Alţjóđlegi CLASH-dagurinn

  Í dag,  7. febrúar,  er alţjóđlegi CLASH-dagurinn haldinn hátíđlegur um heim allan.  Formlegir ađstandendur hans eru 20 stórborgir (ţar á međal Chicago,  Seattle,  Washington DC,  Los Angeles,  Toronto,  Belgrad,  San José í Costa Rica,  Sao Paulo,  Barcelona...),  101 útvarpsstöđ  (allt frá Tónlistarútvarpi Peking-borgar til króatískrar og argentínskrar stöđva),  43 plötubúđir (allt frá mexíkóskum til eistlenskrar),  svo og 26 rokkhátíđir (međal annars í Perú og Finnlandi).  Sumar borgir hafa gert Clash-daginn ađ opinberum frídegi.  Sumar útvarpsstöđvar teygja á Clash-deginum.  Spila einungis Clash-lög í allt ađ 4 sólarhringa.  Samkvćmt hlustendamćlingum skora ţćr hćst á sínum ferli í ţeirri dagskrá.  Vonbrigđi ađ hvorki X-iđ né Rás 2 taki ţátt í Clash-deginum.

  The Clash var önnur tveggja hljómsveita sem leiddi bresku pönkbylgjuna á síđari hluta áttunda áratugarins (hin var Sex Pistols).  Ólíkt öđrum pönksveitum ţróađist Clash á örskömmum tíma yfir í afar fjölbreytta nýbylgju.  Ólíkt öđrum breskum pönksveitum sló Clash rćkilega í gegn í Bandaríkjunum.  

  Clash-dagurinn var upphaflega bandarískur.  Svo breiddist hann út um heim.

  Hljómsveitin var stofnuđ 1976.  Hún leystist upp í leiđindum og var öll 1986.  Gríđarmikil eiturlyfjaneysla átti hlut ađ máli.  1980 spilađi Clash í Laugardalshöll á vegum Listahátíđar.  Frábćrir hljómleikar.  

  Hróđur Clash jókst bratt eftir ađ hún snéri upp tánum.  Gott dćmi er ađ 1981 náđi lagiđ "Should I Stay or Should I Go" 1. sćti breska vinsćldalistans eftir ađ hafa áđur ítrekađ flökkt hátt á honum.  Í óţökk liđsmanna the Clash gerđi bandaríski herinn lagiđ "Rock the Casbah" ađ einkennislagi sínu í upphafi ţessarar aldar.  Ţađ var sett í síspilun ţegar ráđist var inn í Írak í aldarbyrjun. 

clash_logo


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

 "London Calling" !!!! Ţađ fer enn um mann ánćgjuhrollur, ţegar platan er sett í spilarann á hćsta leyfilega styrk. Án efa međ betri plötum tónlistarsögunnar, enda seldist hún eins og enginn vćri morgundagurinn. Ég á meira ađ segja aukaeintak, sem aldrei hefur veriđ spilađ;-)

 Góđar stundir, međ kveđju ađ sunnan.

Halldór Egill Guđnason, 7.2.2019 kl. 18:49

2 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Bíđ bara rólegur eftir CCR deginum!!

Sigurđur I B Guđmundsson, 7.2.2019 kl. 19:10

3 identicon

Ég var alltaf meira fyrir The Cure.

Sigurđur Bjarklind (IP-tala skráđ) 8.2.2019 kl. 06:55

4 Smámynd: Jens Guđ

Halldór Egill,  í upphafi tíunda áratugarins völdu blađamenn Rolling Stone hana bestu plötu níunda áratugarins. 

Jens Guđ, 8.2.2019 kl. 16:46

5 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur I B,  vissulega vćri gaman ađ fá CCR-dag.  Víđa um heim starfa ótal CCR heiđursbönd.  Um tíma var eitt slíkt í Mosó.

Jens Guđ, 8.2.2019 kl. 16:54

6 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur Bjarklind,  Robert Smith er flottur - hverjir svo sem spila međ honum í ţađ og ţađ skiptiđ.  Ég ţekki konu sem var í námi í París undir lok síđiustu aldar.  Ţar gekk hún í virkan Cure-klúbb.  Ţegar hópurinn hittist ţá litu allir alltaf út eins og Robert.

Jens Guđ, 8.2.2019 kl. 17:00

7 identicon

Ţessir frábćru tónleikar eru enn ferskir í minningunni. Ég stóđ fremst viđ sviđiđ og gat undiđ skyrtuna ţegar ég kom heim. Heitt og gaman.

Ragnar (IP-tala skráđ) 12.2.2019 kl. 15:38

8 Smámynd: Jens Guđ

Ragnar,  ég get sagt ţađ sama.

Jens Guđ, 12.2.2019 kl. 23:40

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband