Írsk kjötsúpa

  Á borðstofuvegg gistiheimilis sem ég dvaldi á í Belfast hékk innrömmuð uppskrift að írskri kjötsúpu.  Eða kannski er nær að kalla hana kjötkássu (stew).  Uppskriftin er fyrir sex manns.  Hún er skemmtilega einföld og auðveld:

600 ml vatn

600 ml Guinness-bjór

8 saxaðir laukar

8 saxaðar gulrætur

8 niðursneiddar kartöflur

1 kg lambakjöt

Salt, pipar, steinselja og olía

  Lambakjötið er skorið í litla bita.  Þeir eru brúnaðir í olíu á pönnu.  Þessu næst er þeim sturtað ofan í pott ásamt rótargrænmetinu og vökvanum.  Mallað undir loki á lágum hita í 8 klukkutíma.  Borið fram í djúpum diskum.  Kryddinu og steinselju er stráð yfir.  

  Með uppskriftinni fylgja ekki leiðbeiningar um meðlæti.  Mér þykir líklegt að upplagt sé að sötra nokkra Guinness-bjóra á meðan súpan mallar.  Einnig að lokinni máltíð.  Það skerpir á írsku stemmningunni.  Líka lög á borð við "Dirty Old Town".       

Irish-stew

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hvernig smakkaðist?

Sigurður I B Guðmundsson, 27.4.2017 kl. 16:30

2 identicon

Ég myndi bæta við 2 stórum gulrófum og dass af Guinnes í viðbót. Borða svo við ljúfa tóna frá meistara Van Morrison.

Stefán (IP-tala skráð) 27.4.2017 kl. 18:04

3 identicon

Nú líkar mér við þig Jens.Farinn að skrifa um einfaldan og kraftmikinn mat aftur.Ég nota stundum lambahjörtu í svona rétti og það steinliggur.

Bestu kveðjur.

Skarfurinn.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 28.4.2017 kl. 07:36

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  Guinnessinn gerir gæfumuninn!

Jens Guð, 28.4.2017 kl. 16:56

5 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  gulrófan er sænskur kynblendingur (næpa + eitthvað annað grænmeti sem ég man ekki hvert er).  Ég hef eldað íslenska kjötsúpu í Bandaríkjunum og þar er gulrófan kölluð sænsk næpa.  Lengst af var hún óþekkt fyrirbæri á Írlandi og þess vegna ekki að finna í gömlum þjóðlegum írskum heimilismat.  Áreiðanlega passar hún vel í súpuna sem væri þá ekki eins írsk.  En meiri Guinness-bjór og tónlist með Van Morrison myndi bæta það upp.   

Jens Guð, 28.4.2017 kl. 17:18

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður Bjarklind,  ég er hrifinn af einföldum uppskriftum.  Flóknar uppskriftir eru einungis til óþurftar og leiðinda.  Það hljómar mjög vel - og smakkast klárlega ennþá betur - að hafa lambahjörtu með í súpunni.    

Jens Guð, 28.4.2017 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband