Svölustu hljómsveitamyndirnar?

  Tískan er harður húsbóndi.  Það sem á einum tímapunkti þykir töff og svalast getur síðar þótt hallærislegast af öllu og sprenghlægilegt.  Hljómsveitir eru sérlega viðkvæmar fyrir tískusveiflum.  Þær vilja að tónlist sín falli í kramið og sé í takt við tíðarandann.  Þeim hættir til að undirstrika það með því að ganga langt í nýjustu tísku hvað varðar hárgreiðslu og klæðaburð.

  Skoðum nokkur dæmi:

  Á efstu myndinni eru unglingsrokkarar undir sterkum áhrifum frá ABBA.  Eflaust voru þessar aðskornu glansbuxur flottar á sviði á sínum tíma.  

  Á næstu mynd eru sænsku stuðboltarnir í Nils-Eriks.  Snyrtimennskan í fyrirrúmi en samt "wild".

  Þriðja myndin sýnir gott dæmi af glysrokkurum (glam) fyrri hluta áttunda áratugarins.  Máluð andlit, skærlitað hár, æpandi kæðnaður.  David Bowie fór nokkuð vel með sína útfærslu á dæminu.  T. Rex og Sweet kannski ekki eins vel.  Hugsanlega slapp Slade fyrir horn.  En alls ekki barnaníðingurinn Gary Glitter.  Né heldur glysrokkararnir hér fyrir neðan.

  Á níunda áratugarins geisaði tískufyrirbærið "hair metal". Blásið hár var málið.  Ýmist litað ljóst eða með strípum.  Ég ætla að guttarnir á næst neðstu myndinni séu ekki stoltir af þessu í dag.  Ég er sannfærður um að þeir séu búnir að skipta um hárgreiðslu.

  Neðsta myndin er af Jesú-lofandi kventríói í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum.  Á fyrri hluta sjöunda áratugarins voru svona heysátur í tísku.  Hár kvenna túberað í hæstu hæðir.  Mér skilst að þetta sé ennþá málið í kirkjum í Norður-Karólínu.       

flottustu hljómsveitamyndirnar - a - Abbalegir rokkararflottustu hljómsveitamyndirnar - b - norrænir stuðboltarflottustu hljómsveitamyndrinar - c - svalir glysrokkararflottustu hljómsveitamyndirnar d - sítt að aftanflottustu hljómsveitamyndirnar - e - túperað hár xxxl

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Ekki má gleyma íslensku Change!!

Sigurður I B Guðmundsson, 12.7.2017 kl. 12:44

2 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  hvernig gat ég gleymt þeim?  Change 75b

Jens Guð, 12.7.2017 kl. 18:16

3 identicon

Ziggy Stardust stóð eins og klettur í hafi upp úr glam rokkinu , bæði tónlistarlega og útlitslega - Fullkomið listaverk einstaks listamanns og gáfumennis.

Stefán (IP-tala skráð) 13.7.2017 kl. 00:00

4 Smámynd: Jens Guð

Sammála!  

Jens Guð, 13.7.2017 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband