Íslenskt rapp í Færeyjum

  Á morgun,  annað kvöld (laugardaginn 30. nóvember),  verður heldur betur fjör í Þórshöfn,  höfuðborg Færeyja.  Þá verður blásið til stórhátíðar á skemmtistaðnum Sirkusi.  Hún hefst klukkan átta.  Um er að ræða matar og menningar pop-up (pop-up event).  Þar fer fremstur í flokki Erpur Eyvindarson.  Hann rappar á íslensku undir listamannsnafninu Blaz Roca (sló fyrst í gegn er hann sigraði Músíktilraunir sem Rottweilerhundur).  Jafnframt verður boðið upp á spennandi kóreskan götumat (street food).

  Einnig bregða á leik plötusnúðurinn DJ Moonshine, svo og færeysku skemmtikraftarnir Marius DC og Yo Mamas. 

  Um síðustu helgi bauð Erpur upp á hliðstæðan pakka í Nuuk,  höfuðborg Grænlands.  Honum verða gerð góð skil í sjónvarpsþættinum Landanum á RÚV núna á sunnudaginn.  Vonandi verður hátíðin í Færeyjum í Landanum um þar næstu helgi.  Sirkus er nefnilega flottur skemmtistaður (er alveg eins og Sirkus sem var á Klapparstíg í Reykjavík sællar minningar).  Þar er alltaf einstaklega góð stemmning sem Erpur á klárlega eftir að trompa.  

  Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann á samskipti við nágranna okkar.  Á fyrri hluta aldarinnar gerði hann út rappsveitina Hæstu hendina með dönskum tónlistarmönnum (já,  ég veit að hendin er röng fallbeyging,  "slangur" úr pókerspili).  Á dúndurgóðri plötu hljómsveitarinnar frá 2004 eru m.a. gestarapparar frá Færeyjum og Grænlandi.

Sirkus  

    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

Til gasmans:  Á plötu Hæstu hendinnar - sem sagt er frá í bloggfærslunni - rappaði Niels Uni Dam.  Hann er forsöngvari einnar skemmtilegustu hljómsveitar Færeyja,  MC-Hár.  Svo vill til að sonur hans,  Marius DC,  var í þessum skrifuðu orðum að hita upp fyrir Blaz Roca núna í Sirkusi.

Jens Guð, 30.11.2019 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband