Kćrkomin og kröftug endurkoma

  Á síđari hluta níunda áratugarins fór rokksveitin Foringjarnir mikinn.  Afgreiddi sveitaballamarkađinn međ ţróttmiklu "80s" ţungarokki.  Svar Íslands viđ sćnsku ofurgrúppunni Europe í bland viđ Bon Jovi.  Hápunkti náđu Foringjarnir á vinsćldalistum međ laginu "Komdu í partý".  Eftirspurn var svo mikil ađ iđulega voru ţrír og fjórir dansleikir afgreiddir á viku.  Ţá hituđu ţeir upp í Laugardalshöll fyrir erlendar stórstjörnur á borđ viđ Kiss og Bonnie Tyler.  Ţeir voru í miklu uppáhaldi hjá bandarísku dátunum í herstöđinni á Miđnesheiđi.  Voru til ađ mynda fastráđnir sem húshljómsveit í offíseraklúbbnum í heilan vetur.  

  Forsprakkinn, söngvarinn og söngvaskáldiđ Ţórđur Bogason hefur bćđi fyrr og síđar látiđ til sín taka í tónlist.  Sem rótari Péturs Kristjánssonar (Pelican, Paradís, Póker, Picasso, Start...).  Svo stofnađi hann sjálfur ţungarokkshljómsveitina Ţrek.  Ţví nćst rokksveitir á borđ viđ F, Ţrym, Ţukl, Warning, Skytturnar, Rickshaw, Rokkhljómsveit Íslands...

  Hljótt var um Foringjana á tíunda áratugnum.  Hljómsveitin var ţó hvergi hćtt.  2013 mćtti hún sterk til leiks međ virkilega flott jólalag,  "Biđin eftir ađfangadegi". Besta íslenska jólalag ţessarar aldar.  Á ţútúpunni hefur ţađ veriđ spilađ 3200 sinnum.  Fyrir ţá sem vilja komast snemma í jólaskap skal smella HÉR.

  Á dögunum sendu Foringjarnir frá sér 3ja laga plötuna "Nótt", samnefnda upphafslaginu.  Hressilegt og sterkt ţungarokkslag.  Ţar er hljómsveitin skipuđ eftirfarandi: Ţórđur (söngur), Jósep Sigurđsson (hljómborđ), Oddur F. Sigurbjörnsson (trommur), Ţráinn Árni Baldvinsson (gítar) og Jakob Smári Magnússon (bassi).  Oddur og Jakob (Das Kapital, SSSól, Grafík) voru í Tappa Tíkarrassi.  Ţráinn er í Skálmöld.  Jósep var m.a. í Galíleó, SOS og Kraftaverki. 

  "Nótt" er ađ fá heitar viđtökur.  Frá 18. júní hefur hún veriđ spiluđ yfir 600 sinnum á youtube.   

  Hin lögin á plötunni eru "Leyndarmál" og "Ţú".  Ţau getur ađ heyra međ ţví ađ smella HÉR og HÉR.  Platan er til sölu hjá liđsmönnum og í gegnum Fésbókarsíđuna HÉR.

 

  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pure eighties rock.

Stefán (IP-tala skráđ) 28.6.2017 kl. 16:26

2 Smámynd: Jens Guđ

Ţetta er 80´s eins og ţađ gerist best.

Jens Guđ, 29.6.2017 kl. 11:56

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.