Lögreglumál

  Íslenska þjófylkingin býður ekki fram í alþingiskosningunum síðar í mánuðinum.  Ástæðan er óskemmtileg:  Galli blasti við á meðmælendalistum er yfirkjörstjórn í Reykjavík leit sem snöggvast á.  Einhverjar undirskriftir voru skrifaðar með sömu rithönd.  Og það ljótri, frumstæðri og klúðurslegri rithönd,  hvíslaði að mér lítill fugl.  Með ritvillum til bragðbætis.  Til að mynda eitt s í Jónson.  Kannski svo sem alveg nóg undir öðrum kringumstæðum.   

  Þetta er hið versta mál.  Það hefði verið gaman að mæla styrk ÍÞ í kjörklefum;  hvaða hljómgrunn stefnumál hennar eiga meðal þjóðarinnar.  Ennfremur hvaða kjörþokka frambjóðendur hennar hafa.  Hann gæti verið meiri en margur heldur.  Eða minni.

  Verra er með undirskriftirnar.  Þar er um saknæmt athæfi að ræða.  Skjalafals.  Að því er virðist gróft.  Yfirkjörstjórn hafði samband við fólk á meðmælalistunum.  Meirihluti þeirra fjallagarpa kom af fjöllum.  Kannaðist ekki við að hafa ljáið nafn sitt á listana.

  Mig grunar helsta keppinaut ÍÞ,  Flokk fólksins,  um græsku.  Þeir hafi sent flugumann inn í herbúðir ÍÞ til að ógilda meðmælalistana.  Annað eins hefur gerst í pólitík.  Jafnvel rúmlega það.  Hæpið er - en ekki útilokað - að einhver sé svo heimskur að halda að hægt sé að komast upp með að falsa meðmælendalista á þennan hátt.

  Einn möguleikinn er að einhverjir meðmælendur ÍÞ kunni ekki sjálfir að skrifa nafna sitt.  Það er ekki útilokað.  Hver sem skýringin er þá hlýtur skjalafalsið að verða kært, rannsakað og glæpamaðurinn afhjúpaður.  Að því loknu dæmdur til fangelsisvistar á Kvíabryggju innan um bankaræningja.       

   


mbl.is Íslenska þjóðfylkingin býður ekki fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Réttsýni

Hver framdi glæpinn? Kann ekki ónefndur moggabloggari, frambjóðandi og harður stuðningsmaður þjóðfylkingarinnar (blessuð sé minning hennar) svör við því? 

Réttsýni, 14.10.2017 kl. 17:33

2 identicon

Hvað segir nú guðfræðingurinn Jón Valur Jensson, helsti talsmaður Íslensku Þjóðfylkingarinnar á Útvarpi Sögu ?  Á bloggi sínu 14 Oktober s.l. skrifar Jón Valur ,, ... reynsla okkar sem stóðum að þessari undirskriftasöfnun og markmiðið sem tókst ... ". Ertu pennasafnari Jón Valur Jensson ? 

Stefán (IP-tala skráð) 14.10.2017 kl. 18:49

3 identicon

Gamli Símahrellirinn (lesist JVJ) er ekki ókunnugur því að hafa hringr í gamalt fólk og "boðist" til að skrifa á meðmælalista til Ólafs Ragnars Gímssonar til að skora á hann til áframhaldandi setu á forsetastól. Hann gumaði meira segja af þessu sjálfur.

Spurning hvort að hann hafi tekið upp fyrri iðju?

thin (IP-tala skráð) 14.10.2017 kl. 19:04

4 Smámynd: Jens Guð

Réttsýni,  fyrsta skrefið er að finna þann sem skrifaði undirskriftirnar án samráðs við viðkomandi.  

Jens Guð, 14.10.2017 kl. 19:18

5 Smámynd: Jens Guð

Stefán, JVJ hlýtur að gera grein fyrir þessu.  Hann er heiðarlegur og grandvar.  

Jens Guð, 14.10.2017 kl. 19:19

6 Smámynd: Jens Guð

Thin,  það er gustuk að hringja í aldraða og bjóðast til að skrifa upp á allskonar fyrir þá.  Gamlingarnir kunna vel að meta það.  

Jens Guð, 14.10.2017 kl. 19:21

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel er þessi pistill þinn skrifaður, Jens.

En engin svör kann ég við spurningum frá "Réttsýni" kl. 17.33.

Svarið við spurningu Stefáns í næstu athugasemd er NEI, ég er ekki pennasafnari, og ég átti engan þátt í þessum fölsuðu undirskriftum. Slíkt er fyrir neðan virðingu mína sem kristins manns og andstætt frumreglu, sem ég hef oft minnt á og styðst við orð Páls postula (Róm.3.8), þess efnis að tilgangurinn helgar ekki meðalið.

Svarið við innleggi "thin" kl. 19.04 er það, að áskorendur á Ólaf Ragnar Grímsson skrifuðu ekki nöfn sín á neinn lista, heldur var um tölvuskráningu að ræða á vef, sem var þó ekki stofnaður af mér; ég hvatti til þess í Útvarpi Sögu, að menn skráðu sig þar, en þegar farið var að biðja mig hjálpar um slíka innskráningu, af hálfu eldra fólks og annarra tölvulausra, þá gaf ég grænt ljós, að hringt yrði í mig og að ég gæti þá annazt slíkt fyrir viðkomandi, en myndi þó fyrst ganga úr skugga um, að nöfn viðkomandi væru rétt, með uppflettingu í símaskrá, og hringja aftur í þá til að tryggja, að þar væri um raunverulega um þá að ræða, sem þeir sögðust vera, og gekk það allt hnökralaust fyrir sig, og engir falsarar reyndust hafa freistað þess að senda inn ógild nöfn, annarra en sjálfra sín.

Ég tek undir óskir Jens um að það takist að finna hinn seka eða þá seku í þessu fölsunarmáli vegna framboðs Íslensku þjóðfylkingarinnar.

Jón Valur Jensson, 14.10.2017 kl. 19:50

8 Smámynd: Jens Guð

Jón Valur,  bestu þakkir fyrir greinargóð og upplýsandi svör.  Ég vissi enda fyrir að þú ert alltaf hreinn og beinn og heiðarlegur.  

Jens Guð, 14.10.2017 kl. 20:21

9 identicon

Er þetta pólitískt hryðjuverk? Merkilegt ef svo er. Gott hjá Jóni Vali að stíga fram og hreinsa loftið.

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 14.10.2017 kl. 22:20

10 identicon

Það einfaldar málið að Jón Valur er ekki pennasafnari og þarf því bara að mæta með eina pennann sinn ef hann verður kallaður til yfirheyrslu hjá Yfirkjörsókn.  Páll postuli sagði ,, Úr hópi sjálfra ykkar munu koma menn sem flytja rangsnúna kenningu til að tæla lærisveinana á eftir sér ".

Stefán (IP-tala skráð) 14.10.2017 kl. 22:23

11 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Penninn minn er bleklaus!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 14.10.2017 kl. 23:04

12 identicon

Einhver lögfræðingur hafði stór orð um skjalafals og þunga dóma

Allar undirskriftir hljóta að vera jafnmerkilegar og ekki skipta máli hvort þær eru 1 eða 100 né hjá hvaða flokki ef ákæra á um skjalafals

Grímur (IP-tala skráð) 15.10.2017 kl. 08:44

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

ÞF var með 0,1% fylgi. Mælst ekki lægra. Fjöldi flokksmanna hefur líklega ekki nægt til að gefa sjálfum sér meðmæli.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.10.2017 kl. 10:19

14 identicon

Jens. Þegar þoku spillingarbanka/sjóðastjóra-mafíunnar léttir, þá kemur ýmislegt í flóttamannalegt kannski í ljós. Það eiga sömu lög og sömu reglur að gilda fyrir alla einstaklinga og stjórnmálaflokka, í löglegu réttarríkis lýðræði.

Ætli fleiri flokkar hafi reynt slíkt hið sama og Þjóðfylkingin er sögð hafa reynt?

Hafa aðrir flokkar verið með skyndibita-snöggsoðinn varamannabekkjaskipaðan embættismannalistaðan þrælabekk, á snillingakerfisbrautinni "greiða-góðu", á síðustu metrunum?

Og vegna "góðra manna" tenginga innan embættisstjórna-toppa spillingarkerfisins á Íslandi, sloppið framhjá eða í gegnum "nálarauga" landamæraeftirlitsins í "lýðræðisríkinu" sparibauka-falskristna?

