29.4.2018 | 07:51
Á svig við lög
Lög, reglur og boðorð eru allavega. Sumt er spaugilegt. Til að mynda að bannað sé að spila bingó á föstudaginn langa. Mannanafnanefnd er botnlaus uppspretta skemmtiefnis. Verst að hún þvælist líka fyrir sumu fólki og gerir því lífið leitt. Þess á milli er hún rassskellt af erlendum dómstólum. Einnig af einstaklingum. Austurískur kvikmyndagerðarmaður, Ernst Kettler, flutti til Íslands á síðustu öld. Þegar hann fékk íslenskan ríkisborgararétt þá var hann skikkaður til að taka upp rammíslenskt nafn. Hann skoðaði lista yfir öll samþykkt íslensk nöfn og sótti um að fá að taka upp nafnið Vladimir Ashkinazy. Uppi varð fótur og fit. Ríkisstjórnin hafði leyft heimsfrægum píanóleikara með þessu nafni að fá íslenskan ríkisborgararétt og halda nafninu. Þar með var það viðurkennt sem íslenskt nafn.
Eftir jaml, japl og fuður varð niðurstaðan sú að Alþingi breytti mannanafnalögum. Felldi niður kröfuna um að innflytjendur þyrftu að taka upp rammíslenskt nafn. Taldi það skárri kost en að Ernst fengi að taka upp nafnið Vladimir Ashkinazy.
Hestanafnanefnd er líka brosleg.
Refsilaust er að strjúka úr fangelsi á Íslandi. Það er að segja ef flóttafanginn er einn á ferð.
Boðorðin 10 eru að sumu leyti til fyrirmyndar. Einkum það sem boðar: Þú skalt ekki girnast þræl náunga þíns né ambátt. Ég vona að flestir fari eftir þessu.
Í Noregi er bannað að afgreiða sterkt áfengi í stærri skammti en einföldum. Þú getur ekki farið inn á bar og beðið um tvöfaldan viskí í kók. "Það er stranglega bannað að selja tvöfaldan sjúss að viðlagðri hárri sekt og jafnvel sviptingu áfengisleyfis," upplýsir þjónninn. En til að koma til móts við viðskiptavininn segir hann í hálfum hljóðum: "Þú mátt panta tvo einfalda viskí í kók. Það er ekki mitt mál að fylgjast með því hvort að þú hellir þeim saman í eitt glas."
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt 4.5.2018 kl. 19:07 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 1026
- Frá upphafi: 4111551
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 862
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
,, Það blanda allir landa upp til stranda ". Ég held að slík blöndun sé lögleg til eigin nota, en sala er klárlega ólögleg. Landinn lætur sig samt hafa það að kaupa og drekka alls konar landa vegna þess að verð á löglegum áfengum drykkjum á Íslandi er klárlega það hæsta í heimi eins og allt annað, enda snarfækkar bókunum ferðalanga til Íslands á sama tíma og hótelum fjölgar. Það er verið að eyðileggja miðbæ Reykjavíkur með öllum þessum forljótu hótelbyggingum. íslenskt kaos í hnotskurn.
Stefán (IP-tala skráð) 29.4.2018 kl. 15:08
Svo voru það tvíburarnir hann Blær og hún Blær sem fóru í heimsókn til frændsyskina sinna þeirra Pott og Pönnu til að láta þau vita að þau hefðu ekkert á móti ambátt þeirra honum Kúnta Kinte!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 29.4.2018 kl. 16:53
Frábær þessi Ashkenazy saga! Faðir minn vann með Svía sem gert var að taka upp íslenskt nafn. Hann kaus Kristján Eldjárn. Hann mátti það ekki.
Wilhelm Emilsson, 29.4.2018 kl. 18:07
Stefán, gríðarmikil sala á bjór- og víngerðarefnum bendir til þess að bruggað sé töluvert í heimahúsum. Sumir af áhuga fyrir framkvæmdinni. Líta jafnvel á það sem listform. Aðrir eru að spara sér aurinn. Eitt sinn keypti ég ölgerðarefni. Í leiðarvísi var tekið fram að alls ekki mætti setja tiltekið mikið magn af sykri í blönduna því að þá yrði bjórinn 5% að styrkleika. Það væri bannað. Einungis mætti setja x mikið af sykri til að styrkurinn færi ekki upp fyrir leyfileg 2,25%. Mér tókst að ruglast á núllum. Missti ofan í flöskurnar tífalt sykurmagn. Eina nóttina vaknaði ég við eins og öfluga vélbyssuskothríð. Þá voru flöskurnar að springa í loft upp hver á fætur annarri. Hver einasta smallaðist í smáglerbrot.
Jens Guð, 1.5.2018 kl. 17:18
Sigurður I B, hann var góður þessi!
Jens Guð, 1.5.2018 kl. 17:18
Wilhelm, á tímabili voru hömlur á að taka ættarnöfnum. Ættarnöfn máttu erfast í karllegg. Eða hvort að það var hefð frekar en regla? Þegar kona gekk í hjónaband þá mátti hún taka upp ættarnafn eiginmannsins. Ég tilheyri rótgróinni Ísfeld-ætt sem teygir sig til Færeyja og Vestur-Íslendingabyggðir Kanada. Mamma og hennar 4 systkini bera öll og báru Ísfeld-nafnið. Á undanförnum árum hafa ýmsir afkomendur þeirra verið að taka upp Ísfeld-nafnið. Mér skilst að það sé ekkert mál. Það þurfi ekki einu sinni að vísa í að þetta sé fjölskyldu-ættarnafn.
Að mörgu leyti er ættarnafnadæmið skemmtilegt. Ég rekst oft á ókunnuga manneskju sem ber Ísfeld-nafnið. Þá spyr ég hvar hún sé staðsett í Ísfeld-ættinni. Kemur þá iðulega í ljós töluverður skyldleiki. Kannski afkomandi afabróður míns eða álíka.
Jens Guð, 1.5.2018 kl. 17:38
Takk fyrir gott svar. Ísfeld er gott eftirnafn. En það er erfitt að slá út Guð!
Wilhelm Emilsson, 3.5.2018 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.