28.10.2017 | 09:46
Skelfilegt klúður lífeyrissjóðanna
Fyrir nokkru tóku lífeyrissjóðir upp á því að fjárfesta í Skeljungi. Svo virðist sem það hafi verið gert í blindni; án forskoðunar. Einhverskonar trú á að svo gömul og rótgróin bensínsala hljóti að vera gullnáma. Á sama tíma hefur rekstur Skeljungs hinsvegar verið afar fálmkenndur og klaufalegur - með tilheyrandi samdrætti á öllum sviðum.
Starfsmannavelta er hröð. Reynslulitlum stjórnendum er í mun um að reka reynslubolta. Þeir fá einn eða tvo klukkutíma til að taka saman eigur sínar og pilla sig á brott. Engu að síður eru þeir á biðlaunum næstu mánuðina án vinnuframlags. Í mörgum tilfellum taka þeir með sér dýrmæta þekkingu og viðskiptasambönd.
Fyrr á árinu kynnti Skeljungur væntanlega yfirtöku á 10-11 matvörukeðjunni. Þar var um plat að ræða. Til þess eins ætlað að fráfarandi eigendur gætu selt lífeyrissjóðum hlutabréf sín á yfirverði.
Í vetrarbyrjun var nýr forstjóri ráðinn. Þar var brotin hefð og gengið framhjá fjórum framkvæmdastjórum fyrirtækisins á Íslandi. Þess í stað var það sett undir framkvæmdastjóra færeyska dótturfélagsins, P/F Magn. Frá 1. okt hefur Skeljungi verið fjarstýrt frá Færeyjum.
Nýjustu viðbrögð við stöðugum samdrætti eru að sparka 29 starfsmönnum á einu bretti: 9 á aðalskrifstofu og öllum á plani. Héðan í frá verða allar bensínstöðvar Skeljungs án þjónustu. Það þýðir enn frekari samdrátt. Fólk með skerta hreyfigetu vegna fötlunar eða öldrunar hverfur eins og dögg fyrir sólu af bensínstöðvum Skeljungs.
Í gær sá ég einhentan mann leita ásjár hjá stafsmanni 10-11 við að dæla bensíni á bílinn. Sá má ekki vinna á plani. Meðal annars vegna þess að þar er hann ótryggður fyrir slysum eða öðrum óhöppum.
Liggur nærri að brottrekstur 29 starfsmanna sé um þriðjungs samdráttur. Eftir sitja um 30 á aðalskrifstofu og um 30 aðrir á launaskrá. Hinir brottreknu eru svo sem líka á launaskrá eitthvað fram á næsta ár. Til viðbótar er mér kunnugt um að einhverjir af þeim sem eftir sitja hyggi á uppsögn út af öllu ruglinu. Afar klaufalega var að öllu staðið. Til að mynda var sölustjóra efnavara sparkað. Hann var eini starfsmaður fyrirtækisins með haldgóða þekkingu á efnavörunum. Það sýndi sig í hvert sinn sem hann fór í frí. Þá lamaðist efnavörusalan á meðan. Nú lamast hún til frambúðar.
Einhver kann að segja að Skeljungur hafi skorað stig með því að ná bensínsölu til Costco. Hið rétta er að skorið skilar ekki fjárhagslegum ávinningi. Þar er um fórnarkostnað að ræða til að halda hinum olíufélögunum frá Costco. Nú fá þau olíufélög fyrirhafnarlaust í fangið alla bílstjóra með skerta hreyfigetu. Spurning hve eigendum lífeyrissjóðanna þykir það vera góð ávöxtun á þeirra peningum.
