Nauđsynlegt ađ vita

  Íslendingar sćkja í vaxandi mćli sólarstrendur út um allan heim.  Ađallega sunnar á hnettinum.  Vandamáliđ er ađ mannćtuhákarlar sćkja líka sumar af ţessum ströndum. Mörg góđ manneskjan hefur tapađ fćti eđa hendi í samskiptum viđ ţá.

  Hlálegt en satt;  ađ hákarlinn er lítiđ sem ekkert fyrir mannakjöt.  Hann sér allt óskýrt.  Ţegar hann kemur sínu sjódapra auga á manneskju ţá heldur hann ađ ţar sé selur.  Hann elskar selspik.  Eins og ég. 

  Hákarl er lélegur í feluleik.  Hann fattar ekki ađ ţegar hann syndir nćrri yfirborđi sjávar ţá stendur uggi upp úr.  Ţetta skiptir ekki máli gagnvart selum sem synda neđansjávar.  Manneskja sem kemur auga á hákarlsugga tekur hinsvegar eftir ógninni.  Verstu viđbrögđ eru ađ taka hrćđslukast og sprikla í átt ađ landi.  Ţađ vekur ađeins athygli hákarlsins og espar hann upp.  Hann heldur ađ ţar sé selur ađ reyna undankomu. Stekkur á bráđina og fćr sér bita.

  Í ţessum kringumstćđum hefur manneskjan tvo betri kosti en flótta.  Önnur er ađ grípa um sporđ ókindarinnar og hlaupa međ hana snaröfuga upp í strönd.  Hún kemur engum vörnum viđ.  Sveigjanleiki skrokksins er svo takmarkađur.

  Hin ađferđin er ađ ríghalda kvikindinu kjurru.  Hákarl drukknar umsvifalaust ef hann er ekki á stöđugri hreyfingu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Íslendingar eiga aftur á móti Hákarla sem éta ţjóđ sína innan frá. 

Sigurđur I B Guđmundsson, 1.4.2018 kl. 11:26

2 identicon

Já Sigurđur, eins og olíufélögun eru greinilega ađ gera og tćplega eru bankarnir hćttir ţeirri iđju. 

Stefán (IP-tala skráđ) 1.4.2018 kl. 13:25

3 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur I B,  já og ţađ er ekki eins auđvelt ađ komast undan ţeim.

Jens Guđ, 2.4.2018 kl. 18:29

4 Smámynd: Jens Guđ

Stefán,  og Engeyingar.

Jens Guđ, 2.4.2018 kl. 18:35

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.