20.5.2018 | 11:04
Hvað finnst þér?
Glyvrar er 400 manna þorp á Austurey í Færeyjum. Það tilheyrir 4000 manna sveitarfélaginu Rúnavík. Eins og almennt í Færeyjum skipar kirkjan háan sess í tilveru íbúa Glyvrar. Kirkjubyggingin er næstum aldargömul. Hún er slitin og að lotum komin. Á níunda áratugnum var púkkað upp á hana. Það dugði ekki til. Dagar hennar eru taldir.
Eftir ítarlega skoðun er niðurstaðan sú að hagkvæmasta lausn sé að byggja nýja kirkju frá grunni. Búið er að hanna hana á teikniborði og stutt í frekari framkvæmdir. Verra er að ekki eru allir á eitt sáttir við arkitektúrinn. Vægt til orða tekið. Sumum er heitt í hamsi. Lýsa honum sem ljótustu kirkjubyggingu i heimi, hneisu og svívirðu.
Öðrum þykir ánægjuleg reisn yfir ferskum arkitektúrnum. Þetta sé djörf og glæsileg hönnun. Hún verði stolt Glyvrar.
Hér eru myndir af gömlu hvítu kirkjunni og nýju svörtu. Hvað finnst þér?
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkar: Fjármál, Menning og listir, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:07 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
Nýjustu athugasemdir
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Brjánn, takk fyrir þetta. jensgud 19.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: áhugaverður samanburður. https://www.youtube.com/watch?v=1651r_... Brjánn Guðjónsson 18.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, ef þú kannt ekki að meta meistaraverkin eftir Mozart, þ... Stefán 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, þú ert með skemmtilegan flöt á dæminu! jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Ingólfur, bestu þakkir fyrir góðar pælingar. jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Stefán, takk fyrir fróðleikinn. jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Gleymdi - ef ég má vera með kjaft - að ég hef aldrei skilið hve... gudjonelias 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Alveg ljóst að þarna var elítan með sína útsendara tilbúín í læ... gudjonelias 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Skemmtilegur og fróðlegur pistill. Getur verið að egóistinn -... ingolfursigurdsson 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Það má geta þess að George hélt því fram að hugmyndin að nafnin... Stefán 15.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 6
- Sl. sólarhring: 50
- Sl. viku: 1161
- Frá upphafi: 4120980
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1033
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Nýjir tímar nema boðskapurinn!!
Sigurður I B Guðmundsson, 20.5.2018 kl. 12:37
Svona kassalaga byggingar eru tákn hins illa.
=Sbr. þann svarta kassa
sem að múslimarnir ganga í kringum í mekka.
Jón Þórhallsson, 20.5.2018 kl. 13:43
Stendur svo ekki til að nýbygging við Alþingi íslendinga verði kassalaga?
=Það yrði slæm þróun.
Jón Þórhallsson, 20.5.2018 kl. 13:45
Mér sýnist þessi nýja bygging vera álíka ljót og öll forljótu hótelin sem eru þegar búin að skemma miðbæ Reykjavíkur. Öll forljótu hótelin sem eiga svo smátt og smátt eftir að fara á hausinn í framtíðinni. Ég vona bara að færeyingar eigi aldrei eftir að eyðileggja hina gullfalegiu Þórshöfn á þann hátt.
Stefán (IP-tala skráð) 20.5.2018 kl. 16:36
Þetta er það náttúrulausta sem ég hefi séð.
Eru arkitektarnir frá Reykjavík?
Árni Guðmundss0n (IP-tala skráð) 20.5.2018 kl. 20:50
Þetta er eins og 2 samhliða svartmálaðir 60 feta gámar.
Hönnun hvað?
Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 22.5.2018 kl. 07:49
Mér finnst ekkert! Mér þykir hinsvegar Jens Guð minn góður, þessi nýja kirkjuómynd skelfileg. Sammála þeim hér að ofan um að þetta er óneitanlega í stíl við steingeldan kassalaga viðbjóðinn sem nú sprettur upp í miðborg Reykjavíkur eins og illgresi úr steypu og gleri. Allt í boði antíbílista og gatnaþrengingaráráttusinna af vinstri og sjálfhverfuvængnum. Vonandi að sú óværa hafi ekki smitast til Færeyja!
Ekki hissa þó frændur okkar og vinir séu ekki á eitt sáttir með þetta forljóta kassaóbermi. Þetta myndi ekki einu sinni sæma sér sem lagerhúsnæði, hvað þá meir.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 22.5.2018 kl. 20:43
Sigurður I B, notað og nýtt!
Jens Guð, 23.5.2018 kl. 17:48
Jón, þú segir fréttir.
Jens Guð, 23.5.2018 kl. 17:53
Stefán, nú þegar er samdráttur staðreynd og fjöldi hótela rekinn með tapi. Flugfélagið reynir að selja sín hótel til að lágmarka skaðann. Ólíklegt er að kaupandi finnist.
Jens Guð, 23.5.2018 kl. 18:45
Árni, það mætti halda það.
Jens Guð, 23.5.2018 kl. 18:46
Sigurður, kannski eru gámarnir einmitt fyrirmyndin.
Jens Guð, 23.5.2018 kl. 18:47
Halldór Egill, takk fyrir kveðjuna að sunnan.
Jens Guð, 23.5.2018 kl. 18:49
Já, það er nokkuð ljóst að ferðamannahrunið er að skella á Íslandi - Nú getur fólk snúið sér að Færeyjum þar sem býr heiðarlegra og klárara fólk.
Stefán (IP-tala skráð) 23.5.2018 kl. 19:51
Þetta lýtur út eins og tveir samsettir gámar, þetta er kannski insperandi kirkja fyrir lyftarafólk?
Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 23.5.2018 kl. 23:15
Það er til fullt af kirkjubyggingum sem eru nútímalegar og framsæknar. Þekki þær ekki svo vel annars staðar en hér heima má til dæmis nefna Kópavogskirkju, Stykkishólmskirkju og Blönduóskirkju. Allt flottar, nútímalegar byggingar. Af myndunum að dæma er þetta hins vegar ekki þannig bygging. Maður veltir hins vegar fyrir sér hvernig framhliðin lítur út, því tæpast getur þessi mynd verið af framhliðinni.
Þorsteinn Siglaugsson, 24.5.2018 kl. 18:34
Stefán (#14), túrismi til Færeyja takmarkast við skort á gistirými. Reyndar er verið að byggja nýtt hótel í Þórshöfn. Sömuleiðis er búið að opna fyrir RnB heimagistingu (70 daga á ári). Þetta mætir þó ekki eftirspurn sem neinu nemur.
Jens Guð, 25.5.2018 kl. 10:16
Sigþór, eflaust höfðar hönnunin sterkt til lyftaragutta.
Jens Guð, 25.5.2018 kl. 10:18
Þorsteinn, ef þú smellir á myndina þá sérð þú að þetta er framhliðin. Neðst til vinstri sést inngangurinn. Þá blasir jafnframt við hvað kirkjan er risastór.
Jens Guð, 25.5.2018 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.