25.6.2018 | 22:11
Afleiðing lagastuldar
Í annars bráðskemmtilegum og fróðlegum útvarpsþætti á dögunum barst tal að laginu "Come Together". Það er opnulag síðustu hljóðversplötu Bítlanna, "Abbey Road". Flott lag þar sem Bítlarnir fara á kostum í söng og hljóðfæraleik.
Í umræðunni um lagið var nefnt að lagið væri stolið úr lagi Chucks Berrys "You Can´t Catch Me". Það hafi hinsvegar ekki haft neinar afleiðingar.
Hið rétta er að það hafði miklar afleiðingar. John Lennon samdi lagið og textann. Sem ákafur aðdáandi Chucks Berrys vildi hann heiðra hann með tilvísun í bæði áðurnefnt lag og texta þess. John var svo mikill aðdáandi að rétt áður en þeir áttu að hittast í fyrsta sinn þá varð hann svo stressaður og nervus að hann ældi eins og múkki.
Chuck var aðdáandi Bítlanna og einkum Johns. Enda voru þeir með fjölda laga hans á hljómleikaskrá sinni. Mörg þeirra rötuðu inn á plötur þeirra.
Chuck áttaði sig á heiðruninni í "Come Together" og var upp með sér. Plötuútgefandi Chucks sá aftur á móti í hendi sér að hægt væri að gera sér mat úr þessu. Hann kærði John fyrir lagastuld og dró hann fyrir dómstóla. Sátt náðist í málinu. Hún fólst í því að John myndi senda frá sér plötu með þremur lögum sem útgefandi Chucks átti útgáfurétt á. Þetta voru Chuck Berry lögin "You Can´t Catch Me" og "Sweet Little Sixteen" ásamt laginu "Ya Ya" eftir Lee Dorsey.
Til að uppfylla sáttina ákvað John að senda frá sér plötu með þessum lögum í bland við önnur gömul rokk og ról uppáhaldslög. Plötuna kallaði hann "Rock n Roll". Þetta var á því tímabili sem John kallaði "týndu helgina". Eiginkona hans, Yoko Ono", hafði hent honum út og hann var hálfur út úr heimi blindfullur samfellt í 18 mánuði.
Allt gekk á afturfótunum. Upptökustjórinn snarklikkaði Phil Spector (sem nú er í fangelsi vegna morðs) týndi upptökunum af sumum laga rokk-plötunnar og skaut úr byssu kúlu sem nánast strauk eyra Johns. Hann var með hellu fyrir eyranu það sem eftir lifði dags. Þetta varð til þess að blindfullur Lennon þjófstartaði sáttinni með því að senda frá sér plötudrusluna "Walls and Bridges" með laginu "Ya Ya". Rokk-platan þurfti að bíða betri tíma.
Útgefandi Chucks skilgreindi þetta sem rof á sáttinni. Stefndi Lennoni aftur fyrir dómstóla. Aftur náðist sátt. Svo kom rokk-platan út. Hún hefur vaxið í áranna rás. Þegar hún kom út gáfu gagnrýnendur henni 2 og hálfa stjörnu. Nokkrum árum síðar voru það 3 stjörnur. Síðan 3 og hálf. Í dag fær platan 4 stjörnur á allmusic.com.
Útgefandi Chucks gaf rokk-plötuna út undir nafninu "Roots". Það kallaði á enn ein málaferlin.
Til gamans: Ýmsar heimildir herma að Paul McCartney syngi bakröddina í "Come Together". Meðal annars sú vandaða heimildabók "Beatlesongs". Paul hefur þó upplýst að John raddi með sjálfum sér. Paul hafi boðist til að radda en John svarað Því til að hann græji þetta sjálfur. Paul sárnaði þetta en var of stoltur til að láta John vita af því.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Ljóð, Menning og listir, Útvarp | Breytt 26.6.2018 kl. 19:04 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
Nýjustu athugasemdir
- Undarleg gáta leyst: Leppalúði, takk fyrir þetta. jensgud 5.1.2025
- Undarleg gáta leyst: Kætir og bætir. Bítla snilld og mitt uppáhalds íslenska lag í... Leppalúði 5.1.2025
- Undarleg gáta leyst: Guðjón E, þetta er áreiðanlega rétt hjá þér! jensgud 4.1.2025
- Undarleg gáta leyst: Bjarni, góður! jensgud 4.1.2025
- Undarleg gáta leyst: Stefán (#7), margt til í því. jensgud 4.1.2025
- Undarleg gáta leyst: Þasð er morgunljośt að kisan var konungborin, allar ættli... gudjonelias 1.1.2025
- Undarleg gáta leyst: Þú veist að þú ert enginn spring chicken þegar þú manst eftir a... Bjarni 1.1.2025
- Undarleg gáta leyst: Nú er fólk að gera upp árið og sumir opinberlga. Kata Jak fór í... Stefán 31.12.2024
- Undarleg gáta leyst: Stefán, ég missti af Kryddsíldinni. Ég tek undir þín orð um g... jensgud 31.12.2024
- Undarleg gáta leyst: Sigurður I B, sagan er góð og hæfilega gróf. Þannig má það ve... jensgud 31.12.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.1.): 3
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 714
- Frá upphafi: 4117673
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 602
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
"Money for nothing"
Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 26.6.2018 kl. 08:52
"And the chicks for free"
Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 26.6.2018 kl. 14:38
Það má samt undrum sæta að eins drukkinn og dópaður og John Lennon blessaður gjarna var, að honum tókst að forðast að mestu að hnupla tónsmíðum frá öðrum. Það undirstrikar auðvitað hversu goður tónsmiður hann var sjálfur. John varð þó á að hnupla aðalriffunum í laginu I Feel Fine frá Bobby Parkers, laginu Whatch Your Step. Einnig er lagið Because byggt á Moonlight sónötu Beethovens. Þá telja menn sig hafa fundið sitthvað frá Sibelius, Schuman og Beethoven í verkinu Revolution Number Nine. Hinsvegar gaf Yoko honum John sínum lagið Imagine alveg eftir. En nú í ellinni vill Yoko að heimurinn viti að hún samdi það lag með honum og John mun auðvitað aldrei bera á móti því. Yoko ætti kanski frekar að segja almennilega frá því af hverju hún henti karlinum út í veður og vind í New York um árið, rétt eins og tómum eldspítustokki.
Stefán (IP-tala skráð) 26.6.2018 kl. 20:53
Takk fyrir þennan fróðleik.
Sigurður I B Guðmundsson, 27.6.2018 kl. 09:26
Sigurður Bjarklind, þetta sönglag Dire Straits var samið sem háðsádeila á sjónvarpsstöðina MTV. Þar á bæ var ádælan tækluð með því að gera lagið að einskonar einkennislagi MTV.
Jens Guð, 28.6.2018 kl. 19:14
Sigþór, sennilega er þar vísað til léttklæddra stelpna í músíkmyndböndum MTV.
Jens Guð, 28.6.2018 kl. 19:20
Stefán, Lennon var óvenju opinskár um alla hluti. Hann upplýsti á sínum tíma að lagið frábæra "Because" (á Abbey Road plötunni) væri sótt í "Tunglskinssónötu" Beethovens. Eiginkona hans, Yoko Ono, les nótur og spilar á píanó. John spurði hana hvort að hún gæti spilað nótur afturábak. Ekkert mál. Hann bað hana þá að spila "Tunglskinssónötuna" aftur á bak. Útkoman varð honum innblástur að "Because". Mér skilst að "Because" sé ekki nákvæmlega "Tunglskinssónatan" afturábak. En greina megi afgerandi líkindi með lögunum.
Áður en Yoko og John hittust sendi hún frá sér ljóðabók. Þar hefjast erindi eins ljóðsins á "imagine" hitt og þetta. Þetta ljóð varð John innblástur að textanum "Imagine". Án ljóðs Yoko hefði þetta sönglag aðdrei orðið til. Síðar sagði hann að ef allrar sanngirni væri gætt þá hefði Yoko átt að vera skráð meðhöfundur "Imagine".
Ég veit ekki af hverju Yoko sparkaði John út á sínum tíma. Mér þykir líklegast að það hafi verið vegna skapofsakasta sem hann tók. Allir sem umgengust hann mest hafa sagt frá þessum skapofsaköstum. Á unglingsárum fékk hann útrás fyrir þau með slagsmálum á krám. Hann lamdi líka Paul og flesta sem voru í hljómsveit hans, the Quarrymen. Líka fyrri konu sína, Chynthiu. Þó að yngri sonur hans, Sean, hafi aðeins verið 5 ára þegar pabbi hans var myrtur þá á hann minningar um skapofsaköst hans.
Jens Guð, 28.6.2018 kl. 20:00
Sigurður I B, það er ekkert lát á fróðleiksmolunum.
Jens Guð, 28.6.2018 kl. 20:00
Í ljósi sögunnar verður því að telja ,, friðarglansmyndina " sem Yoko bjó til af John, hennar fegursta og stærsta listaverk.
Stefán (IP-tala skráð) 28.6.2018 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.