Hvar er dýrast að búa?

  Í gær opinberaði The Economist Intelligence Unit lista yfir það hvar dýrast er að búa.  Listinn er áhugaverður.  Hann er afmarkaður við borgir.  Staða þeirra á listanum er útskýrð.  Samantektin nær yfir laun,  matvælaverð,  eldneytisverð og eitthvað svoleiðis.

  Þetta eru dýrustu borgirnar í Vestur-Evrópu (þær sem við berum okkur helst saman við):

1  Zúrich í Swiss

2-3  Geneva í Swiss

2-3  París í Frakklandi

4  Kaupmannahöfn í Danmörku

5  Osló í Noregi

6-7  Helsinki í Finnlandi

6-7  Reykjavík

8  Vín í Austurríki

9  Frankfurt í Þýskalandi

10 London í Englandi

11 Dublin á Írlandi

12 Mílan í Ítalíu

13 Hamborg í Þýskalandi

14-15 Munich í Þýskalandi

14-15 Róm í Ítalíu

16-18 Dusseldorf í Þýskalandi

16-18 Barcelona á Spáni

16-18 Brussel í Belgíu

  Athygli vekur að Berlín kemst ekki á listann.  Aðrar þýskar borgir slá höfuðborginni við.

  Dýrtíðin í Reykjavík er útskýrð með lítilli innanlandsframleiðslu.  Íslendingar verði að flytja flestar vörur inn frá útlöndum.  Það kosti sitt.

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reykjavík væri klárlega á toppnum ef t.d. leiguverð leigjenda húsnæðis í Reykjavík væri á listanum. Svo er vaxtaokrið svo mikið á þá sem skulda mikið í eigin íbúðum slíkt, að það myndi væntanlíka færa Reykjavík á toppinn. Svo ekki sé nú minnst á allt glæpsamlega þjónustuokrið sem bankarnir stunda hér. 

Stefán (IP-tala skráð) 22.3.2017 kl. 14:25

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Erlendar kannanair syna rammskakka mynd af Islandi- í sambandi við verðlag og þjónustu.

Erla Magna Alexandersdóttir, 22.3.2017 kl. 20:06

3 Smámynd: Jens Guð

Stefán, húsnæðiskostnaður er rosalegur á Íslandi.  Áreiðanlega sá hæsti á vesturlöndum.

Jens Guð, 24.3.2017 kl. 16:39

4 Smámynd: Jens Guð

Erla Magna, eflaust er það svo í mörgum tilfellum.  

Jens Guð, 24.3.2017 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband