Nauðsynlegt að vita

  Íslendingar sækja í vaxandi mæli sólarstrendur út um allan heim.  Aðallega sunnar á hnettinum.  Vandamálið er að mannætuhákarlar sækja líka sumar af þessum ströndum. Mörg góð manneskjan hefur tapað fæti eða hendi í samskiptum við þá.

  Hlálegt en satt;  að hákarlinn er lítið sem ekkert fyrir mannakjöt.  Hann sér allt óskýrt.  Þegar hann kemur sínu sjódapra auga á manneskju þá heldur hann að þar sé selur.  Hann elskar selspik.  Eins og ég. 

  Hákarl er lélegur í feluleik.  Hann fattar ekki að þegar hann syndir nærri yfirborði sjávar þá stendur uggi upp úr.  Þetta skiptir ekki máli gagnvart selum sem synda neðansjávar.  Manneskja sem kemur auga á hákarlsugga tekur hinsvegar eftir ógninni.  Verstu viðbrögð eru að taka hræðslukast og sprikla í átt að landi.  Það vekur aðeins athygli hákarlsins og espar hann upp.  Hann heldur að þar sé selur að reyna undankomu. Stekkur á bráðina og fær sér bita.

  Í þessum kringumstæðum hefur manneskjan tvo betri kosti en flótta.  Önnur er að grípa um sporð ókindarinnar og hlaupa með hana snaröfuga upp í strönd.  Hún kemur engum vörnum við.  Sveigjanleiki skrokksins er svo takmarkaður.

  Hin aðferðin er að ríghalda kvikindinu kjurru.  Hákarl drukknar umsvifalaust ef hann er ekki á stöðugri hreyfingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Íslendingar eiga aftur á móti Hákarla sem éta þjóð sína innan frá. 

Sigurður I B Guðmundsson, 1.4.2018 kl. 11:26

2 identicon

Já Sigurður, eins og olíufélögun eru greinilega að gera og tæplega eru bankarnir hættir þeirri iðju. 

Stefán (IP-tala skráð) 1.4.2018 kl. 13:25

3 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  já og það er ekki eins auðvelt að komast undan þeim.

Jens Guð, 2.4.2018 kl. 18:29

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  og Engeyingar.

Jens Guð, 2.4.2018 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband