7.2.2017 | 20:35
Alþjóðlegi Clash-dagurinn
Pönkið varð til í Bandaríkjum Norður-Ameríku um miðjan áttunda áratuginn. Ekki sem tónlistarstíll heldur afstaða og uppreisn gegn svokölluðu prog-rokki. 1976 bætti breska hljómsveitin Sex Pistols um betur og formaði pönkið sem tónlistarstíl; pönkrokk. Eldsnöggt skutust upp undir hlið Sex Pistols lærisveinar í bresku hljómsveitinni The Clash.
The Clash dvaldi ekki lengi við pönkrokkið heldur fór út um víðan völl. Þróaði pönkið yfir í fjölbreytta nýbylgju. Forsprakkarnir, Sex Pistols, sendu aðeins frá sér eina alvöru plötu. The Clash dældu plötum inn á markaðinn. Fengu snemma viðurnefnið "Eina bandið sem skiptir máli." (The only band that matter).
The Clash náði ofurvinsældum í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Það varð banabiti. Annar tveggja framvarða, söngvarinn Joe Strummer, átti erfitt með að höndla það dæmi. Það var ekki hans bjórdós. Hinn forsprakkinn, gítarleikarinn og lagahöfundurinn Mick Jones, var hinsvegar áhugasamur um að gera enn frekar út á vinsældalista. Þar með sprakk hljómsveitin í loft upp.
Í Bandaríkjunum - og um heim allan - er árlegur Clash-dagur haldinn hátíðlegur 7. febrúar. Þá spila útvarpsstöðvar einungis Clash-lög frá morgni til klukkan 18.00. Fjöldi bandarískra borga hefur gert 7. febrúar, Clash-daginn, að formlegum hátíðardegi. Þær eru: Austin í Texas, Seattle, San Francisco, Kent, Van Couver, Washington DC, Tucson, Ithaca, svo og og enska borgin Bridgwater. Kannski slæst Reykjavík í hópinn á næsta ári. Eða Garðabær.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Menning og listir, Útvarp | Breytt 8.2.2017 kl. 05:26 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 1026
- Frá upphafi: 4111551
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 862
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Aðeins fyrsta plata The Clash getur að mínu viti flokkast undir punk. Plata númer tvö er hardrokk, enda unnin með upptökustjóra bandarísku rokkbandsins Blue Öyster Cult. The Clash þróuðust mjög hratt frá punkinu og urðu leiðandi afl í nýbylgjurokkinu breska. London Calling er meistaraverk og það hefði Sandinista! orðið líka ef þeir hefðu ekki asnast til að hafa þá plötu þrefalda, sem sé að einum þriðja hluta uppfyllingarfni. Joe Strummer réð ekki við að gera góða músík einn eftir að hann rak Mick Jones úr bandinu, eins og heyrist augljóslega á lokaplötunni lélegu Cut the Crap. Lög eins og White Riot, Tommy Gun, London Calling, The Guns of Brixton, Train in Vain, Police On my Back, Should i Stey or Should I Go og Rock the Casba eru dæmi um nokkur frábær Clash.
Stefán (IP-tala skráð) 7.2.2017 kl. 21:18
Kann ekkert á þetta pönk og held að ég haldi mig bara við Creedence Clerwater Revival!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 7.2.2017 kl. 22:30
Sjálfsagt var London Calling meistaraverk en Sandinista var þó mitt uppáhald. Hún hefði mátt vera fjórföld mín vegna.
Emil Hannes Valgeirsson, 8.2.2017 kl. 00:19
Var náttúrulega frábær hljómsveit.
Á eftirfarandi bandi sést alveg að Utangarðsmenn hafa verið undir sterkum áhrifum. Bara lúkkið líka ásamt tónlistinni og attitjúdinu er sláandi líkt Utangarðsmönnum. Allt settöppið líkt, meir að segja trommuleikarinn. Svo er það sándið náttúrulega. Þetta sánd lagði línuna á þessum árum.
Lagið þarna er meir að segka líkt Blóðið er rautt lagi Utangarðsmanna.
