11.5.2019 | 23:09
Af hverju reyndi Paul að koma John og Yoko saman á ný?
John Lennon og Yoko Ono urðu samloka nánast frá fyrsta degi sem þau hittust. Þau voru yfirgengilega upptekin af og háð hvort öðru. Þau límdust saman. Endalok Bítlanna 1969 má að mörgu leyti rekja til þess - þó að fleira hafi komið til.
Nokkrum árum síðar dofnaði sambandið. John var erfiður í sambúð. Hann tók skapofsaköst og neytti eiturlyfja í óhófi. (Er hægt að dópa í hófi?). Að auki urðu þau ósamstíga í kynlífi er á leið. Kynhvöt Yokoar dalaði bratt. En ekki Johns. Sennilega spilaði aldur inn í dæmið. Hún var 7 árum eldri.
Spennan og pirringurinn á heimilinu leiddi til uppgjörs. Yoko rak John að heiman. Sendi hann til Los Angelis ásamt 22ja ára stúlku, May Pang, sem var í vinnu hjá þeim hjónum. John hafði aldrei ferðast einn. Hann var alltaf ringlaður á flugstöðvum. Sjóndepurð átti þátt í því. Hann var háður ferðafélaga.
Yoko gaf May ekki fyrirmæli um að verða ástkona Johns. Hún hefur þó viðurkennt fúslega að dæmið hafi verið reiknað þannig. Sem varð raunin.
Verra var að John missti sig algjörlega. Hann datt í það. Svo rækilega að hann var blindfullur í 18 mánuði samfleytt. Hann ákvað meira að segja að drekka sig til dauða. Fór í keppni við Ringo, Keith Moon (trommara The Who) og Harry Nilson um það hver yrði fyrstur til að drekka sig til dauða. Keith og Harry unnu keppnina. Ýmsu var bætt inn í uppskriftina til að auka sigurlíkur. Meðal annars að henda sér út úr bíl á ferð.
Að því kom að fjölmiðlar birtu ljósmynd af John langdrukknum og blindfullum til vandræða á skemmtistað. Hann var með dömubindi límt á ennið.
Er Paul McCartney sá myndina fékk hann sting í hjartað. Þekkjandi sinn nánasta fósturbróður sá hann óhamingjusaman, örvinglaðan, ringlaðan og týndan mann. Fram til þessa höfðu þeir átt í harðvítugum málaferlum vegna uppgjörs Bítlanna. Að auki hafði John sent frá sér níðsöng um Paul, How do you sleep?, og sent honum hatursfulla pósta.
Það næsta sem gerðist hefur farið hljótt. Ástæðan: Enginn spurði Paul, John og Yoko um það. Engum datt þessi óvænta atburðarrás í hug. Paul heimsótti í snatri Yoko. Vinskapur þeirra hafði aldrei verið mikill. Eiginlega ekki vinskapur. En þarna ræddust þau við í marga klukkutíma. Spjallið varði langt fram á nótt. Paul bar undir hana alla hugsanlega möguleika á að hún sættist við John og tæki við honum aftur. Yoko var erfið og setti fram ýmis skilyrði sem John yrði að fallast á.
Því næst heimsótti Paul blindfullan og dópaðan John og fór með honum yfir kröfur Yokoar. John þurfti umhugsun en féllst að endingu með semingi á kröfur hennar. Betur er þekkt að Elton John hélt í framhaldi af þessari atburðarrás hljómleika í Bandaríkjunum og bauð Yoko að hitta sig baksviðs. Þar var þá John. Þau féllust í faðma og tóku saman á ný. Eignuðust soninn Sean Lennon. John lagði tónlist á hilluna í nokkur ár. Kom svo aftur til leiks sem léttpoppari 1980 - að því er virtist hamingjusamur. Þá var hann myrtur.
Eftir stendur spurningin: Hvers vegna var Paul mikið í mun að sætta John og Yoko? Svar: Í fyrsta lagi saknaði hann fóstbróður síns sárlega. Í öðru lagi þráði hann að þeir næðu að endurnýja vinskapinn. Ekki endilega að endurreisa Bítlana heldur að ná sáttum. Sem tókst. Þeir skildu í góðum vinskap áður en yfir lauk. Paul hefur sagt að það hafi hjálpað sér mikið í sorginni sem fylgdi morðinu.
Til gamans má geta að fyrir nokkrum árum hittust Yoko og May Pang óvænt á Hilton Hóteli í Reykjavík. Þær þóttust ekki vita af hvor annarri. Heilsuðust ekki einu sinni. Einhver ólund í gangi. Eins og gengur.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Lífstíll, Ljóð, Útvarp | Breytt 13.5.2019 kl. 11:05 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur Bjarni 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Þetta minnir mig á....Nú eru jólin búin og jólasveinarnir farni... sigurdurig 8.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Var hann greindur með þunglyndi???????? johanneliasson 8.1.2025
- Furðulegur hundur: Sigurður I B (#7), ég hlakka til. jensgud 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 79
- Sl. sólarhring: 91
- Sl. viku: 1454
- Frá upphafi: 4118981
Annað
- Innlit í dag: 64
- Innlit sl. viku: 1118
- Gestir í dag: 61
- IP-tölur í dag: 61
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Takk fyrir þennan fróðleik.
Sigurður I B Guðmundsson, 12.5.2019 kl. 15:22
Sigurður I B, takk fyrir innlitið.
Jens Guð, 13.5.2019 kl. 11:00
En mikið asskoti sem May Pang var nú mikið fallegri en Yoko Ono. Sennilega týndi John bestu gleraugunum á fylleríi og skipti því aftur yfir í þá gömlu.
Stefán (IP-tala skráð) 13.5.2019 kl. 21:04
Stefán, þrátt fyrir gleraugu þá var John verulega sjóndapur. Hann náði að fela það er hann tók bílpróf. Í kjölfarið var hann snöggur að keyra út í móa. Í bílnum voru Yoko, dóttir hennar og Julian sonur Johns. Lengi sat í Yoko að fyrstu viðbrögð Johns voru að ganga úr skugga um að Julian hefði ekki slasast. Sem hann slapp við en fékk taugaáfall. John og Yoko slösuðust. Yoko mest. Að auki missti hún fóstur. Ég man ekki hvort að dóttur henar sakaði.
Jens Guð, 14.5.2019 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.