Rekinn og bannaður til lífstíðar

  Um tíma leit út fyrir að heimurinn væri að skreppa saman.  Að landamæri væru að opnast eða jafnvel hverfa.  Að jarðarbúar væru að færast í átt að því að verða ein stór fjölskylda.  Járntjaldið hvarf.  Berlínarmúrinn hvarf.  Landamærastöðvar hurfu eins og dögg fyrir sólu.  Tollmúrar hurfu.  Líka vörugjöld.  Talað var um frjálst flæði fólks.  Frjálst flæði vinnuafls.  Frjálst fæði.  Frjálsan markað.

  Þetta gat ekki gengið svona til lengdar.  Allt að fara í rugl.  Tvö skref áfram og eitt afturábak.  Fasískir taktar njóta nú vinsælda víða um heim.  Til að mynda í Tyrklandi.  Þökk sé ljúfmenninu Erdogan.  

  Færeyskur prestur hefur búið og starfað í Tyrklandi í fjögur ár.  Kirkjan hans hefur vinsamleg samskipti við Kúrda og og sýrlenska flóttamenn.  Hugsanlega er það ástæðan fyrir því að tyrkneska lögreglan sótti hann til yfirheyrslu.  Hann var yfirheyrður í marga klukkutíma.  Forvitnir lögreglumenn vildu vita nöfn þeirra sem hann hefur hitt í Tyrklandi,  hverja hann þekkir og umgengst.  Eins og gengur.  Í spjallinu kom reyndar fram að þeir vissu þetta allt saman.  Þá langaði aðeins að heyra hann sjálfan segja frá því.  

  Að spjalli loknu var honum gerð grein fyrir því að hann væri rekinn.  Rekinn frá Tyrklandi.  Ekki nóg með það.  Hann er gerður brottrækur til lífstíðar.  Hann má aldrei aftur koma þangað.  Honum var umsvifalaust varpað upp í næstu flugvél.  Hún flaug með hann til Danmerkur.  Það var hálf kjánalegt.  Hann á ekki heima í Danmörku.  Hann þurfti sjálfur að koma sér á heimaslóðir í Færeyjum.  Nánar tiltekið í Hvannasund.       

sílas    


mbl.is Vísað úr landi eftir 22 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tel þennan færeyska prest vera aldeilis heppinn að vera kominn heim í frelsið og manngæskuna í Færeyjum og vera farinn frá Tyrklandi fyrir fullt og allt, skil bara ekki hvað hann var að asnast þarna austur blessaður karlinn.

Stefán (IP-tala skráð) 10.2.2017 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband