Samband Johns og Pauls

 

  John Lennon og Paul McCartney voru fóstbrćđur.  Ţeir kynntust á unglingsárum á sjötta áratugnum og urđu samloka.  Vörđu öllum frítímum saman viđ ađ semja lög og hlusta á rokkmúsík.  John gerđi út hljómsveitina Querrymen.  Hún er ennţá starfandi.  Reyndar án Johns.  John var stofnandi hljómsveitarinnar og forsprakki;  söngvari, gítarleikari og söngvahöfundur.

  Paul segir ađ á ţessum tíma hafi allir unglingar í Liverpool vitađ af John. Hann var fyrirferđamikill ofurtöffari. Svalasti gaurinn í Liverpool, ađ sögn Pauls.  Liverpool er hafnarbćr.  Íbúar á sjötta áratugnum kannski 200 eđa 300 ţúsund eđa ţar í grennd.  John var kjaftfor og reif stólpakjaft viđ alla,  slóst á börum eins og enginn vćri morgundagurinn,  ţambađi sterk vín, reykti og svaf hjá stelpum.   Hann var dáldiđ geggjađur.  Eins og mamma hans. 

  Paul sá í hendi sér ađ frami sinn í Liverpool vćri fólginn í ţví ađ vingast viđ John.  Hann bankađi upp hjá John.  Kynnti sig og spilađi fyrir hann nokkur lög til ađ sanna hćfileika í hljóđfćraleik og söng.  Jafnframt sagđist Paul vera lagahöfundur. 

 John angađi eins og bruggverksmiđja ţegar ţeir hittust.  Koníak gutlađi í honum.  Eftir ađ Paul spilađi og söng fyrir John hugsađi hann eitthvađ á ţessa leiđ:  Ég get auđveldlega orđiđ ađal rokkstjarnan í Liverpool.  En međ Paul mér viđ hliđ get ég sigrađ heiminn.  Ég verđ ađ gefa eftir forystuhlutverkiđ.  Deila ţví međ Paul.  Viđ getum sigrađ heiminn saman. Ţetta varđ niđurstađan.  Ţetta var langsótt niđurstađa á ţessum tíma.  Varđandi heimsfrćgđ.  Liverpool var útkjálki og ţótti "slömm". 

  John var um margt afar erfiđur í umgengni.  Hann tók skapofsaköst.  Hann var "bully";  árásagjarn til orđs og ćđis.  Hann lamdi fyrri konu sína. Hann lamdi Paul og fleiri í hljómsveitinni Querrymen.  

  Paul var og er mjög stjórnsamur og ofvirkur.  Í Bítlunum sýndi hann George og Ringo ofríki.  En forđađist árekstra viđ John.  Ţegar John gekk fram af honum međ gríđarlegri eiturlyfjaneyslu og flaut í sýrumóki viđ hljóđritun á laginu "She said, she said" 1966 ţá ofbauđ Paul.  Hann stormađi út úr hljóđverinu, tók ekki ţátt í hljóđritun lagsins og lét ekki ná á sér.  George Harrison spilar bassalínu lagsins.  Í bókinni góđu "Beatlesongs" er Paul ranglega skráđur bassaleikarinn.  Lagiđ hljómar í dag ósköp venjulegt.  1969 var ţetta brengluđ sýra. 

  Annađ dćmi er lagiđ "Come together" á Abbey Road plötunni.  Síđustu hljóđversplötu Bítlanna.  Framan af ferli Bítlanna sungu Paul og John flest lög saman.  Ađ mörgu leyti var ţađ einkenni Bítlanna og gaf hljómsveitinni forskot á ađrar hljómsveitir.  Undir lok ferils Bítlanna dró mjög úr dúettsöngnum.  Meira varđ um ţríröddun ţeirra Pauls, Johns og Georges.  Líka sólósöngs ţeirra hvers fyrir sig.  Paul saknađi tvíröddunarinnar.  Ţeir John,  Paul og George voru allir afar flinkir í ađ radda og sniđgengu iđulega viđurkennda tónfrćđi.  

  Er John kynnti til sögunnar "Come Together" bađ Paul um ađ fá ađ radda lagiđ međ honum.  Paul sárnađi mjög er John svarađi:  "Ég grćja ţađ sjálfur."  Sem hann reyndar gerđi ekki.  Paul laumađist í skjóli nćtur til ađ radda međ í laginu.  John heyrđi ekki ţá útfćrslu fyrr en platan kom út.          