Ekki bara hægt að benda á Costco | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Fjármál, Spaugilegt, Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:52 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
Nýjustu athugasemdir
- Passar hún?: Jóhann, heldur betur! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Já þessar jólagjafir eru stundum til vandræða......... johanneliasson 22.1.2025
- Passar hún?: Sigurður I B, góð saga! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Bjarki, svo sannarlega! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Þetta minnir mig á... Manninn sem keypt sér rándýrt ilmvatn (ef... sigurdurig 22.1.2025
- Passar hún?: Ömmurnar eru með þetta, takk fyrir mig Jens bjarkitryggva 22.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Brjánn, takk fyrir þetta. jensgud 19.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: áhugaverður samanburður. https://www.youtube.com/watch?v=1651r_... Brjánn Guðjónsson 18.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, ef þú kannt ekki að meta meistaraverkin eftir Mozart, þ... Stefán 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, þú ert með skemmtilegan flöt á dæminu! jensgud 15.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 446
- Sl. sólarhring: 459
- Sl. viku: 1601
- Frá upphafi: 4121420
Annað
- Innlit í dag: 370
- Innlit sl. viku: 1399
- Gestir í dag: 358
- IP-tölur í dag: 336
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Þetta er alveg frábær lesning ( en um leið mjög sorgleg ) og hnitmiðuð yfirferpð hjá þér Jens á klaufalegu brambolti fólks sem er greinilega ekki fært um að stýra stóru fyrirtæki og hefur nú gert það að smá fyrirtæki. Sérstaklega er mér brugðið við að lesa um uppsögn á sölustjóra efnavöru, þar sem sala á slíkum vörum á eingöngu heima hjá fagfólki, en ekki fúskurum eins og búast má við að sé nú. Afar varhugaverð og raunar vítaverð ákvörðun sýnist mér. Hugsanlega er þarna um einhvern vanhugsaðan klíkuskap að ræða. Það sem þú skrifar um fatlaðan mann sem fékk dælingar aðstoð hjá starfsmanni 10/11 er raunar mjög gróft brot hjá viðkomandi starfsmanni, þar sem starfsfólk 10/11 er t.d. klárlega ekki tryggt fyrir óhöppum sem þeir kunna að verða fyrir eða valda utandyra. Þetta þarf VR greinilega að skoða og fylgjast vel með á meðan fatlaðir og aldraðir fatta ekki að fara alfarið yfir á þjónustustöðvar Olís og N1. Hlutabréf í Skeljungi/Orkunni hljóta að falla í kjölfar þessara aðgerða og uppsagna.
Stefán (IP-tala skráð) 28.10.2017 kl. 13:05
Eftir því sem mér skilst þá kaupir Costco eldsneyti á heimsmarkaði, en fær Skeljung til að koma eldsneytinu í tanka Costco.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 28.10.2017 kl. 13:40
Var fyrst svolítið hugsi yfir þessum kaupum frá Costco frá skeljungi , en að sjálfsögðu eru þeir að versla við alþjóðafyrirtækið Shell. Skeljungur er þar með skuldbundið til að afhenda Costco afnot af bensíni og olíu af olíutönkum sem þeir fá afnot af frá Shell. En þeir leggja bara meira á bensínið en Costco.
Jósef Smári Ásmundsson, 28.10.2017 kl. 16:01
Stefán, rekstur Skeljungs byggir á litlum klíkum sem togast á.
Jens Guð, 29.10.2017 kl. 17:38
Jóhann, utan Íslands kaupir Costco eldsneyti á heimsmarkaði og fær dælubíla Shell til að tanka sig. Þannig er það ekki á Íslandi. Hérna er um að ræða beina sölu Skeljungs til Costco
Jens Guð, 29.10.2017 kl. 17:42
Jósef Smári, Costco á Íslandi er ekki í miklum viðskiptum við alþjóðafyrirtækið Shell. Reyndar er Skeljungur á Íslandi í ótrúlega litlum viðskiptum við alþjóðafyrirtækið Shell. Í dag er engin bensínstöð á Íslandi merkt Shell. Shell er ekki til á Íslandi.
Jens Guð, 29.10.2017 kl. 19:18
Þetta fyrirtæki er greinilega ekki undir Shell lengur, en er þó að hverfa undir skel.
Stefán (IP-tala skráð) 29.10.2017 kl. 20:49
Stefán (# 7), vel orðað!
Jens Guð, 30.10.2017 kl. 10:22
Skeljungur er og hefur verið, ömurlega rekið fyrirtæki, í mörg ár. Nærtækasta dæmið um ömurlegt viðskiptavit stjórnenda þess, er þegar þeir hugðust taka vegasjoppuverslun yfir og byrjuðu á því að henda Jóni í Skalla út í hafsauga og rífa síðan eina af sínum bestu mjólkurkúm við þjóðveginn, í Borgarnesi, þar sem þeir byggðu helmingi minni sjoppu, undir nafninu Stöðin. Algert flopp, frá upphafi til enda. Hundruðir milljóna í vaskinn. Ef annað í rekstrinum er á þessa bókina lært, hlýtur það að teljast áfellisdómur yfir þeim lífeyrissjóðum, sem séð hafa ávöxtunarvon í því, að fjárfesta í svona dauðadómsfyrirtæki.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 30.10.2017 kl. 22:02
Nákvæmlega Halldór Egill, svo að ekki sé nú minnst á samstarfið við 10/11, sem nú hefur kostað stöðvarnar alla útimenn og ekki lengur boðið upp á nokkra útiþjónustu. Stór viðskiptavinur fyrirtækisins benti mér á að nú væri að koma knattspurnumaður frá Akranesi til að taka yfir sölusvið, þar sem væri búið að henda út bestu og reyndustu sölumönnum fyrirtækisins að undanförnu ! ?