Flokkar sumra hafi fallið bara "alveg óvart" á milli skips og bryggju, í "velferðar"-reglu-ruglskerfinu?

Fallbrautin getur greinilega verið hættulega hál, á milli lögmannanna-túlkuðu réttu brautarinnar, og lögmannatúlkuðu ó-réttu brautarinnar, í svokölluðu réttarríkinu "löglega og stjórnarkrárvarða" á Íslandi?

Eða hvað?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2017 kl. 17:35

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Anna, í forsetakosningum þá var Ástþór sekur um þetta. Þá voru fleiri sem voru undir grun, en ekki reyndust falsaðar undirskriftir hafa áhrif á löglbundinn fjölda undirskrifta og þar með var það ekki rannsakað frekar.

Það sama virðist uppi á teningnum nú. Það virðist í lagi að falsa svo lengi sem það er umfram þess sem krafist er. Merkileg pólisía en samt er það svona.

Það er alltaf möguleiki á að flugumenn með illt í hyggju planti ser í undirbúning framboða til að spilla þeim. Þessvegna þyrfti að finna hinn seka og láta hann gjalda þungri refsingu fyrir.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.10.2017 kl. 12:33

16 Smámynd: Jens Guð

Sigþór,  maður spyr sig.

Jens Guð, 16.10.2017 kl. 16:23

17 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 10),  Páll kunni að orða hlutina.

Jens Guð, 16.10.2017 kl. 16:25

18 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  þá grípur maður til blýantsins. 

Jens Guð, 16.10.2017 kl. 16:26

19 Smámynd: Jens Guð

Grímur,  refsiramminn er upp á 8 ára fangelsi fyrir skjalafals.  Löggjafinn skilgreinir þetta sem alvarlegan glæp. 

Jens Guð, 16.10.2017 kl. 16:28

20 Smámynd: Jens Guð

Jón Steinar /# 13),  var þetta ekki eitthvað misjafnt eftir könnunum?

Jens Guð, 16.10.2017 kl. 16:34

21 Smámynd: Jens Guð

Anna Sigríður,  einhverstaðar kom fram að falsaðar undirskriftir hafi í gegnum tíðina dúkkað upp en ekki eins stórtækt og hjá ÍÞ.  

Jens Guð, 16.10.2017 kl. 16:38

22 Smámynd: Jens Guð

Jón Steinar (# 15),  assgoti má það vera merkilegt að yfirkjörstjórn leggi blessun yfir gróft skjalafals.  

Jens Guð, 16.10.2017 kl. 16:47

23 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Jens minn, það er ekkert merkilegt. Þetta hafa stjórnvöld lengi gert. T.d er það sannað að sýslumannsembættið á Selfossi hefur stundað skjalafals. Sérstakur saksóknari hefur samt ekki séð ástæðu til að rannsaka það mál. Ég hef skrifað mikið um svonefnt Ásgautsstaðamál og ætla ekki að endurtaka það hér. 

Sæmundur Bjarnason, 17.10.2017 kl. 11:54

24 identicon

Sæmundur, það er víða sem Sýslumannsembætti haga sér undarlega, samanber nýjasta gjörning Sýslumannsebættis Reykjavíkur. Margir lögmenn, jafnvel hæstarréttarlögmaður telja þann gjörning vera ólögmætan. Flokkist frekar svona undir freklega valdnýðslu.

Stefán (IP-tala skráð) 17.10.2017 kl. 13:03

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Einar Gautur hrl. er mjög réttsýnn málafærslumaður. Það var fróðlegt að heyra álit hans á Rúv í morgun á lögbannsmálinu á Stundina, og vonandi verður því hrundið fyrir héraðsdómi eftir um eina viku.

Jón Valur Jensson, 17.10.2017 kl. 13:59

26 identicon

Það sem þú skrifar hér Jón Valur bendir til þess að það sé rétt sem Jens skrifar til þín hér að ofan ,, Þú ert alltaf hreinn og beinn og heiðarlegur ". Ég vona það svo sannarlega með þér Jón Valur, að Héraðsdómur vinni þetta mál af heilindum.

Stefán (IP-tala skráð) 17.10.2017 kl. 14:56

27 Smámynd: Jens Guð

Sæmundur,  ég þarf að kynna mér Ásgautsstaðamálið.  

Jens Guð, 18.10.2017 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband