Skammir

  Ég var staddur í matvöruverslun.  Þar var kona að skamma ungan dreng,  á að giska fimm eða sex ára.  Ég hlustaði ekki á skammirnar og veit ekki út á hvað þær gengu.  Þó heyrði ég að konan lauk skömmunum með því að hreyta í drenginn:  "Þú hlustar aldrei á mig!"

  Hún gat ekki varist hlátri - fremur en viðstaddir - þegar strákurinn svaraði hátt, snjallt og reiðilega:  "Stundum finnst mér nú eins og ég hlusti of mikið á þig!"

barn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Óborganlega góður!;-)

Halldór Egill Guðnason, 21.11.2019 kl. 02:35

2 identicon

Best að pabbi fari með hann í næstu verslunarferð.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 21.11.2019 kl. 06:25

3 identicon

Þjóðin skammar ríkisstjórnir fyrir að taka ekki af alvöru á spillingarmálum, en í Alþingishúsinu er aldrei hlustað á þjóðina. Kanski myndi samt núverandi forsætisráðherra svara þjóðinni alveg eins og strákurinn í sögunni. Líklegra er samt að strákurinn ungi hafi meira til síns máls.  

Stefán Guðmundsson (IP-tala skráð) 21.11.2019 kl. 08:02

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Eitthvað kannast ég við þetta og ekki orð um það meir!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 21.11.2019 kl. 10:05

5 Smámynd: Jens Guð

Halldór Egill, ég tek undir það.

Jens Guð, 22.11.2019 kl. 10:18

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður Njarklind,  ég mæli með því.

Jens Guð, 22.11.2019 kl. 10:18

7 Smámynd: Jens Guð

Stefán, góður!

Jens Guð, 22.11.2019 kl. 10:19

8 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  segjum tveir!

Jens Guð, 22.11.2019 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.