24.9.2017 | 04:44
Óhugnanlegt dýraníð
Umræða hefur kviknað um hryllilegt dýraníð á Íslandi. Upphaf þess má rekja til Fésbókarfærslu Tinnu Bjargar Hilmarsdóttur. Hún lýsir hræðilegri meðferð á fé. Hún fór í réttir. Varð hálf lömuð og full af sorg og reiði yfir því sem fyrir augu bar.
Tinna Björg er félagi í Aktivegan - samtökum um réttindi dýra til lífs og frelsis. Full ástæða er til að lofa og fagna öllum sem láta sig velferð dýra varða. Dýraníðingar þurfa sjaldnast að axla ábyrgð á gjörðum sínum.
Tinna Björg segir féð hafa verið skelfingu lostið og verulega stressað. Hún fullyrðir að kindur og lömb deyi iðulega vegna streitunnar sem smölun fylgir. Sum slasist. Fjölskyldur tvístrist. Lamb tróðst undir. Kindum var fleygt eins og tuskudúkkum. Nokkrar kindur höltruðu. Aðrar voru með blæðandi sár. Ein með skaddað auga. Sláturtrukkar biðu eftir þeim. Þær sáu ekki fram á neitt annað en dauða eða þurfa að hírast í skítugu fjárhúsi í allan vetur.
Ég dreg ekki í efa neitt af þessu. Ég hef ekki farið í göngur og réttir síðan á fyrri hluta áttunda áratugarins. Þá var þetta allt öðru vísi. Kindurnar fögnuðu okkur smölunum. Þær hlakkaði til að komast í réttina. Lögðu þegar í stað í átt að henni. Þær komu óþreyttar á áfangastað. Þær röltu léttar í spori niður fjallið á gönguhraða smalanna. Það vorum við sem þurftum að klífa brattar fjallshlíðar.
Í réttunum urðu fagnaðarfundir. Kindurnar hittu æskufélaga sína og jörmuðu ákaft af fögnuði. Lömbin hittu fjölda nýrra lamba. Það var algjört ævintýri að kynnast nýju lömbunum. Allir skemmtu sér hið besta. Líka smalarnir sem sumir voru fullir og vildu slást. Kindurnar hlógu að þeim.
Að hausti eru kindurnar að mestu hættar að skipta sér af lömbum. Lömbin hinsvegar sækja í návist móður. Fyrst og fremst af vana. Þau eru fyrir löngu síðan hætt á spena og þurfa ekkert á mömmu að halda. Þetta skiptir þau engu máli.
Ég hef aldrei séð blóðgað fé í réttum. Hinsvegar hefur í réttum uppgötvast að horn er að vaxa inn í höfuð á kind eða lambi. Líka að kind er í vandræðum vegna ullarreyfis. Ein var með brunna snoppu eftir að hafa asnast upp á jökul og ekki fattað að hann endurvarpaði sólarljósi. Henni þurfti að sinna og græða brunasár með Aloe Vera geli. Aldrei dó fé vegna streitu. Enda féð sultuslakt - þrátt fyrir hvað því þótti rosalega gaman.
Ég vissi ekki dæmi þess að ekið væri með lömb beint úr rétt í sláturhús. Venja var að fita lömbin í nokkra daga á káli og öðru góðgæti síðustu daga fyrir slátrun. Það var þeim góð skemmtun að ferðast á vörubílspalli. Flestum skepnum þykir það gaman; að vera kyrr á sama stað en samt á ferð. Þau upplifa heillandi töfra.
Sjaldan eða aldrei voru lömb leidd beint af vörubílspalli til slátrarans. Algengara var að þau fengju að slaka á. Jafnvel yfir nótt. Þau voru ekkert óróleg eða kvíðin. Frekar að þau væru spennt að vita hvaða næsta ævintýri biði þeirra.
