20.1.2019 | 00:36
Hljómsveitin Týr orðin fjölþjóðleg
Vorið 2002 hljómaði færeyskt lag á Rás 2. Nokkuð óvænt. Færeysk tónlist hafði ekki heyrst í íslensku útvarpi til margra áratuga. Lagið var "Ormurin langi" með hljómsveitinni Tý. Viðbrögð hlustenda voru kröftug. Allt ætlaði um koll að keyra. Símkerfi Útvarpsins logaði. Hlustendur vildu heyra þetta "norska lag" aftur. Já, einhverra hluta vegna héldu þeir að þetta væri norskt lag. Færeyjar voru ekki inn í myndinni.
Lagið var aftur spilað daginn eftir. Enn logaði símkerfið. Þetta varð vinsælasta lag ársins á Íslandi. Platan með laginu, "How Far to Aasgard?", sat vikum saman í toppsæti sölulistans. Seldist í 4000 eintökum hérlendis. Kiddi "kanína" (einnig þekktur sem Kiddi í Hljómalind) var eldsnöggur sem fyrr að skynja að nú væri lag. Hann bókaði Tý í hljómleikaferð um Ísland. Hvarvetna var fullt út úr dyrum. Víða komust færri að en vildu. Til að mynda í Ölfusi. Þar voru fleiri utan húss en komust inn.
Á skall alvöru Týs-æði. Hljómsveitin mætti í Smáralind til að gefa eiginhandaráritun. Þar myndaðist biðröð sem náði gafla á milli. Auglýstur klukkutími teygðist yfir að þriðja tíma.
Í miðju fárinu uppgötvaði Kiddi að Færeyingar sátu á gullnámu: Þar blómstaði öflugt og spennandi tónlistarlíf með ótrúlega hæfileikaríku fólki: Eivör, Hanus G., Kári Sverris, hljómsveitir á borð við 200, Clickhaze, Makrel, Arts, Yggdrasil, Lena Anderson og ég er að gleyma 100 til viðbótar. Kiddi kynnti þetta fólk til sögunnar. Talað var um færeysku bylgjuna. Eivör varð súperstjarna. Einstakar plötur hennar hafa selst í 10 þúsund eintökum hérlendis. Hún fyllir alla hljómleikasali. Í dag er hún stórt nafn víða um heim. Hefur fengið mörg tónlistarverðlaun. Hún hefur átt plötur í 1. sæti norska vinsældalistans og lag í 1. sæti danska vinsældalistans. Fyrsta sólóplata Eivarar kom út 1999. Þar heiðraði hún nokkur gömul færeysk kvæðalög. Þau urðu Tý kveikja að því að gera slíkt hið sama. Fyrir þann tíma þóttu gömlu kvæðalögin hallærisleg.
Ofurvinsældir Týs - og Eivarar - á Íslandi urðu þeim hvatning til að leita fyrir sér enn frekar utan landsteinanna. Með góðum árangri. Týr er í dag stórt nafn í senu sem kallast víkingametall. Hljómsveitin er vel bókuð á helstu þungarokkshátíðir heims. Að auki túrar hún ótt og títt um Ameríku og Evrópu. Fyrir nokkrum árum náði hún toppsæti ameríska CMJ vinsældalistans. Hann mælir spilun framhaldsskólaútvarpsstöðva í Bandaríkjunum og Kanada (iðulega hérlendis kallaðar bandarískar háskólaútvarpsstöðvar - sem er villandi ónákvæmni).
Hljómsveitin er þétt bókuð út þetta ár. Þar á meðal á þungarokkshátíðir í Ameríku, Evrópu og Asíu. Meira að segja í Kóreu og Japan.
Vegna bakveiki hefur trommarinn Kári Streymoy af og til helst úr lestinni síðustu ár. Frá 2016 hefur Ungverjinn Tadeusz Rieckmann verið fastur trommari Týs. Færeyski gítarleikarinn Terji Skibenæs hefur í gegnum tíðina verið úr og í hljómsveitinni. Húðflúr á hug hans og hjarta. Nú hefur Þjóðverjinn Attila Vörös verið fastráðinn í hans stað.
Söngvahöfundurinn, söngvarinn og gítarsnillingurinn Heri Joensen segir þetta ekki vera vandamál; að liðsmenn búi í mörgum löndum. Hljómsveitin var á sínum tíma stofnuð í Danmörku. Allar götur síðan hafa liðsmenn hennar búið í ýmsum löndum. Vinnusvæðið er hljómleikaferðir þvers og kruss um heiminn. Þá skiptir ekki máli hvar liðsmenn eru skrásettir til heimilis.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Ljóð, Menning og listir, Útvarp | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 46
- Sl. sólarhring: 46
- Sl. viku: 1064
- Frá upphafi: 4111549
Annað
- Innlit í dag: 41
- Innlit sl. viku: 892
- Gestir í dag: 39
- IP-tölur í dag: 37
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Til að auka fjölþjóðafílinginn, mæli ég með því að TÝR ráði Jens Guð sem Gógó dansara og hársveiflara.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.1.2019 kl. 06:19
Vilhjálmuyr Örn, góð uppástunga! Ég á flestar plötur Týs og hef sótt yfir tug hljómleika með þeim, bæði hérlendis og í Færeyjum. Gæti því léttilega dansað og sveiflað hári í takt við tónlistina.
Jens Guð, 20.1.2019 kl. 18:30
Þeir voru flottir í Götu, minnir að árið hafið verið 2009. Það skemmtilega við það var að þeir sem sóttu samkomuna (létt alhæfing) höfðu aldrei heyrt í þeim. Ég í það minnsta glotti að svipnum á virðulegum opinberum starfsmönnum Norðurlandanna þegar þeir byrjuðu að spila og hringdansinn var tekinn undir þessu lagi og fleirum.
Ég brosi reyndar enn í minningunni. Flott hljómsveit.
Sindri Karl Sigurðsson, 20.1.2019 kl. 21:12
Sindri Karl, ég var áreiðanlega á sömu hljómleikum. Myndin í hausnum á þessri bloggsíðu er frá þeim hljómleikum.
Jens Guð, 21.1.2019 kl. 16:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.