9.9.2017 | 11:45
Heilinn þroskast hægar en áður var talið
Margt ungmennið telur sig vita allt betur en aðrir. Eða þá að það telur sig vera kjána. Bjána sem aldrei rætist neitt úr. Vonlaust eintak. Tilfellið er að ungt fólk er óþroskað. Óttalega óþroskað. Þess vegna fær það ekki að taka bílpróf fyrr en 17 ára í stað 13 - 14 ára (um leið og það nær niður á kúplingu og bremsu). Af sömu ástæðu fær það ekki að ganga í hjónaband og kjósa til Alþingis fyrr en 18 ára (auðveldara að keyra bíl en vera í hjónabandi og kjósa).
Lengi var kenningin sú að heilinn væri ekki fullþroskaður fyrr en á 18 ára. Nýgiftu fólki með kosningarétt er þó ekki treyst til þess að kaupa áfengi fyrr en tveimur árum síðar.
Nú þarf að endurskoða þetta allt saman. Með nýjustu tækni til að skoða virkni heilans hefur komið í ljós að heilinn er ekki fullþroskaður fyrr en á fertugs aldri. Um eða upp úr þrítugs afmælinu.
Þetta birtist á ýmsan hátt. Til að mynda snarfellur glæpahneigð upp úr 25 ára aldri. Það vekur upp spurnar um hvort ástæða sé til að hafa það til hliðsjónar í sakamálum. Nú þegar eru börn ósakhæf að mestu.
Annað sem breytist á þessum aldri er að athyglisgáfa eflist sem og rökhugsun og skammtímaminni. Jafnframt dregur úr kæruleysi, áhættusækni og hvatvísi. Fólk hættir að taka hluti eins oft og mikið inn á sig og komast í uppnám.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Lífstíll, Löggæsla | Breytt s.d. kl. 12:15 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 38
- Sl. sólarhring: 55
- Sl. viku: 1056
- Frá upphafi: 4111541
Annað
- Innlit í dag: 34
- Innlit sl. viku: 885
- Gestir í dag: 32
- IP-tölur í dag: 31
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Var að lesa grein í Lifandi Vísindi ,, Heilar barna sem hlusta á tónlist Mosart þroskast hraðar ". Það bendir nú til þess að ungt fólk sem kýs Framsóknarflokkinn hafi ekki alist upp við að hlusta á tónlist meistara Mozart.
Stefán (IP-tala skráð) 9.9.2017 kl. 12:24
Sæll Jens
Áhugavert, ertu með einhverjar heimildir?
Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 9.9.2017 kl. 14:15
Annað en öllu vanþroskuðu myndböndin á youtube :)
Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 9.9.2017 kl. 14:17
" Heilinn þroskast hægar". Það er sennilega vegna þess að við drekkum allt of mikið af" Föreyja gull. Sem stemmir við myndina sem fylgir færslunni.
Jósef Smári Ásmundsson, 9.9.2017 kl. 14:52
Stefán, það er einhver galdur í tónlist Mozarts. Fyrir nokkrum árum dó fíll í dýragarði í A-Evrópu. Ég man ekki hvar. Hinn fíllinn í garðinum lagðist í sorg í bókstaflegri merkingu. Hann lá bara sinnulaus um allt og alla. Fékkst ekki til að éta né drekka. Hann var að veslast upp. Af öðru tilefni mætti kammersveit í garðinn og lék nokkur verk eftir Mozart. Skömmu eftir að leikur hófst reis fíllinn á fætur. Hann gekk í átt að hljómsveitinni og dillaði höfði í takt. Að loknum hljómleikunum fékk hann sér að éta og drekka. Daginn eftir var hann aftur lagstur í sorg. Starfsfólk garðsins keypti góð hljómflutningstæki og fjölda diska með klassískri tónlist. Þetta virkaði jafn vel á fílinn eins og kammersveitin. Nema einungis þegar tónlist Mozarts var spiluð. Fíllinn hafði engan áhuga á verkum annarra. Það merkilega var að það skipti engu máli hverskonar verk þetta voru: Píanósónötur, óperur, fiðlukonsertar eða annað. Fíllinn elskaði allt eftir Mozart.
Jens Guð, 10.9.2017 kl. 09:45
Sigþór, heimildin er grein eftir Dr. Leah Somerville í tímaritinu Neuron. Hún er hátt sett hjá Harvard. Fleiri hafa fjallað um þetta áður. Netmiðillinn Medicalxpress birti þessa grein 2010: https://medicalxpress.com/news/2010-12-brain-fully-mature-30s-40s.html
Jens Guð, 10.9.2017 kl. 09:53
Jósef Smári, það er ekki hægt að drekka of mikið af Föroya Gulli!