Sprengjur munu fljúga, hljóðmúrinn kljúfa o.s.frv. Sláandi líkt, finnst mér. (Og ég er ekkert að segja þetta til að kasta rýrð á Utangarðsmenn heldur aðeins að benda á að þeir áttu fyrirmyndir.)
https://www.youtube.com/watch?v=WGiIWIrwWuM
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.2.2017 kl. 11:47
Stefán, ég er að mestu sammála skilgreiningu þinni. Joe Strummer gerði ljómandi góðar plötur eftir daga Clash. Misgóðar að vísu. En til að mynda "Streetcore" er virkilega góð.
Hitt er rétt að "Cut the Crap" er eina lélega plata Clash. Lagasmíðarnar eru ekki slæmar. Útsetningarnar eru klúður. Þar er ekki við Strummer að sakast. Hann vann plötuna sem hráa rokkplötu. Klúður hans var að fylgjast ekki með hljóðblöndu og frágangi. Eina lagið sem hann heyrði fullklárað var "This is England". Hann var ánægður með það.
Eftir að Strummer yfirgaf stúdíóið tók umboðsmaðurinn Bernie Rhodes til hendinni. Hann fokkaði upp útsetningunum. Tölvuvæddi hljóðfæraleikinn, hlóð trommuheila ofan í lögin, sem og fjöldasöng og allskonar. Út á þetta skráði hann sig sem meðhöfund allra laganna.
Ekki nóg með það. Hann skipti líka um nafn á plötunni án þess að spyrja kóng né prest. Hún átti að heita "Out of Control".
Strummer fékk áfall þegar hann heyrði útkomuna. Allar götur síðar er platan nánast ekki viðurkennd sem Clash-plata.
Jens Guð, 8.2.2017 kl. 12:01
Sigurður I B, þú ert vel settur með CCR. Mér segir svo hugur að þú hefðir samt gaman af "London Calling" plötunni.
Jens Guð, 8.2.2017 kl. 12:02
Emil Hannes, það er margur gullmolinn á "Sandinista". Ég rak plötubúð þegar menn voru að kaupa þennan pakka. Það var athyglisvert að flestallir hlustuðu eins á hann: Hlustuðu fyrst á hlið A í nokkra daga þangað til hún var að fullu móttekin. Þá var hlustað á hlið B álíka lengi. Þessu næst hlið C. Og svo framvegis. Í þessu ferli hittust menn aftur í plötubúðinni og báru saman bækur. Sumir voru komnir á hlið E á meðan aðrir voru enn á hlið D. Þegar upp var staðið átti hver sína uppáhalds hlið og færðu rök fyrir því.
Þetta var fyrir daga geisladisksins. Stemmningin gjörólík því sem er í dag. Mig grunar að sá sem kynnist pakkanum fyrst á 2 diskum "nái" ekki sömu upplifun og við sem fengum hann á 6 hliðum.
Annars er fyrsta Clash-platan mín uppáhalds, þessi sem kom út 1977.
Jens Guð, 8.2.2017 kl. 12:30
Ómar Bjarki, Utangarðsmenn voru undir sterkum Clash-áhrifum og fóru ekki leynt með það. Mig minnir að þeir hafi verið með "Guns of Brixton" á prógrammi sínu (eða hvort að það var Egó?). Fræbbblarnir voru líka með Clash-lög á sínu prógrammi.
Jens Guð, 8.2.2017 kl. 12:36
Þetta eftirvinnu klúður á plötunni Cut the Crap er í raun nauðalíkt því eftirvinnu klúðri og skemmdum sem John Lennon og Phil Spector unnu í sameiningu ( sjálfsagt vel dópaðir ) á plötunni Let It Be. Paul McCartney var í sjokki á búgarði sínum í Skotlandi þegar hann heyrði útkomuna. Paul hreinsaði svo óþverrann út löngu seinna og árangurinn er mun áheyrilegri á Let It Be NAKED.
Stefán (IP-tala skráð) 8.2.2017 kl. 16:20
Stefán, All Music gefur "Let it Be" hálfa fimmtu stjörnu. Það er ofrausn um eina stjörnu eða svo. Ég hef ekki heyrt "Naked" útgáfuna. Afgreiðsla Spectors og Lennons á "Long and Winding Road" er klúður. Strengjasúpan er ofhlaðin og bassagítarspil Lennons hörmung.
Jens Guð, 9.2.2017 kl. 18:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.