Tvífarar af sitthvorum kynþætti

  Hver kannast ekki við að vera staddur í erlendri borg - eða þorpi - og rekast á kunnuglegt andlit?  Ganga að viðkomandi og heilsa með tilþrifum.  Við undrunarsvipinn á manneskjunni - og allt að því óttasvip - uppgötvast að þetta er ekki sá eða sú sem þú hélst.  Við nánari skoðun er viðkomandi ekki einu sinni af sama kynþætti.  

  Fræga fólkið á líka svona tvífara.  Hér eru nokkur skemmtileg dæmi af George Clooney, Hussein Obama, Nicolas Cage, Schwarzenegger og Rihanna.

tvífarar - George Clooneytvífarar - obamatvífarar - Nicolas Cagetvífarar - Schwarzeneggertvífarar - Rihanna 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Michael Jackson var tvífari sjálfs síns, annarsvegar svartur og hins vegar hvítur.

Stefán (IP-tala skráð) 19.2.2017 kl. 18:01

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég á tvífara í Afríku. Hann er töframaður eins og ég.

Jósef Smári Ásmundsson, 19.2.2017 kl. 18:22

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég á einhversstaðar þrífara veit bara ekki hvar!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 19.2.2017 kl. 21:52

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  já, það var dáldið merkilegt.  

Jens Guð, 22.2.2017 kl. 09:28

5 Smámynd: Jens Guð

Jósef Smári,  tvífarar fylgjast oft að í öllu svona.

Jens Guð, 22.2.2017 kl. 09:29

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B, það er vandamálið.  Fæstir vita af tvíförum og þríförum sínum.  Fræga fólkið fær forskot hvað það varðar.

Jens Guð, 22.2.2017 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband