Fólk kann ekki handaþvott

  Bandaríska landbúnaðarráðuneytið stóð á dögunum fyrir vandaðri rannsókn á handaþvotti.  Fylgst var leynilega með 393 manns matreiða kalkúnaborgara og salat.  97% kokkanna fengu falleinkunn. Af helstu klúðrum var að þvo aðeins fremsta hluta fingra en ekki á milli þeirra.  Annað algengt klúður var að þvo ekki hendur eftir að hafa fiktað í nefi eða öðrum andlitshlutum né eftir að hafa hóstað eða hnerrað í lófa.  Þriðja algenga klúðrið var að skola puttana aðeins lauslega í alltof stutta stund.  Fjórða klúðrið er að sniðganga þumalinn.  Vegna sóðaskapar starfsmanna á veitingastöðum fá margir illt í magann eftir heimsókn þangað.

  Svona á að þvo hendur:

  - Fyrst skal bleyta hendurnar rækilega í vatni og nugga þær fram og til baka.  Klúður er að byrja á því að sápa þær.  Sápan dreifist aldrei nógu vel þannig.

  - Nugga sápu og vatni vel yfir báðar hendur.  Gæta sérlega vel að því að þvo á milli fingra.   

  -  Stóra málið er að gleyma ekki að sápa og þvo þumalinn. 

þvottur

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jens. Þessi rannsókn fjallar ekki um almenning heldur sérþjálfað starfsfólk á veitingastöðum þannig að fyrirsögnin er villandi. Þar fyrir utan er hollt og gott að vera hæfilega skítugur til að styrkja ónæmiskerfið.smile

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 17.7.2018 kl. 06:38

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Mikið er ég heppinn að vera ekki almenningur!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 17.7.2018 kl. 09:10

3 Smámynd: Jens Guð

Sigiurður Bjarklind,  takk fyrir ábendinguna.  Ég breyti fyrirsögninni.

Jens Guð, 17.7.2018 kl. 15:41

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  þú ert lukkunnar pamfíll!

Jens Guð, 17.7.2018 kl. 15:43

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þar fór athugasemdin mín!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 17.7.2018 kl. 21:54

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  lesendur þessarar bloggsíðu er glöggir og klárir.  Þegar þeir lesa "kommentinn" fatta þeir strax að ég skipti út orðinu "almenningur" fyrir orðið "fólk".

Jens Guð, 18.7.2018 kl. 17:49

7 identicon

Margir íslendingar eru klárlega klárari í peningaþvætti en handþvotti. Það er íslenska þvottaleiðin.

Stefán (IP-tala skráð) 20.7.2018 kl. 13:59

8 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  svo sannarlega!

Jens Guð, 20.7.2018 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband