Ekki er allt sem sýnist

  Fyrirtækið Mmr (Market and media research) stóð fyrir skemmtilegri skoðanakönnun.  Þátttakendum var stillt upp við vegg og spurðir:  "Hversu hlynnt/ur eða andvíg/ur ertu að leyft verði að selja eftirfarandi flokka áfengis í matvöruverslunum á Íslandi?"  Flokkarnir sem spurt var um voru: a) sterkt áfengi b) létt vín og bjór.

  Niðurstaðan er sú að þriðjungur landsmanna er áhugasamur um að fá létt vín og bjór í matvöruverslanir.  15,4% þyrstir í sterkt áfengi í matvöruverslanir.  

  Ýmsir túlka útkomuna á þann veg að hún sýni stuðning um og yfir helmings landsmanna við óbreytt ástand í áfengissölu.  Það er óvarleg túlkun.  Ég kannaði málið.  Þá kom vissulega í ljós að meirihlutinn vill ekki áfengi í matvöruverslanir heldur í fataverslanir, skóbúðir og bensínsjoppur.  Einn nefndi ísbúð.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sá eða þeir sem leggja mesta áherslu á það að koma áfengisfrumvarpi í gegn á Alþingi, er / eru því í raun að berjast gegn vilja þjóðarinnar sankvæmt skoðanakönnunum og hafa væntanlega ekkert merkilegra að gera og segja á Alþingi. Þiggja há laun fyrir vindhögg.

Stefán (IP-tala skráð) 25.2.2017 kl. 16:49

2 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  mér skilst að þingmönnum veiti ekkert af þessum launum.  Þeir geta ekki einu sinni keypt húsnæði á sultarlaununum.  

Jens Guð, 26.2.2017 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.