Er kólna tók í veðri urðu ærnar afskaplega þakklátar fyrir að komast í húsaskjól. Þar var dekstrað við þær. Heyi hlaðið á garða. Stundum gómsætu mjöli blandað saman við. Einkum síðvetrar. Þá fengu þær líka síld. Þvílíkt sælgæti. Þvílík hamingja.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 14:05 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Þetta minnir mig á....Nú eru jólin búin og jólasveinarnir farni... sigurdurig 8.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Var hann greindur með þunglyndi???????? johanneliasson 8.1.2025
- Furðulegur hundur: Sigurður I B (#7), ég hlakka til. jensgud 7.1.2025
- Furðulegur hundur: Meira á morgun!!!!! sigurdurig 7.1.2025
- Furðulegur hundur: Sigurður I B, þessi er lúmskur! jensgud 7.1.2025
- Furðulegur hundur: Þetta minnir mig á..geggjaða búfræðinginn sem varð að hætta því... sigurdurig 7.1.2025
- Furðulegur hundur: Stefán, takk fyrir þessa fréttaskýringu. jensgud 7.1.2025
- Furðulegur hundur: Jóhann, svo sannarlega! jensgud 7.1.2025
- Furðulegur hundur: Lesandi um dansandi hund dettur mér í hug Bjarni nokkur og Katr... Stefán 7.1.2025
- Furðulegur hundur: Það má ekki rétta "sumum" litlafingur, þá taka þeir ALLA höndin... johanneliasson 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 27
- Sl. sólarhring: 344
- Sl. viku: 1081
- Frá upphafi: 4118567
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 834
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Enn ein borgarkindin sloppið út úr réttunum Reykjavík.
Úr þessu hljóta versalnir í Reykjavík að fara að bjóða fram reykt skyrbjúg með stólpípum.
Það hlýtur bara að vera eina rökrétta niðurstaðan.
Það er eins gott að búið er að loka diskótekum og sveitaböllum gamla tímans. Í þeim slátúrhúsum hraðra handa og snöggra glasa hefði liðið yfir suma. Þá tók ekki nema 4-5 tíma að komast yfir-um og svo heim aftur.
Mikið sakna ég gömlu sveitaballana.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 24.9.2017 kl. 07:08
Aumingja grænmetið. Það er skorið á háls á ökrunum ef það er ekki rifið upp með rótum. Og það er örugglega ennþá lifandi þegar því er díft ofan í sjóðandi heitt vatn eða brennt á pönnunni. Og stundum er það bara étið lifandi. Hvílík meðferð. Grænmeti er líka fólk. Veganliðið er bara rugludallar. En svona fólk hefur reyndar verið til. Í gamla, gamla daga var til mannætuþjóðflokkur í Afríku sem bara vildi borða hvítt kjöt. Sumt fólk er bara sérviturt og vill ekki falla í normið.
Jósef Smári Ásmundsson, 24.9.2017 kl. 10:47
Sæll Jens
Það þarf einhver að segja greiðið stúklunni hvernig þetta líf virkar í grunninn, það verður líklega stóráfall fyrir hana.
Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 24.9.2017 kl. 13:49
Þegar ég las fyrirsögnina, þá hélt ég að þú værir að skrifa um átökin og klofninginn í Framsóknarflokknum Jens. Þar sem menn hafa lengi níðst gróflega hver á öðrum og dregið hvern annan inn í og út úr dilkum eins og sauðfé og svo allt að því slátrað hver öðrum. Þar kunna menn sko til skítverka gömlu bændaflokksdurgarnir og eru ekki saklausir eins og lömbin. Aloa Vera gelið góða dugar ekki eini sinni til að lækna sár núverandi og fyrrverandi framsóknarmanna. Framsóknarflokkurinn er eins og léleg útgáfa af Star Wars.
Stefán (IP-tala skráð) 24.9.2017 kl. 14:20
Sæll Jens,
Þetta er örugglega upp og ofan. Ég hef ekki ragast með fé síðan 1987 þegar flest allt fé á Austfjörðum var skorið vegna riðuveiki. Á flestum bæjum þar voru réttir en ekki rekið í sameiginlegar réttir eins og sumstaðar annarsstaðar. Því fóru lömb beint af rétt í sláturhús. Þar urðu þau að bíða að mig minnir í a.m.k átta tíma áður en þau voru drepinn til að draga úr þreytu og stressi, sem veldur sýrumyndun í vöðvum, sem er vel merkjanleg í bragði og fellir kjötið í flokkun.
Ég man nú ekki eftir þessum rómantísku rollum og réttum, enda var ég aldrei sérlega hrifinn af sauðfé, nema til að éta það ;) Ég man eftir smalamennskum upp um fjöll og firnindi, stundum skall á með grenjandi rigningu, Austfjarðaþoku eða snjókomu. Aldrei vitað fyrirfram, en á Austfjörðum eru göngur hjá flestum daggöngur, þ.e. það er ekki gist til fjalla eins og víða þarf að gera þar sem leitað er inn á hálendið.
