú það nýjasta sem sýnir öryggis-eftirlitsábyrgðarleysi á lyfjasölu, hér á eftirlitssvindlandi Íslandi.

Fordómar og fáfræði gagnvart þeim sem raunverulega þurfa lyfin mega ekki ráða einhliða umræðunni, meðan svindlarar komast upp með eftirlitslaust innihalds-eftirlit með lyfjasölu-innihaldsefnum á Íslandi.

Það er mjög alvarlegt þegar opinberlega skylduskattrekið kerfi er án ábyrgðar innlendra eftirlitsstofnana og vandaðra greininga.

Saklausir svíða fyrir fáfræði og fordómavanrækslu heilbrigðiskerfisins á andlegum/líkamlegum samverkandi veikindum, og vegna nauðsynlegra lyfja sem þeir þurfa. Á meðan svindlarar eru eftirlitslausir af lyfjaeftirlits-virkni/sölu með lyfjum, sem eru réttilega og leyfilega til sölu í apótekunum?

Allt er læknadóp, sem kallað er dóp. Lækningarnar geta verið á ýmsum sviðum, og á ýmsum smáskömmtunarfræðum byggðar.

Bara mismunandi hvar lög/réttindi og opinberlega ábyrg greiningar/lækninga-staðfesting er stödd í löglegu/ólöglegu, ruglandi, einokandi, óvönduðu og pólitísku embættiskerfinu gloppótta.

Valdatoppastjórnir ríkisembætta, lögmanna, dómsstóla og stofnana eru ekki undanþegnir lögum og ábyrgð, sem almenningur er skikkaður/dæmdur til að fara eftir.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.2.2017 kl. 13:54

9 Smámynd: Jens Guð

Jósef Smári,  ég man ekki eftir neinum vandamálum með áfengi á okkar unglingsárum.  Ég náði að stela flösku af þessum heilsudrykk frá einum af okkar ágæta kennara í Steinstaðaskóla.  

Jens Guð, 5.2.2017 kl. 20:00

10 Smámynd: Jens Guð

Anna Sigríður,  alltaf kemur þú með kærkomna og áhugaverða hugleiðingu.  Bestu þakkir fyrir innleggið.  

Jens Guð, 5.2.2017 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband