Alţjóđlegi Clash dagurinn

  5. febrúar 2013 brá bandaríska útvarpsstöđin KEXP á leik;  Hún spilađi einungis lög međ bresku hljómsveitinni the Clash ţann daginn.  Ţetta varđ the Clash dagurinn.  Dagskráin vakti mikla athygli og gríđarmikla hrifningu hlustenda.  Hlustun á ţessa vinsćlu útvarpsstöđ margfaldađist.  Fyrr en varđi endurtóku ađrar útvarpsstöđvar leikinn.  5. febrúar varđ formlegi Clash dagurinn.  Í fyrra og í ár er hann reyndar 7. febrúar.  Ţađ hefur eitthvađ međ ţađ ađ gera ađ hann beri ekki upp á frídag.  Međal annars vegna ţess ađ 15 ríki og stórborgir halda í dag Clash daginn hátíđlegan sem frídag.  

  Bandaríska Seattle-borg var fyrst til ađ gera Clash daginn ađ opinberum hátíđisdegi.  Svo bćttist viđ Washington ríki sem hýsir Seattle-borg. Einnig Washington DC ríki.  Toronto-borg í Kanada er komin međ í leikinn.

  Á annađ hundrađ útvarpsstöđvar víđa um heim halda Clash-daginn hátíđlegan; spila einungis the Clash lög.  Ţćr eru ekki ađeins í Bandaríkjunum heldur einnig í Póllandi, Argentínu,  Kanada,  Írlandi,  Spáni og Japan. 

  Fyrir nokkrum árum hitti ég poppskríbent frá Seattle.  Hann sagđi mér ađ ímynd útlensks rokks ţar á borg sé fyrst og fremst Bítlarnir og the Clash.

   The Clash var önnur tveggja hljómsveita sem leiddi bresku (og alţjóđlegu) pönkbyltinguna 1976/77 (hin var Sex Pistols)  Hún varđ eina breska pönksveitin sem náđi ofurvinsćldum í Amiríku.  Ekki síst í Bandarkjum Norđur-Ameríku - ţrátt fyrir ađ útgáfufyrirtćki hennar, CBS,  hafi ţráskallast viđ ađ selja jómfrúarplötu hennar ţar.  Enn í dag á fyrsta plata the Clash met í sölu á plötu í póstkröfu til Bandaríkjanna:  Hátt í hálfa milljón eintaka.  CBS hélt áfram ađ bregđa fćti fyrir the Clash fram á síđasta dag.  Til ađ mynda gaf CBS út á smáskífu lagiđ "Remote control" - gegn áköfum mótmćlum liđsmanna the Clash sem skilgreindu lagiđ sem lélegasta uppfyllingarlag jómfrúarplötunnar.  Síđar harđneitađi móđurfyrirtćki CBS í Bretlandi ađ gefa út lagiđ "Bankrobber".  Eftir illvígar deilur náđist lending um ađ útibú CBS í Ţýskalandi gćfi lagiđ út án afskipta breska móđurfyrirtćkisins (sem sá ekki einu sinni um heildsöludreifingu á ţví í Bretlandi).  Ljóst er ađ the Clash hefđi orđiđ mun stćrra nafn á ferlinum ef hljómsveitin hefđi notiđ myndarlegs stuđnings CBS í stađ ítrekađra leiđinda í bland viđ afskiptaleysi.       

  Ađ Bítlunum frátöldum hefur engin hljómsveit ţróađ sína tónlist jafn hratt og í allar áttir frá fyrstu plötum og the Clash. Eftir ađ hljómsveitin brotlenti illa um miđjan níunda áratuginn og leystist upp hefur vegur hennar vaxiđ jafnt og ţétt.  Til ađ mynda kraumađi lagiđ "Should I Stay or Should I Go" á vinsćldalistum til margra ára uns ţađ náđi 1. sćti breska vinsćldalistans 1991. Stćrsta tónlistartímarit heims,  bandaríska Rolling Stone, útnefndi "London Calling" sem bestu plötu níunda áratugarins.  Í Bandaríkjunum varđ the Clash risa "statium" band.  Spilađi fyrir allt ađ 140.000 manns á stökum hljómleikum.     

  Vinsćldir the Clash eru ofurmiklar í spćnskumćlandi löndum.  Ţar gera ótal hljómsveitir út á lög the Clash.  Ýmsir fleiri hafa gert ţađ gott út á tónlist hljómsveitarinnar.  Til ađ mynda er margverđlaunađ lag M.I.A. "Paper Planes" í kvikmyndinni "Slumdog Millionar" byggt á lagi the Clash "Straight to Hell".  Ađrir hafa gert ţađ gott út á the Clash lagiđ "Guns of Brixton".  Lengi mćtti áfram telja.  

               


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Mikiđ myndi ţađ gleđja mig ađ fá einn Trump frían dag!!!

Sigurđur I B Guđmundsson, 7.2.2018 kl. 20:38

2 identicon

Ţađ fyndna er ađ The Clash sem oft eru sagđir hafa leitt breski punkbylgjuna sendu ađeins eina punkplötu frá sér, ţé fyrstu.  The Clash ţróuđust ofur hratt frá punkinu og urđu fljótt leiđandi hljómsveit í breska nýbylgjurokkinu. Platan London Calling er meistaraverk, en ţrefalda platan Sandinista ! er líka frábćr ađ einum ţriđja hluta. Trommuleikarinn Topper Headon var minn uppáhalds hljóđfćraleikari í the Clash. Hann var vel skólađur í jazz og soul tónlist og hafđi klárlega mikil áhrif á tónlistarţróun og ţćr tónlistarstefnur sem The Class fóru út í  s.s. raggea og funk. Hinn frábćri bandaríski trommuleikari Stewart Copeland gerđi raunar ţađ sama fyrir nýbylgjurokk tríóđ The Police.

Stefán (IP-tala skráđ) 8.2.2018 kl. 21:11

3 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur I B,  ţađ verđur nokkurra ára biđ í ađ ósk ţín rćtist!

Jens Guđ, 9.2.2018 kl. 01:27

4 Smámynd: Jens Guđ

Stefán,  Topper Headon var/er mikill snillingur.  Hann samdi "Rock the Casbah" og spilar í laginu á öll hljóđfćri (trommur, bassa og hljómborđ) nema gítar.  Ţetta varđ annađ tveggja vinsćlastu laga the Clash í Bandaríkjunum og ţađ sívinsćlasta.  Liđsmönnum the Clash til ama ţá gerđi bandaríski herinn ţađ ađ einkennislagi innrásarinnar í Írak.  Jafnframt voru sprengjurnar sem notađar voru í innrásinni merktar flennistórri áletrun "Rock the Casbah" til ađgreiningar frá öđrum sprengjum í vopnabúri hersins..

Jens Guđ, 9.2.2018 kl. 01:52

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.