Er Game of Thrones að leita að þér?

  Innan skamms hefjast tökur á áttundu seríunni af sjónvarpsþáttunum Game of Thrones.  Þeir hafa notið gríðarmikilla vinsælda.  Ekki síður hérlendis en út um allan heim.  Nú stendur yfir leit að fólki í nokkur hlutverk.  Íslendingar smellpassa í þau.  Meðal annars vegna þess að fólkið þarf að vera norrænt í útliti og háttum.

  Þetta eru hlutverkin:

  - Norrænn bóndi á aldrinum 25 - 35 ára.  Hann vinnur við landbúnað.  Tökur á hlutverkinu verða skotnar um miðjan nóv.

  - Hortug en aðlaðandi norræn dama á aldrinum 18 - 25 ára.  Þarf að vera kynþokkafull.  Upptökur fara fram í fyrrihluta nóv.

  - Norrænn varðmaður á aldrinum 18 - 25 ára.  Tökur eru í desember.

Eitt hlutverk til viðbótar en kallar ekki á norrænt útlit en passar mörgum Íslendingum:

  - Málaliði á aldrinum 35 - 50 ára.  Þarf að vera líkamlega stæltur (hermannalegt útlit) og kunna að sitja hest.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Það er greinilega engin eftirspurn eftir mér!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 2.10.2017 kl. 11:27

2 identicon

Ég myndi bjóða mig fram, ef ég fengi að spila einhvern "ljótann kall" ... vandamálið er, að ég myndi sjálfsagt láta í lægra haldi fyrir samkeppninni.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 2.10.2017 kl. 12:55

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Sama segi ég, Sigurður! Hin ósýnilega hönd markaðarins er grimm :)

Wilhelm Emilsson, 2.10.2017 kl. 18:05

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður,  ekki heldur eftir mér.

Jens Guð, 2.10.2017 kl. 19:43

5 Smámynd: Jens Guð

Bjarne Örn,  ég gæti líka keppt um það hlutverk.

Jens Guð, 2.10.2017 kl. 19:44

6 Smámynd: Jens Guð

Wilhelm,  markaðurinn er grimmur.  Hann hallar á mig á sjötugs aldri.  

Jens Guð, 2.10.2017 kl. 19:46

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Já, það er skömm að þessu, Jens. Við getum kannski kært þetta fyrir einhverju jafnréttisráði--en það hlustar náttúrlega enginn á vælið í hvítum karlmönnum tongue-out

Wilhelm Emilsson, 3.10.2017 kl. 05:02

8 Smámynd: Jens Guð

Wilhelm,  umboðsmaður Alþingis hlýtur að taka á málinu.  

Jens Guð, 5.10.2017 kl. 07:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.