Stórskemmtileg íslensk kvikmynd - umsögn

Undir trénu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 - Titill:  Undir trénu

 - Handrit:  Huldar Breiđfjörđ og Hafsteinn Gunnar Sigurđsson

 - Leikstjóri:  Hafsteinn Gunnar Sigurđsson

 - Leikarar:  Edda Björgvinsdóttir,  Sigurđur Sigurjónsson,  Steindi Jr.,  Ţorsteinn Bachman, Selma Björnsdóttir og Lára Jóhanna Jónsdóttir

 - Tegund:  Drama/harmleikur/grín

 - Einkunn: **** (af 5) 

  Sumar kvikmyndir eru ţannig ađ eftir ţví sem áhorfandinn veit meira um ţćr fyrirfram ţeim mun ánćgjulegra er áhorf.  Ađrar kvikmyndir eru ţannig ađ áhorfandinn má ekki vita fyrirfram neitt um framvindu né tilteknar senur.  Hámarks upplifun nćst međ ţví ađ myndin komi stöđugt á óvart.

  Undir trénu fellur undir síđarnefndu lýsinguna.  Ég hvet eindregiđ ţá sem sjá myndina ađ ţegja um hana - ef frá er taliđ ađ mćla međ henni.

  Óhćtt er ađ upplýsa örfáa punkta.  Myndin segir tvćr sögur.  Önnur er af ungu pari sem stendur í skilnađarbasli.  Hin er af foreldrum unga mannsins.  Ţeir eiga í nágrannadeilum vegna trés í garđinum.  Ţađ er orđiđ of stórt.  Varnar sólargeislum leiđ ađ garđi nágranna.

  Sögurnar tvćr fléttast lipurlega saman.  Framvinda beggja styrkir hina.  Pakkinn er 2 fyrir 1; ađ fylgjast međ tveimur spennandi og viđburđaríkum sögum á sama tíma.  

  Tilfinngaróf áhorfandans sveiflast hratt til og frá.  Allar lykilpersónur vekja samúđ.  Ţađ er sjaldgćft í kvikmynd sem byggir á harđvítugum átökum.  Svo ekki sé minnst á átökum á tveimur vígstöđvum.  Hefđbundna uppskriftin er átök á milli góđs og ills.  Hér er dramatíkin af og til óvćnt brotin upp međ vel heppnuđu skopi.

  Miklu skiptir úrval margra bestu leikara landsins.  Túlkun ţeirra er frábćr og hefur mikiđ ađ segja um útkomuna.  Edda Björgvins toppar sig.  Hefur hún ţó allan leikferil veriđ í hćstu hćđum.  

  Steindi Jr. er í burđarhlutverki;  gaurinn ađ skilja og sonur hjóna í nágrannaerjum.  Hann - amatör/leikmađur - er settur í rosalega bratta stöđu/áskorun ađ leika á móti bestu leikurum Íslands.  Hann veldur hlutverkinu.  Ţađ hjálpar ađ hans "karakter" er ţekktur sem galgopi í göslaragangi.    

  Tónlist Daníels Bjarnasonar er áhrifarík.  Iđulega dimm og drungaleg.  Bođar eitthvađ ógnvćnlegt.  Karlakór setur svip á tónlistina.  Gegnir einnig ţví hlutverki ađ túlka tilfinningasveiflur persónunnar sem Siggi Sigurjóns leikur.  Virkilega vel heppnađ. Tónlistin á stóran ţátt í ţví hvađ ţetta er góđ kvikmynd.  

  Eins og algengt er međ íslenskar myndir ţá er nafniđ ekki lokkandi.  Ţađ gefur ekkert forvitnilegt til kynna.   

  Ég mćli eindregiđ međ Undir trénu sem virkilega góđri kvöldskemmtun í kvikmyndarhúsi.  Ţó ekki fyrir viđkvćma.

 

        


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.