Heil! Heil! Chuck Berry!

 

  Hann var einn af frumherjum rokksins á sjötta áratugnum.  Hann átti drjúgan ţátt í hönnun rokksins.  Ekki síst hvađ varđar gítarleik og laglínur.  Allir sungu söngva hans:  Presley, Jerry Lee Lewis, Little Richard...

  Bítlahljómsveitir sjöunda áratugarins voru ekki síđur uppteknar af Chuck Berry.  Allar  spiluđu söngva hans:  Bítlarnir,  Byrds,  Rolling Stones,  Beach Boys...

  Söngvar hans áttu stađ í hipparokkinu.  Einnig ţungarokki áttunda áratugarins.  Líka í pönkbylgjunni og reggae-senunni.  Líka hjólabrettapönki ţessarar aldar.  Tónlist hans umvefur allt og fellur aldrei úr gildi.

  Ekki má gleyma ađ textar hans eru dágóđir.  Ţeir skerptu á unglingauppreisninni sem rokkiđ var í árdaga,  svo sem titillinn "Roll over Beethoven" undirstrikar. 

  John Lennon komst ţannig ađ orđi:  Ef rokkiđ fengi nýtt nafn ţá yrđi ţađ Chuck Berry.

  


mbl.is Stjörnurnar votta Berry virđingu sína
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Flottur.

Sigurđur I B Guđmundsson, 20.3.2017 kl. 12:58

2 Smámynd: Jens Guđ

Einn af ţeim alflottustu!

Jens Guđ, 21.3.2017 kl. 09:40

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband