Fölsk Fésbókarsíða

  Fésbókarvinur minn,  Jeff Garland,  sendi mér póst.  Hann spurði af hverju ég væri með tvær Fésbókarsíður með samskonar uppsetningu.  Sömu ljósmyndir og sömu Fésbókarvinir.  Draugasíðan hafði sent honum vinarbeiðni.  Mín orginal-síða er með 5000 vinum.  Draugasíðan var með 108 vini.  Öllum sömu og orginal-síðan mín.  

  Ég fatta ekki húmorinn eða hvaða tilgangi draugasíðan á að þjóna.  Enda fattlaus.  Jeff hefur tilkynnt FB draugasíðuna.  Vonandi er hún úr sögunni.  Draugasíðan hefur blessunarlega ekki valdið neinu tjóni.  Þannig lagað.  En ginnt 108 FB vini mína til að svara vinarbeiðni.     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Orkupakkinn hefur greinilega komist í Snjáldru og byrjaður að stjórna þar öllu, eins og á Alþingi. cool

En það er að sjálfsögðu óskemmtilegt að hitta til að mynda á Laugaveginum afrit af okkur sjálfum, sem eiga færri vini en við, Jensinn minn.

Ég mæli með sálfræðingi sem sérhæfir sig í þessum efnum. cool

Þorsteinn Briem, 4.6.2019 kl. 12:18

2 identicon

En er þetta nokkuð fölsk bloggsíða ? Þetta er falskur Steini Briem. Þessi heitir Þorsteinn. Ekki fara að halda því svo fram að ég hafi skrifað þetta.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 4.6.2019 kl. 18:05

3 Smámynd: Jens Guð

Steini,  mér þykir gaman að hitta þá sem eiga færri vini en við.  Líka þó að um tvífara sé að ræða. 

Jens Guð, 5.6.2019 kl. 21:03

4 Smámynd: Jens Guð

Jósef Smári,  ég reyni ekki að halda því fram að þú hafir skrifað þetta.  Eða eins og Megas syngur:  "Ég er ekki ég heldur annar."

Jens Guð, 5.6.2019 kl. 21:05

5 identicon

Facebook virðist vera í miklum vandræðum með þetta allt saman. Þeir fengu allt of mikið frelsi í upphafi og eru núna að reyna að baktrakka en lítið gengur. Hvað verður um Facebook og persónufrelsið???

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 10.6.2019 kl. 00:53

6 Smámynd: Jens Guð

Sigþór,  aðstandendur Fésbókar hafa það eina markmið að efla markaðsstöðu miðilsins.  Öllum brögðum er beitt.  Ekki síst bolabrögðum.  Mörg þúsund starfsmenn eru í fullri vinnu við þetta.  Þeir eru svo snjallir að komast upp með að selja auglýsingar án bókhalds.  Án skatts.  Án virðisaukaskatts.  Þessir snillingar hafa komið sér upp ósnertanlegu einskismannslandi.

Jens Guð, 10.6.2019 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.