Blessun

  Ég er alltaf kallaður Jens Guð.  Þess vegna er ég í símaskránni skráður Jens Guð - að frumkvæði símaskráarinnar.  Eða hvort að þetta heitir 1819 eða 1919 í dag?  Í morgun hringdi í mig barnung stúlka.  Kannski 5, 6 ára.  Hún sagðist heita Emilía og eiga heima í Keflavík.  Hún spurði hvort ég væri Jens Guð.  Ég játaði því.  Hún spurði hvort ég væri til í að blessa hana.  Ég svaraði:  "Alveg sjálfsagt.  Strax eftir þetta símtal skal ég blessa þig."  Hún þakkaði fyrir og þar með lauk símtalinu.  Ég stóð við minn hluta samkomulagsins.  Sendi henni að auki í huganum sálm með þýsku pönkdrottningunni Nínu Hagen.  Hún er mér töluvert uppteknari af trúmálum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hvað tekur þú fyrir kraftaverk!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 17.7.2019 kl. 09:19

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Í guðanna bænum Jens Guð blessaðu nú þessa andsk. ríkisstjórn áður en hún selur loftið, vatnið, landið, eldfjöllin, fólkið  og orku fallvatnanna. 

Júlíus Valsson, 17.7.2019 kl. 10:39

3 identicon

Mikill er máttur þinn. Amen.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 17.7.2019 kl. 15:30

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  þau er á sumarútsölu um þessar mundir og seld eftir vigt.

Jens Guð, 18.7.2019 kl. 12:48

5 Smámynd: Jens Guð

Júlíus,  ég harðneita að blessa ríkisstjórnina!

Jens Guð, 18.7.2019 kl. 12:48

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður Bjarklind,  og mætti hann þó gjarnan vera meiri!

Jens Guð, 18.7.2019 kl. 12:49

7 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Góður! Og amen!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 18.7.2019 kl. 18:39

8 identicon

,, Guð blessi Ísland ,, sagði maðurinn um árið þegar hann var búinn að tæma þjóðarbankann. Kanski átti hann við Jens Guð ?

Stefán (IP-tala skráð) 18.7.2019 kl. 19:43

9 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  takk fyrir það.

Jens Guð, 18.7.2019 kl. 22:00

10 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  ég gekk út frá því sem vísu - og var snöggur að blessa Ísland.

Jens Guð, 18.7.2019 kl. 22:02

11 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Guð minn góður! segi ég nú bara.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.7.2019 kl. 23:08

12 Smámynd: Jens Guð

Þorsteinn,  takk fyyrir það!

Jens Guð, 19.7.2019 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.