Harðfisksúpa víðar en á Íslandi

  Harðfisksúpa Baldurs Garðarssonar hefur vakið verðskuldaða athygli.  Ekki síst eftir að hún sigraði með glæsibrag í hugmyndasamkeppninni Þjóðlegir réttir á okkar veg.  Atti harðfisksúpan þar kappi við 106 aðra rétti. 

  Svo skemmtilega vill til að harðfisksúpa er elduð víðar.  Heimsþekktur og margrómaður færeyskur sjávarréttakokkur,  Birgir Enni,  hefur til margra ára lagað harðfisksúpu.  Ég hef gætt mér á henni.  Hún er góð. 

birgir enni

 

súpa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þessi súpa eitthvað sem gæti bjargað deyjandi ferðamannaiðnaði á Íslandi ?  

Stefán (IP-tala skráð) 30.5.2018 kl. 07:29

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Var þetta steinbíts, þorsk eða ýsu harðfisksúpa!!?!!

Sigurður I B Guðmundsson, 30.5.2018 kl. 19:23

3 identicon

Var ekki skreið flutt til Nígeríu á sínum tíma?

Mér skilst að herti fiskurinn hafi verið settur í heilu lagi í potta og mauksoðinn með roði og beinum.

Er það ekki harðfisksúpa sneisafull af próteinum?

Hver finnur upp hjólið?

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 31.5.2018 kl. 18:22

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  vonandi.

Jens Guð, 31.5.2018 kl. 19:48

5 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  ýsa var það heillin.

Jens Guð, 31.5.2018 kl. 19:54

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður Bjarklind,  ég man eftir þvi þegar maðkétin skreið var send í tonnatali til Nígeríu.  Þarlendir suðu hana með hrísgrjónum.  Þannig sást ekki munur á lirfunum og hrísgrjónunum.  Strangt til getið er hægt að kalla þetta harðfisksúpu.

Jens Guð, 31.5.2018 kl. 20:01

7 identicon

Einmitt.

Eldri menn en ég hafa sagt að maðkétinn harðfiskur hafi unaðslegan sætukeim. Lirfur eru líka góður próteingjafi.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 1.6.2018 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband