31.3.2017 | 17:37
Milljón króna brauðbiti í boði skattgreiðenda
Misjafnt hafast menn að og misjafn tilgangur sem að fyrir þeim vakir. Sumir ræna banka og eru fínustu kallar þotuliðsins. Það fellur ekki rykkorn á glansmynd þeirra. Aðrir endurnýja bensínþyrstan glæsijeppaflota ráðherranna. Enn aðrir koma sér þægilega fyrir í bílastæði fatlaðra.
Víkur þá sögu að láglaunakonu sem smurði samlokur ofan í fátæklinga í subbusjoppu. Tæki og tól staðarins meira og minna biluð. Karlinn hennar var fenginn til að bregða sér í hlutverk viðgerðarmanns. Hann skipti nokkrum sinnum út 100 kílóa grillofni og beintengdi. Í stað þess að senda eiganda reikning fyrir vinnu þá varð að samkomulagi að hann fengi að bíta í brauðsamloku.
Þegar orðrómur um athæfið barst til yfirmanns subbusjoppunnar var aðeins um eitt að ræða: Kæra málið til lögreglu. Í verkefnaleysi hennar var kæran velkomin. Glæpurinn rannsakaður í bak og fyrir. Á löngu tímabili vann fjölmenni fullar vinnuvikur við rannsóknina. Allt var lagt undir. Málið eitt það alvarlegasta á þessari öld. Ef láglauna samlokukona kæmist upp með að launa með brauðbita manni fyrir viðgerð á tækjabúnaði sjoppu þá var hætta á upplausn í samfélaginu. Hvað næst? Fengi næsti viðgerðarmaður borgað með fullu vatnsglasi?
Ákæruvaldið spýtti í lófana og fór á flug. Þetta þoldi enga bið. Á forgangshraða var farið með málið fyrir héraðsdóm. Þar var það reifað í bak og fyrir af sprenglærðum lögmönnum og dómurum. Allir á tímakaupi er nemur vikulaunum kvenna sem smyrja samlokur.
Eftir heilmikið og tímafrekt stapp í dómsölum tókst ekki að finna neitt saknæmt við að viðgerðarmanni væri borgað fyrir vel unnin störf með brauðbita. Má jafnvel leiða rök að því að um hagsýni hafi verið að ræða og sparnað fyrir subbusjoppuna.
Skattgreiðendur fagna niðurstöðunni. Þarna var um brýnt forgangsverkefni að ræða. Glæpinn þurfti að vega og meta af lögreglu og löglærðum. Óvissuþáttur í málinu hefði ært óstöðuga.
Upphlaupið kostar skattgreiðendur aðeins um milljón kall (968.610 kr.). Þeim pening er vel varið. Milljón kall er metnaðarfull upphæð fyrir brauðbita, dýrasta samlokubita í sögu Íslands. Kannski í heiminum. Það vantar fleiri svona mál.
Á Fésbók er ólund í mörgum út af málinu. Hver um annan þveran lýsir því yfir að hann sé hættur viðskiptum við subbusjoppuna. Yeah, right! Ætla Íslendingar allt í einu að standa við þess háttar yfirlýsingu? Ó, nei. Það gerist aldrei.
Subway: Komum gögnum til lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Löggæsla | Aukaflokkar: Kjaramál, Matur og drykkur, Viðskipti og fjármál | Breytt 1.4.2017 kl. 05:29 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 44
- Sl. viku: 1024
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 860
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Jónína Benediktsdóttir athafnakona hefur vaxið í áliti hjá mér nú þegar rifjað er upp að í Kstljóssþætti árið 2005 sagði hún réttilega að hún hefði heimildir fyrir því að sala Búnaðarbankans væri svikamilla og að Ólafur Ólafsson og Finnur Ingólfsson hefðu í raun stolið bankanum. Þá reis upp úr ormagrifju Framsóknarflokksins þáverandi bankamálaráððherra Valgerður Sverrisdóttir og sagðist ómögulega skilja hvaða hneigðir ráði því að Sjónvarpið sendi út slíkan þátt og umræddan Kastljóssþátt. Vilhjálmur Bjarnason núverandi alþingismaður var líka eitthvað að gagnrýna þennan gjafagjörning sem hann virtist sjá alveg í gegn um rétt eins og Jónína. Valgerður ráðherra virtist vera alveg hissa á því að ,, einhver kennari á Bifröst " skyldi vera að tjá sig um málið. Valgerður ætti ekki bara að biðja þetta fólk afsökunar heldur alla þjóðina. Getur það verið að Ólafur Ólafsson hafi gefið Framsóknarflokknum heilt hús á Hverfisgötu ? Má flokka slíkt undir mútustarfsemi ? Mun Ingibjörg kona Ólafs Ólafssonar halda því fram núna að um allt annan Ólaf sé að ræða ? Mun Elton John frétta að 70 milljónirnar sem hann fékk greiddar voru líklega beint úr vösum íslensku þjóðarinnar ? Mun Samskip halda áfram að vera í fréttum vegna hlunnfarinna starfsmanna úti í Evrópu ?
Stefán (IP-tala skráð) 31.3.2017 kl. 18:23
Er ekki bara eitt orð yfir þetta samsæri...orð ,sem ég heyrði fyrir nokkrtum árum í fyrsta sinn þetta er " Helvítis fokkink fokk"
Guðmundur Óli Scheving (IP-tala skráð) 31.3.2017 kl. 21:57
Vonandi var subbusjoppan látin greiða skaðabætur til ákærða og allan málskostnað, með vöxtum og vaxtavöxtum ef einhverjir eru.
En rétt er það Jens Guð, Íslendingar hætta ekkert að fá sér brauðmola í subbusjoppuni, það er bara í nösunm á þeim.
I like the new name "subbusjoppan", 😂
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 1.4.2017 kl. 01:28
Góður. Ég get því miður ekki hætt að versla við Subway, því ég hef aldrei keypt mér eina brauðsneið á þeim sölustöðum. :)
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.4.2017 kl. 10:16
Bless Subway
Stefán (IP-tala skráð) 1.4.2017 kl. 12:40
Stefán, kona Ólafs Ólafssonar segir að allt heila málið snúist um glæpi allt annarra Ólafa. Jón Gerald Sullenberger keypti það ekki fyrir tveimur árum heldur skrifaði henni bréf:
http://kvennabladid.is/2015/04/30/opid-bref-til-eiginkonu-olafs-olafssonar-stjornarformans-samskipa/
Jens Guð, 2.4.2017 kl. 10:50
Guðmundur Óli, nákvæmlega!
Jens Guð, 2.4.2017 kl. 10:51
Jóhann, það var ákæruvaldið sem sótti málið - af fullum þunga gegn konunni. Konan var sýknuð. Þess vegna fellur allur kostnaður á ríkissjóð, samtals 968.610 kr.
Til að konan fái skaðabætur þyrfti hún að fara í mál við subbusjoppuna.
Jens Guð, 2.4.2017 kl. 11:02
Ásthildur Cesil, ég hef nartað í svona samloku. Þótti lítið til koma og bitinn alltof dýr að auki.
Jens Guð, 2.4.2017 kl. 11:08
Stefán (#5), ég tek undir það!
Jens Guð, 2.4.2017 kl. 11:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.