Stefán (IP-tala skráð) 30.10.2017 kl. 23:27
Halldór Egill (# 9), ég bæti því við að í húsnæði Skeljungs í Fitjum í Njarðvík var rekinn gríðarvinsæll veitingastaður, Fitjagrill. Skeljungsmenn sáu ofsjónum yfir vinsældunum. Þeir hentu Fitjagrilli út og ætluðu að opna í staðinn Bad Boys grill. Leika sama leik og þegar Skalla var hent út við Vesturlandsveg. Gallinn var sá að salan í grillinu á Vesturlandsvegi hrundi í kjölfar brotthvarfs Skalla. Var því hinkrað með að opna grillið í Fitjum. Húsnæðið þar hefur staðið autt síðan. Ekki aðeins töpuðust þokkalegar leigutekjur heldur kom þetta líka niður á bensínsölu. Margir svangir notuðu nefnilega tækifærið og fylltu bensíntankinn á meðan maturinn þeirra grillaður og steiktur.
Jens Guð, 31.10.2017 kl. 07:03
Stefán (# 10), þetta er sprenghlægilegt - ef það væri ekki jafnframt svo dapurlegt að vita af peningum lífeyrissjóðsfélaga hent á þennan hátt út um gluggann.
Jens Guð, 31.10.2017 kl. 07:06
Ef þetta er rétt hjá þér Jens Guð, af hverju er Costco með lægra verð á eldsneyti en Shell hefur á sínum eiginn smásölustöðum á eldsneiti? Það gengur ekki upp.
Ég hef verið félagi i Costco kaupfélaginu i yfir 30 ár og ástæðan fyrir lægra verði er vegna magns sem þeir kaupa af framleiðendum. En eitt er vist að Costco kaupfélagið er engin góðgerðarstarfsemi, enda eru hlutabréf þeirra á hlutabréfamarkaði í góðri stöðu.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 1.11.2017 kl. 22:31
Jóhann, Costco lét olíufélögin keppa um verðið. Skeljungur undirbauð hin - til að halda þeim frá Costco. Talsmenn Skeljungs hafa útskýrt hærra verð á sínum eigin sölustöðum þannig: Hjá Costco þarf einungis að dæla á tankana. Costco sér um alla aðra vinnu og utanumhald. Á sínum eigin sölustöðum er Skeljungur með ýmsan rekstrarkostnað, svo sem ruslafötur sem þarf að tæma, þvottaplan með kústum, loftdælur til að pumpa í dekk og svo framvegis. Það þarf að borga rafmagnsreikninga, vatnsreikninga og laun. Bensínið er selt á sama verði hringinn í kringum landið en ætti í raun að vera á hærra verði fámennari stöðum lengra frá höfuðborgarsvæðinu. Að auki borga fæstir alvöru bensínkaupendur uppgefið verð. Þeir eru með afsláttarkort, hvort heldur sem eru fyrirtæki eða almennir kaupendur. Ég rek litla eins manns heildsölu sem er aðallega í útkeyrslu. Ég er með það góðan afslátt að ekki borgar sig fyrir mig að kaupa bensín hjá Costco nema þegar ég á leið þar hjá.
Þegar Atlasolía lækkaði verð hjá sér niður að verði Costco svaraði Costco með því að lækka sitt verð meira. Til margra vikna niðurgreiddi Costco þá bensínið í stað þess að selja það á innkaupsverði fram að því. Talsmaður Costco upplýsti hreinskilningslega að tilgangurinn með bensínsölunni væri sá að fá fólk til að kaupa félagskort og mæta á svæðið. Kortasalan á Íslandi er upp á 500.000.000 í ár. Væntanlega skilar hún ámóta á næsta ári.
Agnið sem bensínsalan er virkar vel. Maður horfir á eftir bílunum bruna frá bensíndælunum beinustu leið að inngangi verslunarinnar. Löngu síðar kjaga bílstjórarnir með troðfullar innkaupakerrur út á bílastæði.
Jens Guð, 2.11.2017 kl. 08:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.