Hvaða áhrif hefur tónlist?

  Nútímatækni heilaskanna og allskonar græja hafa staðfest að tónlist hefur gríðarmikil áhrif á okkur.  Það var svo sem vitað fyrir.  Bara ekki mælt með myndum af starfsemi heilans.

  Gamlar rannsóknir leiddu í ljós að sérútfærð músík spiluð í stórmörkuðum getur aukið sölu um fjórðung.  Það er rosalega mikið. 

  Hver og einn einstaklingur þekkir að músík hefur áhrif.  Sum lög koma okkur í gott stuð.  Önnur framkalla angurværð.  Enn önnur framkalla minningar.  

  Þegar hlustað er á músík verður virkni heilans mikil.  Þar á meðal heilastöðvar sem hafa að gera með athyglisgáfu,  námsgetu,  minni og framtíðaráform.  

  Tónlist kemur umsvifalaust af stað öflugri framleiðslu á vellíðunarboðefninu dópamín.  Það og fleiri boðefni heilans eru á við öflug verkjalyf og kvíðastillandi.  Eru að auki örvandi gleðigjafar og efla varnarkerfi líkamans svo um munar.  Til viðbótar bætist við framleiðsla á hormónum sem einnig efla varnarkerfi líkamans.  

  Sjúklingar sem hlusta á sína uppáhaldsmúsík áður en þeir gangast undir uppskurð framleiða hormónið cortisol.  Það eyðir áhyggjum og streitu.  

  Þegar hlustað er á uppáhaldstónlist þá verða viðhorf gagnvart öðrum jákvæðari.  Fólk verður félagslyndara.  Finnur jafnvel fyrir sterkri löngun til að bjóða upp í dans.  

  Börn sem læra á hljóðfæri stækka þann hluta heilans sem hefur að gera með sköpunargáfu í víðtækustu merkingu.  Sú er ástæðan fyrir því að flestir tónlistarmenn eru jafnframt áhugasamir um aðrar listgreinar.  Bítlarnir eru gott dæmi.  John Lennon var myndlistamaður og rithöfundur.  Paul McCartney var áhugateiknari og sendi frá sér teiknimyndabók.  George Harrison var með leiklistadellu og gaf út kvikmyndir Monthy Pyton.  Ringo Starr var einnig með leiklistadellu.  Hann lék í fleiri kvikmyndum en Bítlamyndum.  John Lennon sagði að ef liðsmenn Bítlanna hefðu ekki náð saman á réttu augnabliki og á réttum forsendum þá hefði aðeins Ringo náð að spjara sig.  Hann væri það hæfileikaríkur leikari.

  Hægur taktur tónlistar lækkar blóðþrýsting.  Hún er einnig besta meðal gegn mígreni og höfuðverk.  Meira en það:  Hlustun á uppáhaldstónlist dregur mjög svo verulega úr flogaköstum veikra.  Músíkástríða mín sem barns kvað niður flogaveikiköst (þau voru af gerð sem kallast drómasýki).  

          

     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Held bara að CCR uppfylli þetta allt (nema angurværð)!!!!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 15.3.2018 kl. 11:39

2 identicon

Það má líka nefna að ,, friðarsinninn " John Lennon lék í kvikmyndinni How I Won the War árið 1967. Paul McCartney hélt myndlistarsýningu í Þýskalandi árið 1999 og myndir hans þaðan eru í bókinni Paul McCartney Paintings sem kom út árið 2000. Paul var líka sá bítlanna sem aðallega samdi og stjórnaði myndinni Magical Mystery Tour með misjöfnum árangri árið 1967. Ringo Starr lék í kvikmyndunum ,, Candy 1968 ", ,, The Magic Cristian 1969 ", 200 Motels (Frank Zappa) 1970 ", ,, Blindman 1971 ", That'll Be the Day 1973 ", ,, Son Of Dracula 1974 ", Lisztomania 1975 ", Sextette 1978 og Caveman 1981. 

Stefán (IP-tala skráð) 15.3.2018 kl. 22:08

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Músikin í Bónus og af og til Krónunni er slík, að yfirleitt gleymi ég helmingnum að því sem forstjóri heimilisins sendi mig eftir. Þarf jafnvel að fara tvisvar, þegar verst lætur. Skil ekki hvernig þetta væl getur aukið sölu;-)

 Uppáhaldstónlist er býsna verðmæt eign fyrir marga. Hver hún er skiptir ekki máli. Það fer eftir hverjum og einum. Fátt er betra en að geta sest niður, já eða hreinlega leggjast og hlusta á sína uppáhaldstónlist, í friði. Algerum friði. Óskastund sem gefst þó of sjaldan, því miður.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 16.3.2018 kl. 00:50

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B, eitt - af mörgu - hrífandi við CCR er hrjúfur öskursöngstíll Johns Fogertys.  Hann forðaði rólegu lögunum blessunarlega frá því að verða angurvær.

Jens Guð, 16.3.2018 kl. 18:30

5 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  takk fyrir fróðleiksmolana.

Jens Guð, 16.3.2018 kl. 18:30

6 Smámynd: Jens Guð

Halldór Egill,  að leggjast niður og hlusta á uppáhaldsmúsík í friði - án þess að gera nokkuð annað - er heilun.  Nærir sálina og vökvar lífsblómið.

Jens Guð, 16.3.2018 kl. 18:35

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

https://www.facebook.com/tonarfyrirsalina/

Endiega skoðið mátt tónanna.

Haraldur Haraldsson, 17.3.2018 kl. 01:08

8 Smámynd: Jens Guð

Haraldur,  takk fyrir ábendinguna.  Gaman að kynnast þessari síðu.

Jens Guð, 17.3.2018 kl. 06:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.