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Fróđleg grein. Takk. 

Sigurđur I B Guđmundsson, 30.7.2019 kl. 11:47

2 identicon

Um fystu kynni John og Paul skrifar Mark Lewisohn, bókin ,, Bítlarnir telja í ,, ţá kom Paul til ađ fylgjast međ spilamennsku Quarri Men og sá ađ John spilađi á banjóstilltan gítar og söng texta vitlaust. ,, Paul vr ekkert sérstaklega hlédrćgur og bađ John um ađ fá ađ prófa gítarinn, stillti hann frá banjóstillingu yfir í gítarstillingu og tók svo til viđ ađ syngja lagiđ Twenty Flight Rock af miklum móđ og öfugt viđ John, ţá söng Paul textann rétt og kunni öll réttu gripin. Paul fór í fullan sýningarham, ađ monnta sig, öruggur um hćfileuka sína og sér međvitađur um áheyrendur sína. Hann skellti sér svo í Be-Bob-A-Lula og Presley lög, skipti síđan yfir á píanó og öskrađi Little Richard lagiđ Long Tall Sally. Enginn í Quarry Men gat gert nokkuđ slíkt. ,, Paul sem alltaf hafđi ćtlađ sér ađ verđa stjarna tókst strax ţađ sem hann ćtlađi sér međ ţessu, ađ vekja ađdáun hjá John, sem sneri sér strax ađ Paul og bađ hann ađ vera međ í hljómsveitinni. Paul sagđist ekki hafa neitt á móti ţví. Ţarna var Paul ađeins 15 ára og John 17 ára. 

Stefán (IP-tala skráđ) 30.7.2019 kl. 21:02

3 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur I B,  takk fyrir innlitiđ. 

Jens Guđ, 30.7.2019 kl. 21:19

4 Smámynd: Jens Guđ

Stefán,  takk fyrir fróđleikinn.  Ég veit ekki um sannleiksgildi ţessa;  hef grun um ađ fćrt sé í stílinn:  Nokkurn tíma tók fyrir John ađ venja sig af banjóstellingunni.  Blađamađur spurđi hann hvers vegna hann spili bara á 4 efstu strengina.  John svarađi:  Til ađ skilja 2 neđstu strengina eftir fyrir George. 

Jens Guđ, 30.7.2019 kl. 21:29

5 identicon

,, Stórfengleg bók ,, segir Dr Gunni um ,, Bítlarnir telja í ,, sem er ,, saga bítlanna eins og hún var í raun og veru ,,. Ţađ var svo margt sem John féll strax fyrir hjá Paul ,, Ég lagđi strax af stađ í nýja átt ţegar ég kynntist Paul ,, sagđi John síđar. ,, Paul var fyndinn sögumađur, góđ eftirherma og fćr skopmyndateiknari. Hann var heillandi, skarpur, greindur og erfitt ađ snúa á . Hann spilađi á píanó, var sjálfsöruggur gítarleikari, var frábćr í ađ muna texta og byrjađi ađ semja lög 13 ára. Hermdi svo vel eftir Little Richard,öskrandi og ćpandi röddu ađ allir voru gáttađir. Paul vildi gjarnan geđjast fólki og koma vel fyrir, af honum stafađi glađvćrt sjálfsöryggi og hann vildi ađ fólk hefđi mikiđ álit á honum ,,. John bar enga virđingu fyrir ţeim sem ekki stóđu uppi í hárinu á honum. Ţađ gerđi Paul. Ţeir voru eins og skapađir fyrir hvor annan. Ef einhver gerđi athugasemd viđ ţađ ađ John vćri ađ umgangast svona mikiđ sér mun yngri dreng, ţá fékk hinn sami umsvifalaust einn á kjammann.

Stefán (IP-tala skráđ) 30.7.2019 kl. 22:25

6 Smámynd: Jens Guđ

Stefán,  ţetta er sérlega góđ tilvitnun og sönn:  "John bar enga virđingu fyrir ţeim sem ekki stóđu uppi í hárinu á honum." 

Jens Guđ, 30.7.2019 kl. 23:39

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.