Jens Guð, 10.9.2017 kl. 10:43
Hef smá áhyggjur ef ég þroskast ekki meir!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 10.9.2017 kl. 10:54
Rannsóknir sem gerðar hafa verið í framhaldsskólum í Bandaríkjunum sýna að nemendur sem hlusta á tónlist Mozart í 10- 15 mínútur fyrir próf, gengur mun betur í prófum en öðrum. Líka hafa verið gerðar tilraunir með tónlist á stórum kúabúum í Þýskalandi og víðar. Nyt eykst í kúm sem hlusta á tónlist meistarans. Tónlist annara hefur ekki skík áhrif á þær.
Stefán (IP-tala skráð) 10.9.2017 kl. 13:06
Sigurður I B, þú ert svo vel þroskaður að ég bið ekki um meira!
Jens Guð, 10.9.2017 kl. 18:44
Stefán (#9), þetta er merkilegt. Ég minnist þess að sem krakki gaf ég á Hrafnhóli kúnum kvöldtugguna á þriðjudagskvöldum. Spilaði þá "Lög unga fólksins". Það hafði engin áhrif á nytina. En skemmti mér vel við að hlusta á ný lög með Bítlum, Stóns og fleirum. 12 ára heyrði ég "Ob-La-Di" með Bítlunum í fyrsta skipti úti í fjósi. Þótti takturinn æðislega skemmtilega framandi og spennandi. Síðar þykir mér það vera í hópi slöppustu Bítlalaga. Kannski út af því að flest önnur Bítlalög eru svo góð.
Jens Guð, 10.9.2017 kl. 18:57
Ég hef lengi haldið því fram að það þurfi að hækka lágmarks kosningaaldur í 30 ár. Þetta sagði ég líka löngu áður en ég varð sjálfur 30 ára, og byggði það mat á samræðum mínum við jafnaldra mína.
Egill Vondi, 10.9.2017 kl. 22:41
Það eru fleiri hliðar varðandi stjórnmál. Þáttaka í starfi stjórnmálasamtaka skal þá einnig færast upp í 30 árin. (Samtök ungra sjálfstæðismanna einhver?)
Flower, 11.9.2017 kl. 12:19
Egill, ég er á annarri skoðun. Hún er sú að fyrst að fólki er treyst til þess að fermast á fjórtánda ári þá ætti kosningaaldurinn að vera sá sami. Það er miklu stærri ákvörðun að fermast - eða fermast ekki - heldur en greiða atkvæði eða sitja heima.
Jens Guð, 11.9.2017 kl. 14:52
Flower, þetta er góður punktur hjá þér.
Jens Guð, 11.9.2017 kl. 14:53
Ekki get ég séð hvernig það er meiri ákvörðun að fermast en að þurfa að velja hverjir eiga að stjórna landinu. Ef maður er trúaður er ákvörðunin auðveld - en ef maður er það ekki er það bara spurning hvort maður vilji veislu með vinum og vandamönnum með tilheyrandi kransaköku og gjöfum, eða hvort menn vilja sleppa því út af einhverju vantrúar prinsippi. Ég sé allavega ekki eftir því að hafa valið teitið þó ég hafi misst trúnna seinna.
Hvað snertir samtök ungra sjálfstæðismanna veit ég ekki hversu mikil eftirsjá það væri, en menn mega samt taka þátt í umræðu, hvort sem menn kjósa eða ekki.
Alltént er þetta með kosningaaldurinn sagt í hálfkætingi - eða svona 50% hálfkætingi, alla vega.
Egill Vondi, 11.9.2017 kl. 17:46
Egill, ákvörðun um að fermast hefur síðar valdið einstaklingum skelfingu og hugarangri til lífstíðar. Þekktasta dæmið er Helgi Hóseason af því að það rataði í fjölmiðla.
Ég reiknaði með að "komment" þitt væri sett fram í hálfkæringi. Flestar bloggfærslur mínar eru skrifaðar í hálfkæringi. Flest viðbrögð/svör mín við "kommentum" eru í léttum dúr. Þetta er allt til gamans gert.
Jens Guð, 11.9.2017 kl. 18:17
Mig grunar nú að Helgi Hóseason sé frekar undantekning fremur en hitt, þó væntanlega rétt að það séu til aðrir en hann sem hafa meiri áhyggjur af þessu en vant er.
Egill Vondi, 12.9.2017 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.