Hnuplað með húð og hári

  1965 sungu Ellý Vilhjálms og Ragnar Bjarnason - við fjörlegan undirleik hljómsveitar Svavars Gests - fjölmörg lög í hljóðveri Ríkisútvarpsins á Skúlagötu.  Þau komu út á þremur fjögurra laga plötum,  svokölluðum Ep.  Öll nutu mikilla vinsælda í óskalagaþáttum útvarpsins til margra ára.  

  Eitt þessara laga heitir "Sveitin milli sanda".  Höfundur er Magnús Blöndal Jóhannsson.  Testinn er nettur og auðlærður.  Hann er nokkur "Aaaaaa". 

  Næst bar til tíðinda að ég hlustaði á þýska listamenn syngja og leika.  Hraut þar um lag sem kallast "Die Liebe ist ein Raubtier" með Nik Page.  Það hljómar kunnuglegt við fyrstu hlustun.  Gott ef þarna hefur ekki verið hnuplað í heilu lagi "Sveitinni milli sanda".  Ætli STEF viti af þessu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þykist þessi náungi vera höfundurinn???

Sigurður I B Guðmundsson, 23.2.2017 kl. 12:00

2 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  ég reyndi að finna eitthvað um það.  Án árangurs.  En hann notar meira en laglínuna.  Hann notar flutning hljómsveitar Svavars Gests og Ellýjar í heilu lagi.  Svo bara raular hann smávegis ofan á hann.  

Jens Guð, 23.2.2017 kl. 12:50

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það er af og frá að þetta sé lagið Sveitin milli sanda, heldur er þetta þýskt lag sem heitir Land zwischen Sand og er eftir þjóðverjann Magnus Liedermacher. Það er engin samlíking með þessu lagi og lagi Magnúsa Blöndal. Og hafiði það.

Jósef Smári Ásmundsson, 23.2.2017 kl. 18:12

4 Smámynd: Jens Guð

Jósef Smári,  þegar þú bendir á það augljósa þá blasir þetta við.

Jens Guð, 23.2.2017 kl. 18:55

5 identicon

Einstaka sinnum þegar ég hlusta á nýtt lag, finnst mér ég hafi heyrt það áður. Þannig er mað með nýtt lag sem Sigurður Guðmundsson syngur, að mér finnst það hljíma ansi líkt gömlu lagi með Pónik ,, Jón á líkbörunum ".

Stefán (IP-tala skráð) 23.2.2017 kl. 22:30

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef einhver tvö lög eru í raun sama lagið eru það þessi tvö. Það munar aðéins einni nótu, annars hver einasta nóta eins. Hvort lagið varð til á undan hinu? 

Einu sinn þegar ég steig út úr Fokker á sunnudagsmorgni á Reykjavíkurflugvelli heyrði ég erlendan strokkvartett spila sömu nótnalínuna og er í fyrst fjórum töktum lagsins "Ísland er land þitt.

En síðan skildu leiðir.  

Ómar Ragnarsson, 24.2.2017 kl. 00:14

7 identicon

Ef lagið er skoðað á Youtube, er skráður réttur höfundur, Magnús Blöndal Jóhannsson.

Björgvin Gíslason (IP-tala skráð) 24.2.2017 kl. 03:47

8 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hver samdi lagið "Dóminó"? Var það Sigfús Halldórsson eða einhver Fransmaður??

Sigurður I B Guðmundsson, 24.2.2017 kl. 08:09

9 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  ég á eftir að heyra það lag. 

Jens Guð, 24.2.2017 kl. 09:58

10 Smámynd: Jens Guð

Ómar,  ég hef líka heyrt svoleiðis.  Reyndar ekki með strokkvartett.

Jens Guð, 24.2.2017 kl. 10:01

11 Smámynd: Jens Guð

Bjöggi,  takk fyrir ábendinguna.  Ég spilaði lagið ekki beint af þútúpunni heldur af músíksíðu sem geymir myndbönd af henni og fleiri síðum.  Mér láðist að skoða hvaða upplýsingar fylgja með laginu á sjálfri þútúpunni.  Gott að höfundur sé rétt skráður. 

Jens Guð, 24.2.2017 kl. 10:06

12 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B, þegar stórt er spurt...

Jens Guð, 24.2.2017 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.