Ţannig sleppur ţú viđ sumarpláguna

frjókorn

 

 

 

 

 

 

 

 

  Eins skemmtilegt og sumariđ getur veriđ ţá fylgja ţví einnig ókostir.  Ekki margir.  Ađeins örfáir.  Sá versti er frjókornaofnćmi.  Verra er ađ ţeim fjölgar stöđugt sem ţjást af ţessu ofnćmi - eins og flestum öđrum ofnćmum.  Margir vita ekki af ţessu.  Ţeir skilgreina einkennin sem flensu.  Tala um bölvađa sumarflensuna.  Sífellda nefrennsliđ, rauđ augu,  sćrindi í hálsi, hnerri...

  Góđu fréttirnar eru ţćr ađ auđveldlega má verjast frjókornunum.  Međal annars ţannig:

- Forđist garđslátt og heyvinnu.

- Halda sig sem mest innandyra.

- Loka öllum gluggum rćkilega.

- Ekki ţerra ţvott utandyra. 

- Fjarlćgja öll gólfteppi úr húsinu.

- Losa sig viđ alla lođfeldi.

- Skúra öll gólf daglega.

- Ryksuga sófasett og önnur húsgögn sem mögulega geta hýst frjókorn.

- Vera međ sólgleraugu.  Einkum ţar sem hćtta er á sólarljósi.

- Fara í sturtu eđa bađ fyrir háttinn.  Mikilvćgt ađ ţvo hár og skegg rćkilega.

- Skola nasir og augu međ léttsöltuđu vatni.

- Vera međ súrefnisgrímu utandyra.

súrefni


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona ofnćmisviđbrögđ brjótast fram hjá mér ţegar ég sé og heyri ţingmenn Framsóknarflokksins tjá sig á skjánum og mér ţykir bara vćnt um frjókorn miđađ viđ ţau ósköp.

Stefán (IP-tala skráđ) 27.5.2017 kl. 18:46

2 Smámynd: Jens Guđ

Skiljanlega!

Jens Guđ, 31.5.2017 kl. 03:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband