Metnaðarlaus aprílgöbb

 Á mínum uppvaxtarárum - upp úr miðri síðustu öld - var 1. apríl viðburðparríkur dagur.  Fjölmiðlar lögðu mikið í vönduð og trúverðug aprílgöbb.  Markmiðið var að láta trúgjarna hlaupa í bókstaflegri merkingu.  Inni á heimilum lögðu ungmenni metnað sinn í að láta aðra hlaupa yfir þrjá þröskulda.  

  Að mörgu leyti var auðveldara að gabba fólk í dreifbýlinu á þessum árum.  Dagblöð bárust með pósti mörgum dögum eftir útgáfudag.  Þá var fólk ekki lengur á varðbergi.  

  Í dag er ein helsta frétt í fjölmiðlum 1. apríl að það sé kominn 1. apríl og margir verði gabbaðir.  Sama dag eru net- og ljósvakamiðlar snöggir að segja frá aprílgöbbum annarra miðla.  Almenningur er þannig stöðugt varaður við allan daginn.

  Út af þessu eru fjölmiðlar hættir að leggja mikið í aprílgöbb.  Þeir eru hættir að reyna að fá trúgjarna til að hlaupa í bókstaflegri merkingu.  Metnaðurinn nær ekki lengra en að ljúga einhverju.  Tilganginum er náð ef einhver trúir lygafrétt.  Vandamálið er það að í dag eru fjölmiðlar alla daga uppfullir af lygafréttum.

.   

   


mbl.is Aprílgöbb um víða veröld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég prófaði að segja við fólk í gær 1 Apríl, að Ólafur Ólafsson væri ekki mesti glæpamaður í Norður Evrópu. Viðbrögðin sem ég fékk voru ,, ha, ha, 1 Apríl ". Jú, þetta var alveg misheppnað hjá mér. 

Stefán (IP-tala skráð) 2.4.2017 kl. 13:00

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ertu ekki að gabba mig??

Sigurður I B Guðmundsson, 2.4.2017 kl. 20:47

3 identicon

Allt í plati

Einar S (IP-tala skráð) 3.4.2017 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.