Ég er svo heppinn að eiga Bandarískan rollubónda fyrir kunningja og hann selur mér dautt lamb annað slagið ;) Ekki það sama og forkryddað Íslenskt lambakjöt, en það rennur engu að síður ljúflega niður!
Kveðja
Arnór Baldvinsson, 24.9.2017 kl. 15:42
Gunnar, ég deili ekki á upplifun Tinnu Bjargar af réttum. Það er sitthvað að vera fæddur og uppalinn í sveit þar sem áhersla var lögð á velferð dýra eða alast upp á mölinni. Vissulega er dýraríkið grimmt. Köngulær og fleiri skordýr éta flugur og pöddur. Drepa á kaldrifjaðan hátt. Fuglar éta orma og síli. Kettir éta fugla og mýs. Svona má áfram telja. Fólk borðar allskonar dýr. Sumar aðfarir eru viðurstyggð. Svo sem þegar lifandi humri er skellt ofan í sjóðandi vatn. Eða þegar fiskar eru veiddir á stöng. Hinsvegar var það þannig í minni sveit að dýr urðu ekki eiginlega vör við það þegar þau breyttust í mat.
Ég sakna ekki sveitaballanna. Músíkin þar var svo assgoti leiðinleg.
Jens Guð, 24.9.2017 kl. 17:28
Jósef Smári, það er sannað og fært til bókar að ferskt grænmeti upplifir sársauka þegar það er étið. Meira að segja veldur hljóðið af því þegar bitið er í gulrætur stresskasti hjá öðrum gulrótum.
Jens Guð, 24.9.2017 kl. 17:31
Sigþór, að óreyndu ætla ég að göngur og réttir hafi breyst svona svakalega á verri veg frá áttunda áratugnum.
Jens Guð, 24.9.2017 kl. 17:34
Stefán, nú hló ég dátt!
Jens Guð, 24.9.2017 kl. 17:37
Arnór, sæll og takk fyrir upplýsingar. Greinilega er misjafnt eftir landshlutum hvernig staðið er að göngum og réttum. Anna Marta heitin frænka mín á Hesteyri í Mjóafirði hélt fé á laun eftir að slátra þurfti öllum ám vegna riðu. Hún faldi það framan af. Síðan keypti hún bílamálningu í úðabrúsum og þóttist vera komin með nýjar kindur.
Jens Guð, 24.9.2017 kl. 17:47
Spurningin um réttindi dýra á svo sannarlega fullan rétt á sér. Hvað er það sem veitir manninum rétt til lífs umfram önnur dýr? Þeirri spurningu verður ekki svarað með útúrsnúningum og bjálfahætti.
Þótt flest leggjum við okkur kjöt til munns eigum við svo sannarlega að bera virðingu fyrir því fólki sem hafnar því að gera það, af siðferðilegum ástæðum.
Þorsteinn Siglaugsson, 24.9.2017 kl. 20:38
,, Að hausti eru kindurnar að mestu hættar að skipta sér af lömbum. Lömbin hinsvegar sækja í návist móður " skrifar þú Jens. Enn eru samlíkingar við haustverk Framsóknarflokksins. Nú yfirgefa lömbin gamla flokkinn umvörpum og eru sauðtrygg gamla forystusauðnum sem þau elta blindandi. Gamli flokkurinn mun þá líklega leiða lömbin sem eftir verða svo gott sem til slátrunar. Eitt lamb sem lengst af elti gamla forystusauðinn er þó eitthvað villuráfandi í Skagafirði, ekki jafn sauðtryggt og fyrr eða hefur forystusauðurinn hrist það af sér ?
Stefán (IP-tala skráð) 25.9.2017 kl. 14:06
Þorsteinn, ég kvitta undir þín orð.
Jens Guð, 25.9.2017 kl. 17:29
Stefán, það verður spennandi að fylgjast með framvindunni í Skagafirði. Þórólfur teflir Ásmundi Einari Daðasyni fram gegn Gunnari Braga. Með skagfirska efnahagssvæðið sem bakhjarl má ætla að Ásmundur felli Gunnar Braga. Þá má gera ráð fyrir að sá síðarnefndi hlaupi undir væng hjá Sigmundi Davíð. "Þetta eru spennandi tímar," sagði kúlúlánadrottningin af öðru tilefni.
Jens Guð, 25.9.2017 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.