Breyttar kröfur í lögreglunni

  Ekki veit ég hvaða hæfniskröfur eru gerðar til okkar ágætu íslenskra lögregluþjóna.  Ég ætla að óreyndu að þær séu töluverðar.  Gott ef flestir þeirra þurfi ekki að hafa farið í gegnum strangt nám í Lögregluskólanum;  ásamt því að vera í góðu líkamlegu formi.  Kannski líka góðu andlegu formi.

  Í Bretlandi hefur lengst af verið gerð sú krafa til lögregluþjóna að þeir kunni að lesa og skrifa.  Nú hefur þessari kröfu verið aflétt að hluta í London.  Í dag dugir að þeir þekki einhvern sem kann að lesa og skrifa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

En á Íslandi þarft þú bara að þekkja mann sem þekkir mann og þá standa þér allar dyr opnar!!!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 10.2.2017 kl. 08:07

2 identicon

Það er í einhverju  útlandi ennþá einfaldara.

Skjóta fyrst og spyrja svo, en Æ hann er dauður, og getur ekki svarað.

Ekkert að skrifa.

Árni Guðmundss0n (IP-tala skráð) 12.2.2017 kl. 21:46

3 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  það er svooo rétt hjá þér.

Jens Guð, 13.2.2017 kl. 17:51

4 Smámynd: Jens Guð

Árni,  þetta hendir í útlandinu.

Jens Guð, 13.2.2017 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.