Sjónvarpsžįtturinn Śtsvar

 

  Spurningakeppnin Śtsvar hefur til fjölda įra veriš einn vinsęlasti dagskrįrlišur Sjónvarpsins.  Žar hefur margt hjįlpast aš:  Skemmtilegar og fjölbreyttar spurningar,  góšir spyrlar og įgęt svišsmynd, svo fįtt eitt sé nefnt.    

  "Ef žaš er ekki bilaš žį žarf ekki aš gera viš žaš," segir heilręšiš.  Žetta hefšu embęttismenn Sjónvarpsins mįtt hafa ķ huga.  Žess ķ staš réšust žeir į haustmįnušum ķ aš stokka rękilega upp.  Lįtum vera aš skipt hafi veriš um spyrla.  Hugsanlega var žaš aš frumkvęši frįfarandi spyrla,  Sigmars og Žóru.  Žau stóšu vaktina meš glęsibrag ķ įratug.

  Verra er aš svišsmyndinni hefur veriš kollvarpaš įsamt fleiru.  Ekki endilega til hins verra.  Kannski jafnvel til bóta.  Vandamįliš er aš fastgróinn fjölskyldužįttur žolir illa svona róttęka breytingu į einu bretti.  Svoleišis er margsannaš ķ śtlöndum.  Ekki ašeins ķ sjónvarpi.  Lķka ķ śtvarpi og prentmišlum.  Fjölmišlaneytendur eru afar ķhaldssamir.

  Gunna Dķs og Sólmundur Hólm eru góšir og vaxandi spyrlar.  Žaš vantar ekki.

  Tvennt mį til betri vegar fęra.  Annarsvegar aš stundum eiga sumir keppendur til aš muldra svar.  Žį er įstęša til aš skżrmęltir spyrlar endurtaki svariš.  Hitt er aš ķ oršaruglinu er skjįrinn af og til of stutt ķ nęrmynd.  Žaš er ekkert gaman aš fylgjast meš keppendum horfa į skjįinn hjį sér.  Žetta veršur lagaš,  ętla ég.  

śtsvar

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Siguršur I B Gušmundsson

Er ekki skatturinn meš śtsvariš!!!

Siguršur I B Gušmundsson, 21.10.2017 kl. 17:27

2 identicon

Eitt er į hreinu, aš RUV er meš langbestu og vöndušustu dagskį allra ķslenskra sjónvarps og śtvarpsstöšva og lķka trśveršugasta fréttaflutninginn.  

Stefįn (IP-tala skrįš) 22.10.2017 kl. 10:24

3 Smįmynd: Jens Guš

Siguršur I B,  jś! laughing

Jens Guš, 23.10.2017 kl. 08:27

4 Smįmynd: Jens Guš

Stefįn,  ég kvitta undir žaš.

Jens Guš, 23.10.2017 kl. 08:27

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband